Hryðjuverk Orkuveitu Reykjavíkur gegn landinu

DSCN2210Orkuveita Reykjavíkur er dæmi um fyrirtæki sem sést ekki fyrir í aðgerðum sínum. Það hefur engan skilning á náttúruvernd eða umhverfismálum. Leynt og ljóst stendur fyrirtækið að hryðjuverkum gegn landinu. Það má best sjá á Hellisheiði, sem fyrirtækið er á góðri leið með að eyðileggja, hefur útborað Skarðsmýrarfjallog ætlar nú að vaða á skítugum skónum um Fremstadal og Innstadal í Hengli.

Það fór sem mann grunaði að öll þessi fína bortækni myndi ekki verða til þess að hlífa viðkvæmum og fallegum svæðum. Stoltir hafa bormenn sagst geta borað á ská hingað og þangað, séu ekki lengur bundnir við lóðrétta borun. Ekki græðir Innstidalur neitt á því.

Hvers vegna í ósköpunum má ekki hlífa Innstadal? Næst verður áreiðanlega vaðið vestur undir Hengil, í Engidal og DSCN2200Marardal og líklega endað með borholu á Skeggja, hæsta hluta Hengilsins. Svo verður manni án efa svarað með skætingi: Ertu kannski á móti rafmagni? Viltu ekki heitt vatn í húsið? Er starfsemi Orkuveitunnar ekki umhverfisvæn? Ertu kannski vinstri-grænn, kommúnisti eða þaðan af verra ...?

Hryðjuverkum Orkuveitunnar gagnvart landinu verður að linna. Ef stjórnarmenn fyrirtækisins skilja ekki sinn vitjunartíma þá verður að skipta um þá.

Ef í hart fer þá verðum við bara að loka Innstadal og öðrum náttúruperlum, standa í báða fætur á vettvangi á móti vélaliðinu. Bjóða föntunum birginn.


mbl.is Boranir tilkynntar allar í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála. Það á bjóða föntunum byginn. Á öllum sviðum.

Jóhannes Ragnarsson, 11.9.2007 kl. 10:06

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Öldungis rétt nafni. Það verður að setja þessu liði stólinn fyrir dyrnar og krefjast að þessum hernaði gegn landinu linni. Hvenær ætla íslenskir náttúruverndarsinnar að safna kröftum sínum og sýna þessum delum í tvo heimana?

Sigurður Hrellir, 11.9.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband