Hin langa bið eftir iPhone
27.7.2007 | 23:32
Apple kann að gleðja okkur. Ég er til dæmis steinhættur að spila geisladiska, hleð þeim frekar inn í hið frábæra iTunes forrit og geymi lögin þar og á iPod. Þannig er öll sú tónlist sem mér líkar í snertifæri , hvar sem er og hvernær sem er. Sem áhugaljósmyndari finnst mér stórkostlegt að geta notað iPhoto eða Arperture fyrir myndirnar mínar, jafnvel þó að ég sé mest spenntur fyrir litlu og einföldu Makkaforriti sem heitir GraphicConverter sem er þýskt að uppruna. Svo er ég líka með heimasíðu sem ég hannaði á Apple forrit sem nefnist iWeb. Verkefnið tók mig eina helgi, kann ég þó ekkert í heimasíðugerð en svo virðist sem útlit síðunnar falli mörgum vel í geð, sjá hér.
Nú bíð ég spenntur eftir iPhone eins og þúsundir annarra Íslendinga. Hann kom á markaðinn í Bandaríkjunum í lok júní og á fyrsta sólarhringnum seldust um 270 þúsund símar. Gert er ráð fyrir að ein milljón síma verði seld fyrir lok september og tíu milljónir fyrir lok árs 2008. Auðvitað heyrast úrtöluraddir um að síminn sé algjört flopp. Það var líka sagt um Makkann og iPod. Reglulega hefur verið fullyrt að fyrirtækið væri á leiðinni á hausinn, en dómsdagsspásagnirnar hafa aldrei ræst, þvert á móti hefur Apple hingað til stöðugt komið á óvart og jafnvel farið fram úr björtustu vonum áhangenda sinna. Fyrir nokkrum dögum kynnti fyrirtækið rekstur sinn fyrri hluta ársins og kemur þar í ljós að hagnaðurinn hefur aldrei verið meiri, sala á Mökkum jókstil dæmis um 33% frá síðasta ári og sala á iPod um 21%.
Ég brá mér niður í Apple búina um daginn og fékk að handleika iPhone. Auðvitað er ég jafnundarlegur og aðrir því það fór ekki fram hjá mér að síminn er stórkostlegur og ég get varla beðið eftir að hann komi á markaðinn hér á landi.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.