Þeir kunna ekki að skammast sín

Væntanlega hefur Alexander Karsner þótt mikið til um gufuöflunn til raforkuvinnslu hér á landi en áreiðanlega hefur hann lítið tjáð sig um umhverfið. Skoðun hans skiptir litlu máli, hitt er mikilvægara að þeir sem standa að framkvæmdum hér á landi geri það af smekkvísi og leitist við að fella mannvirkin að landslaginu eftir því sem kostur er.

Ef fylgikvillar gufuaflsvirkjunar eru háþrýstipípur sem liggja út um allar jarðir eins og hráviði, vegagerð sem engu eirir og byggingar sem líta út eins og illkynja sjúkdómur þá er líklegast best að sleppa því að virkja gufuna.

Illu heilli var virkjunin á Kolviðarhóli undanþegin mati á umhverfisáhrifum og hvorki sveitartjórn Ölfushrepps né stjórn Orkuveitunnar báru tilfinningar í brjósti gagnvart náttúrunni eða umhverfinu. Því fór sem fór. 

Og nú er haldin sýning á herlegheitunum. Menn kunna bersýnilega ekki að skammast sín.


mbl.is Aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Virkjanasinnar vorir munu líta á þessa heimsókn eins og guðlega opinberun. Þarna er um að ræða hvorki meira né minna en aðstoðarráðherra frá Herraþjóð Vorri.

Og þetta er staðfest!!!! eins og smalastrákur Bush forseta hér á Íslandi sagði forðum í sjónvarpsviðtalinu þegar hann skýrði okkur frá því að Bush hefði sagt að hann væri vinur hans.  

Svo ekki fari milli mála: Þetta er aðstoðarorkumálaráðherra BNA.

Að pípurnar í Hellisheiðarvirkjun minni á illkynja sjúkdóm! Þarna þótti mér meistaralega að orði komist.

Árni Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Ég verð að vera ósammála þér.

Mér finnst Hellisheiðavirkjun mjög fallegt mannvirki.

Svona verðum við að virkja, þangað til að við getum farið að virkja hræsni.

Mér finnst eins og ég þurfi að þéra í þessum póst, eins og einstaklingurinn hér að ofan.

En þar sem ég er fæddur á seinnihluta síðustu aldar, þá hef ég áhveðið að skrifa hér á mblog eins og óharnaður unglingur.

Baldvin Mar Smárason, 28.7.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: Eiríkur Hjálmarsson

Trúboð er ekki stundað meðal trúaðra.

„Illu heilli var virkjunin á Kolviðarhóli undanþegin mati á umhverfisáhrifum“

Þetta er þvílík steypa. Það er ekki prumpað á Hellisheiði án mats á umhverfisáhrifum!!!

Sjá hér http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/Search/Main?SearchView&Query=Hellsihei%F0i&SearchFuzzy=true

Eiríkur Hjálmarsson, 28.7.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband