Hvað var hann að gera í Krossá?
9.6.2007 | 10:32
Í pistli laugardagsins 9. júní segir Vikverji í Morgunblaðinu frá frétt sem birtist í vikunni um fjórtán ára dreng sem bjargað var úr Krossá. Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvað drengurinn hafi verið að gera í ánni. Var hann að vaða ánna, datt hann í hana, féll hann úr bíl á leið yfir, ætlaði hann að stökkva yfir ?
Krossá getur verið mjög vatnsmikil og ógnandi en hún getur líka verið meinlaus að sjá. Svoleiðis er nú oftast hegðun jökulfljóta. Ég hef oft vaðið Krossá, einn eða sem fararstjóri með hópa sem ég hef farið með um Þórsmerkursvæðið og aldrei hefur hún verið auðveld vegna þess að hún getur verið straummikil.
Fá ráð er hægt að veita fólki sem vill vaða nema það eitt að sé straumur í ánni verður hún þeim mun verri sem hún er dýpri. Það er raunar rökrétt ályktun en hvað veit sá óreyndi.
Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri sagðist geta heyrt dýptina! Hann kastaði vænum stein út í miðja ánna og ef hann heyrði í honum glamra við botngrjótið þá var óhætt að aka yfir. Þetta ráð dugar að sjálfsögðu ekki göngumanninum. Nú tíðkast hins vegar að ganga með stafi sem eru hin mestu þarfaþing. Best er að bera sig þannig við að styðja sig undan straumi með stafinn í annarri hendi og þreifa fyrir framan sig með stafinn í hinni. Sé straumurinn svo þungur að maður nái ekki að setja þar stafinn til botns eða hann berst til hliðar vegna straums, er áin einfaldlega stórhættuleg, óvæð fyrir flesta.
Hvað er þá til ráða? Jú, ef við erum að tala um Krossá, þá sparar göngubrúin við Langadal mikið volk og fyrirhöfn. Af hverju var hún ekki nefnd í fréttinni? Hvers vegna í ósköpunum þarf yfirleitt einhver að vaða Krossá? Fólk þarf ekki einu sinni að aka yfir ána sé ætlunin að fara í Langadal. Skynsamt fólk leggur bílnum í nánd við göngubrúna og gengur með sitt hafurtask yfir að Skagfjörðsskála. Svona einfalt og þægilegt er þetta í Þórsmörk og Víkverji þarf ekkert að ámálga neinar frekari aðgerðir til að draga úr hættu við Krossá.
Vandinn liggur hins vegar hjá þeim sem ætla inn í Húsadal og þá þarf að aka yfir. Þó hafa rekstraraðilar sérstaklega tekið á móti hópum og sjaldnast er áin mikill vandi fyrir stórar rútur.
Svo er það bara eitt að lokum. Hið eina sem getur komið í veg fyrir slys í óbyggðum er heilbrigð skynsemi, að ætla sér ekki meira en útbúnaðurinn, getan og reynslan segir til um. Það á jafnt við um þá sem ferðast fótgangandi sem á vélknúnum ökutækjum.
Krossá getur verið mjög vatnsmikil og ógnandi en hún getur líka verið meinlaus að sjá. Svoleiðis er nú oftast hegðun jökulfljóta. Ég hef oft vaðið Krossá, einn eða sem fararstjóri með hópa sem ég hef farið með um Þórsmerkursvæðið og aldrei hefur hún verið auðveld vegna þess að hún getur verið straummikil.
Fá ráð er hægt að veita fólki sem vill vaða nema það eitt að sé straumur í ánni verður hún þeim mun verri sem hún er dýpri. Það er raunar rökrétt ályktun en hvað veit sá óreyndi.
Guðmundur Jónasson fjallabílstjóri sagðist geta heyrt dýptina! Hann kastaði vænum stein út í miðja ánna og ef hann heyrði í honum glamra við botngrjótið þá var óhætt að aka yfir. Þetta ráð dugar að sjálfsögðu ekki göngumanninum. Nú tíðkast hins vegar að ganga með stafi sem eru hin mestu þarfaþing. Best er að bera sig þannig við að styðja sig undan straumi með stafinn í annarri hendi og þreifa fyrir framan sig með stafinn í hinni. Sé straumurinn svo þungur að maður nái ekki að setja þar stafinn til botns eða hann berst til hliðar vegna straums, er áin einfaldlega stórhættuleg, óvæð fyrir flesta.
Hvað er þá til ráða? Jú, ef við erum að tala um Krossá, þá sparar göngubrúin við Langadal mikið volk og fyrirhöfn. Af hverju var hún ekki nefnd í fréttinni? Hvers vegna í ósköpunum þarf yfirleitt einhver að vaða Krossá? Fólk þarf ekki einu sinni að aka yfir ána sé ætlunin að fara í Langadal. Skynsamt fólk leggur bílnum í nánd við göngubrúna og gengur með sitt hafurtask yfir að Skagfjörðsskála. Svona einfalt og þægilegt er þetta í Þórsmörk og Víkverji þarf ekkert að ámálga neinar frekari aðgerðir til að draga úr hættu við Krossá.
Vandinn liggur hins vegar hjá þeim sem ætla inn í Húsadal og þá þarf að aka yfir. Þó hafa rekstraraðilar sérstaklega tekið á móti hópum og sjaldnast er áin mikill vandi fyrir stórar rútur.
Svo er það bara eitt að lokum. Hið eina sem getur komið í veg fyrir slys í óbyggðum er heilbrigð skynsemi, að ætla sér ekki meira en útbúnaðurinn, getan og reynslan segir til um. Það á jafnt við um þá sem ferðast fótgangandi sem á vélknúnum ökutækjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.