Ég kýs Katrínu Jakobsdóttir

Ég gerði fyrir löngu upp hug minn, þurfti í raun ekki langa umhugsun. Enginn kom til greina nema Katrín Jakobsdóttir. Hún hefur staðið sig afburða vel sem forsætisráðherra í ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka, verið óumdeildur leiðtogi ríkisstjórnar sem náð hefur gríðarlega góðum árangri
Ekki nokkur vafi í mínum huga að hún verði afskaplega góður forseti. Sá sem gegnir embættinu þarf að vera víðsýnn, bera virðingu fyrir fjölbreyttri menningu þjóðarinnar og stuðla að því að hún blómstri. Forsetinn er um leið brjóstvörn lýðræðisins.
 
Mér hefur sýnst Katrín búa yfir sterkri réttlætiskennd án þess að í starfi hennar hefi hún haft annað að leiðarljósi en hagmuni þjóðarinnar allrar.
Ég er Sjálfstæðismaður og fylki mér nú í sístækkandi hóp flokksmanna sem styður Katrínu. Margir hafa atast í mér vegna þessa og munu eflaust halda því áfram en ég er ekki einn því rúmlega helmingur flokksmanna styður hana. Því ber að fagna.
Við þá sem eru enn tvístígandi vil ég segja það eitt að kosningar til forseta Íslands eru leynilegar. Enginn veit hvernig maður ráðstafar atkvæði sínu.
Síðustu skoðanakannanir benda til þess að fylgi við Katrínu vaxi dag frá degi, þökk sé öflugu grasrótarstarfi stuðningsmanna hennar, Sjálfstæðismanna sem annarra.
 
Tryggjum að embætti forseta Íslands verði vel skipað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"verið óumdeildur leiðtogi ríkisstjórnar sem náð hefur gríðarlega góðum árangri"

Í hveru?  Stríðsæsingum?  Í að búa til óvini þar sem engir voru fyrir?


"Mér hefur sýnst Katrín búa yfir sterkri réttlætiskennd..."

Almenn andstaða hennar við mannréttindi eru réttlætiskennd?  Hvernig?

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/29/vitundarvakning_tholir_enga_bid/ (til dæmis)

"Ég er Sjálfstæðismaður..."

Kommúnisti, semsagt?

Í alvöru, hvað er aðdráttaraflið?  Ég er mjög forvitinn, en enginn svarar.

Er það andstaðan við mannréttindi, stríðsæsingarnar, stuðningurinn viðhryðjuverkasamtök, barnageldingarnar, morða á börnum í móðurkviði fram að fæðingu?

Hvað?

Ég meina, fyrir mér stendur Kata Jak fyrir almennt mannhatur og illsku.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.5.2024 kl. 20:17

2 identicon

Sigurður minn - sem og aðrir þeir; sem öfugsnúningi fylgja !

Norður- Kórea; hvað ? ? ?

Ásgrímur !

Mjög góð viðleitni; af þinni hálfu, að reyna

að opna augu hins:: annarrs, ágæta síðuhafa.

Með kveðjum; engu að síður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2024 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Andstyggð réttlátra er sá sem ranglæti fremur og andstyggð ranglátra sá sem breytir ráðvandlega. (Ok. 29:27).

Andstyggileg er, hin rangláta Katrín Jakobsdóttir, í augum þjóðar sem vill réttlæti.

Í augum hinnar ranglátu valdaelítu er hinn réttláti Arnar Þór Jónsson hins vegar andstyggilegur.

Þess vegna hefur Arnar Þór verið færður neðst á nafnalistann í skoðanakönnun Gallup, um fylgi forsetaframbjóðenda, að öðru leiti helst listinn hjá þeim í stafrófsröð.

Þetta er ekki af slysni gert. Elítan óttast hinn réttláta Arnar Þór Jónsson og ekki að ástæðulausu, því kjósendur eru færir um að greina á milli réttlætis og ranglætis.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 10.5.2024 kl. 22:18

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Manneskja sem hefur svikið allt sem hún lofaði fyrir kosningararnar 2017.?

Manneskja sem styður fóstureyðingar fram að fæðingu.?

Manneskja sem svipti almenning öllum mannréttindum í cóvid lýginni.?

Ekki er nú valkosturinn þinn góður nafni að vilja forseta sem

fetar í fótspor einn allra mesta lygara sögunar, Steingrím J Sigfússon.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.5.2024 kl. 10:24

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki ég.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.5.2024 kl. 11:59

6 Smámynd: Sævar Helgason

3ja flokka ríkisstjórnir eru afl stöðugra málamiðlanna. Enginn einn fær allt sitt og hinir ekkert -af sínum áherslumálum. Auðveldasta leiðin til að komast ekki í flokk "svikara" er að taka ekki þátt í samstarfi-en þá næst heldur ekkert fram . Það er kurr hjá fylgjendum allra 3ja flokkanna-fyrir eftirgjöf til-hinna. Ráðamenn fá hin verstu orð og svikari ber hátt. Sem láglauna gamlingi er ég ánægður með bættan hlut minn sem hún Katrín fékk farmgengt-og stíg fram eins og stórmenni gamlingja og segi -takk Katrín.

Muna Katrínu á kjördag 🙂

Sævar Helgason, 11.5.2024 kl. 12:50

7 identicon

Sælir; á ný !

Sævar Helgason !

Í hvaða Sólkerfi; hefur þú dvalið undanfarna

áratugi, ágæti drengur ?

Á þetta kannski að vera; einskonar kaldhæðni

hjá þjer - eða:: ertu búinn að gleyma þeim

illvirkjum, sem Katrín Jakobsdóttir hefur

fengið að komast upp með gagnvart hagsmunum

íslenzkra fjölskyldna, sem fyrirtækja ?

Fyrst; sem galgopa stelpa, með hryðjuverkum

Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur

á árunum 2009 - 2013 / og eftirmálann þekkjum

við öll, á hennar andstyggðar ferli svika og

pretta, Sævar minn.

Með, sömu kveðjum, sem þeim seinustu:: samt sem

áður.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2024 kl. 13:38

8 Smámynd: Birgir Loftsson

Sigurður virðist vera vandi Sjálfstæðismanna í hnotskurn. Þeir kyssa vöndinn möglunarlaust. Spái að að eini hægri flokkur landsins, Miðflokkurinn, nái fleiri prósentum en Sjálfstæðisflokkurinn í næstu kosningum.

Birgir Loftsson, 11.5.2024 kl. 20:18

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hrífst af kostum ykkar "kærleika og tryggð" synir,feður,bræður; eru sómi Íslands sverð og skjöldur. Ásgrímur Óskar Helgi Guðmundur Örn Sigurður Kristján Sigurður I B Birgir og allir hinir strákarnir okkar. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2024 kl. 10:16

10 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú er þessi forsíða hjá nafna mínum búin að vera tvo sólahringa á blogginu svo að MBL virðist vera mjög ánægt með þessa skoðun Sigurðarsonar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2024 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband