Aldrei gottkvöldar reiđi strákurinn á svölunum

Snjallt orđalag er alltaf eftirminnilegt, en ekki mér. Ég gleymi öllu óđar en man ţađ eitt ađ ég hafđi heyrt eđa lesiđ eitthvađ sem ég dáđist ađ. Rétt eins og mađurinn sem mundi ekki annađ um brandarann en ađ hann hefđi hlegiđ sig máttlausan. 

Í Mogga dagsins er ýmislegt forvitnilegt og til ađ gleyma ekki er ráđ ađ skrifa niđur.

Ágćtur penni nefnir sig „sunnlending“. Ég dreg ţá ályktun ađ hann sé ţar búsettur eđa ćttađur ţví ţađ vill svo til ađ margir kjósa ađ kenna sig viđ uppruna sinn. Í spjalli á blađsíđu sautján segir hann:

Ţegar komiđ er í flugrútuna til Reykjavíkur líta fáir upp ţegar reynt er ađ gottkvölda og ţeir sem lyfta höfđi eru steinhissa yfir svona furđulegheitum.

Ţetta er ansi skemmtilegt og gott nýyrđi. Verđ ţó ađ viđurkenna ađ ég gottkvölda sjaldan ađra en ţá sem ég kannast viđ og ţađ sem verra er tek sjaldnast undir ţegar svona lagađ hrekkur upp úr ókunnugum.

Strákurinn á svölunum

Ég tek eftir ţví ađ stjórnmálamenn gera nćstum hvađeina til ađ vekja athygli. Sérstaklega er ţetta algengt međal stjórnarandstöđunnar á ţingi. Sumir hafa tileinkađ sér reiđi, hrópa og skammast í rćđustól eins og ţeir hafi orđiđ fyrir meiđslum í sandkassaleiknum.

Ég man ekki hvađ hann heitir, Kastljósţingmađurinn, sem áđur fyrr var svo geđugur, dagfarsprúđur, vel klćddur og málefnalegur í sjónvarpinu, uppáhald allra mćđra sem áttu ógefnar dćtur. Nú er hann eins og krakkaófétiđ sem dćmdist óhćft í leikskólanum. Hrópar ókvćđisorđ af svölunum heima hjá sér ađ öllum börnunum sem eiga leiđ framhjá, jafnvel ţeim stóru enda í öruggri fjarlćgđ.

Evrópusambandiđ

Lítill flokkur á Alţingi hefur sér í stađ guđshjálpar ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ. Ţingmenn hans hrópa af svölum án ţess ađ ná athygli kjósenda. Enginn hlustar enda stćkkar hann ekkert. Ţetta finnst ţingmönnum flokksins miđur og hafa komiđ sér saman um prýđilega samsćriskenningu, ađ einhver hafi sko bannađ alla umrćđu um ESB.

Ekki er hćgt ađ kenna ríkisstjórn um rigningartíđ og sólarleysi. Á sama hátt er varla hćgt ađ kenna kjósendum um heyrnarleysi eđa áhugaleysi um Evrópusambandiđ.

Enginn rćđst á kjósendur, ţađ telja allir of dýru verđi keypt. Engu ađ síđur er allt ţeim ađ kenna. Ţeir kjósa meirihlutann sem svo myndar ríkisstjórn. Og ţađ er ţessi ríkisstjórn sem er ábyrg fyrir allri rigningunni svo ekki sé talađ um árangursleysi stjórnmálaflokka sem vilja ganga í ESB. Kjósendur koma ađeins illu til leiđar ţví ţeir vita ekki hvađ ţeim er fyrir bestu.

Árangursleysiđ

Ţannig er ţetta međ fyrirbrigđiđ Viđreisn sem er einsmálsflokkur og nýtur afar lítils stuđnings jafnvel ţó alltaf sé sól í Evrópu en rigning hér. Sér enginn samhengiđ, vill fólk ekki sól og blíđu? Jú, en ţađ má bara ekki tala um Evrópusambandiđ. Hvađ er eiginlega ađ ţessari ríkistjórn?

Jćja, ţetta leiđir hugann ađ sagnfrćđingnum međ meiru, honum Hirti J. Guđmundssyni. Hann segir á blađsíđu fimmtán í Mogga dagsins:

Mér vitanlega hefur enginn bannađ umrćđur um Evrópusambandiđ. Ţó umrćđan skili ekki ţeim niđurstöđum sem forystumenn Viđreisnar vilja sjá ţýđir ţađ ekki ađ hún hafi veriđ bönnuđ.

Ţó ađrir flokkar séu ekki reiđubúnir ađ framkvćma stefnu Viđreisnar ţýđir ţađ ekki ađ bannađ sé ađ rćđa um Evrópusambandiđ. Ţađ er, sem fyrr segir, vitanlega á ábyrgđ Viđreisnar og ekki annarra ađ vinna ađ stefnumálum flokksins og afla honum fylgis út á ţau. Ţeirri ábyrgđ verđur ekki varpađ yfir á ađra flokka međ ađrar áherzlur.

Auđvitađ er ţetta rétt hjá manninum og ágćt ađfararorđ fyrir ţessu:

For­ystu­menn Viđreisn­ar vilja meina ađ há­vćr krafa sé um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandiđ og vísa í niđur­stöđur skođanakann­ana. Ađ vísu er inn­an viđ helm­ing­ur hlynnt­ur inn­göngu sam­kvćmt ţeim og ţar af ein­ung­is um 20% mjög hlynnt miđađ viđ nýj­ustu könn­un­ina sem fram­kvćmd var af Maskínu. Fleiri eru mjög and­víg­ir.

En telji for­ystu­menn­irn­ir ţetta engu ađ síđur rétt stend­ur vit­an­lega upp á ţá ađ út­skýra hvers vegna ţađ hafi ekki skilađ sér í stór­aukn­um stuđningi viđ eina flokk­inn međ áherzlu á máliđ? Hvađ sé ţá ađ hon­um?

Ţetta er vel sagt en mun varla gera annađ en ađ espa ţingmenn Viđreisnar til andsvara. Nú má búast viđ ţví ađ Kastljósţingmađurinn ryđjist reiđur fram án ţess ađ gottkvölda eđa góđdaga. Fleirum en Sunnlendingnum kann ţá ađ mislíka.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband