Hringsól Kristrúnar Frostadóttur í Mogganum
20.5.2023 | 11:06
Ef stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið undanfarin ár og áratugi verður óbreytt eftir næstu kosningar þá mun það hamla framförum í svo að segja öllum okkar stóru málaflokkum svo mjög að afar erfitt verður að fara í ríkisstjórn með þeim.
Þetta segir formaður Samfylkingarinnar í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 21.5.23. Viðtalið er rýrt, byggist einkum á að hnýta í Sjálfstæðisflokkinn en getur þess ekki hvað hann hafi gert rangt.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar vill verða fjármálráðherra og jafnvel forsætisráðherra en hvergi kemur fram hvernig hún myndi stýra þessum ráðuneytum á annan hátt en formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Vinstri grænna. Ef til vill er það bara aukaatriði sem kjósendur taki ekki eftir.
Ekki er nóg að tala hringsóla í viðtali án þess að taka á einu eða neinu nema pælingum sem litlu skipta.
Staðreyndin er einfaldlega sú að sumir eiga ekki erindi í annað en stjórnarandstöðu. Auðvelt er að segja frá því sem mætti ganga betur, erfiðara er að gera betur. Staðreyndin er einfaldlega sú að fjármunir ríkisins eru takmarkaðir. Fjárveiting sem tekið er frá einum málaflokki kann að valda miklum vanda, jafnvel þó vel sé meint.
Allir þekkja stefnu Samfylkingarinnar í fjármálum. Hún kemur glögglega fram í laugardagsblaði Morgunblaðsins 20.2.23. Hún byggist einfaldlega á því að taka lán, safna skuldum. Skuldir Reykjavíkurborgar hafa tvöfaldast á átta árum. Þarf að hafa fleiri orð um fjármálastefnu undir forystu Samfylkingarinnar?
Líklega er besta áróðursbragðið fyrir Samfylkinguna að koma vel fyrir, tala fjálglega, ekki stuða neinn, lofa öllu fögru. Þannig talar formaðurinn Kristrún Frostadóttir í viðtalinu í Mogganum.
Eflaust eru margir hrifnir að geðugri konu sem lofar því einu að komist hún ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili þá hætti hún í stjórnmálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Kristrún kallar eftir vinstristjórn, en ég spyr hversu lengra til vinstri er hægt að fara út frá því sem við höfum nú haft í á annað kjörtímabil. Það virðist ekki mikill munur á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni nú orðið. Sjálfstæðisflokkurinn er vikinn frá stefnu sinni og tekið upp stefnu sem ég kannast ekki við.
Þetta segir fyrrum Sjálfstæðismaður sem fylkt þeim flokki í áratugi en hætti þegar flokkurinn var tilbúinn að samþykkja Icesave, ekki séð ástæðu til að snúa þangað aftur. Sjálfstæðisflokkurinn er heillum horfinn.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.5.2023 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.