Þessa kýs ég í prófkjörinu í Kópavogi.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi verður haldið laugardaginn 12. mars 2022. Að sjálfsögðu mun ég kjósa.

Sjálfstæðismaðurinn Ármann Kr. Ólafsson hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 1999 og bæjarstjóri frá því 2012 og hættir nú. Munu margir sjá eftir honum. Hann hann hefur verið maður sátta og samvinnu enda virðist bæjarstjórnin í Kópavogi vera sem ein heild ólíkt því sem er í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem meirihlutinn hlustar ekki, virðist haldinn ofnæmi fyrir íbúunum.

Ég hef búið í Kópavogi frá árinu 2018 og líkað ansi vel. Hins vegar hef ég lengst af búið í Reykjavík og mun áreiðanlega snúa þangað aftur þegar ég verð orðinn stór.

Nú hef ég gert upp hug minn og ætla að kjósa eftirtalda frambjóðendur í prófkjörinu:

  1. Karen Elísabet Halldórsdóttir
  2. Ásdís Kristjánsdóttir
  3. Hjördís Ýr Johnson
  4. Andri Steinn Hilmarsson
  5. Hannes Steindórsson
  6. Sigvaldi Egill Lárusson

Ekkert af þessu fólki þekki ég persónulega en fjölmargir hafa mælt með þeim sem og öðrum frambjóðendum. Mér líst vel á þetta fólk og veit að það mun taka starf sitt sem bæjarfulltrúi mjög alvarlega og þar af leiðandi verður þetta sigurstranglegur list.

Ég hvet alla til að kjósa. Kjörstaður er í Lindaskóla í Núpalind 7 og er opið frá 10 til 18.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er með fyrstu þrjú,en svo hrimgdi elskuleg stúlka og mælti með Sigvalda E.Lárussyni,ég lofaði og svík ekki að einhversstaðar verður hann með.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2022 kl. 00:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta ,minn skelleggi bloggfélagi

Halldór Jónsson, 11.3.2022 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband