Nátthagadalur, besta leiđin ađ gosstöđvunum og nóg af bílastćđum
29.3.2021 | 14:12
Athuganir á gervitunglagögnum benda til ţess ađ kvikugangurinn, sem myndađist vikurnar fyrir gosiđ, og opnađist í Geldingadölum, sé ekki ađ fara ađ mynda nýjar gosstöđvar annarstađar yfir ganginum.
Svo segir í yfirliti á vef Veđurstofu Íslands frá 26.3.21.
Í upphafi goss var ekki taliđ ráđlegt ađ búa til gönguleiđ ađ gosstöđvunum međ ţví ađ fara um dalinn sem kenndur er viđ Nátthaga, Nátthagadal. Ástćđan var sú ađ gangurinn er talinn vera undir dalnum og ţar gćti gosiđ. Ekki er lengur talin hćtta á ţessu.
Um Nátthagadal er langbesta ađgengiđ ađ gosstöđvunum. Engin hćtta á ferđum. Engin ţörf á ađ göngufólk sé međ brodda, ísöxi eđa annan álíka útbúnađ.
Nátthagadalur er rétt rúmlega einn km ađ lengd, ţví sem nćst rennisléttur. Hann ţrengist innst og endar í víđu gildragi sem er afar auđvelt yfirferđar, hvort heldur er upp eđa niđur. Fyrir ofan er dalverpi sem kalla má Geldingadal eystri. Úr honum er auđvelt ađ ganga á felliđ vestan ţess og af ţví norđanverđu er gott útsýni yfir Geldingadal, eldstöđvarnar og hrauniđ.
Besta gönguleiđin
Ţetta er besta gönguleiđin ađ gosstöđvunum og miklu minni hćtta á óhöppum og slysum í bröttum gönguleiđu sem nú hafa veriđ stikađar. Sagt er ađ um síđir muni hrauniđ renna ofan í Nátthagadal, ţađ er ađ segja dragist gosiđ á langinn eins og spáđ er.
Nátthagadalur er geysistór, líklega nćrri 250.000 fermetrar og er ţá ađeins sléttlendiđ taliđ. Hćglega mćtti koma ţar fyrir fjölda bílastćđa. Međ góđri skipulagningu nćrri tíu ţúsund og er ţó ćđi rúmt um alla.
Gjaldtaka
Landeigendur ćttu ađ taka sér ţađ fyrir hendur ađ útbúa bílastćđi og rukka um 500 krónur fyrir stćđiđ, jafnvel 1000 krónur. Tekjurnar ćttu ađ duga fyrir skipulagningu dalsins og gerđ gönguleiđ upp gildragiđ sem áđur var nefnt. Jafnvel tvo göngustíga, einn til uppferđar og annan niđur. Og hagnađur ćtti ađ vera nógur.
Einhver kann ađ spyrja hvort landspjöll fylgi ekki svona bílastćđum. Ţví er til ađ svara ađ dalurinn er algjörlega ógróinn. Renni hraun niđur í dalinn ţarf ekki ađ hafa neinar áhyggjur af raskinu.
Renni hraun ekki í dalinn er einfalt mál ađ slóđadraga hann og útmá ţannig öll merki um akandi umferđ. Ađ ţví loknu má einfaldlega sá og rćkta ţar gras eđa byrja á trjárćkt. Lúpínan er góđur grunnur fyrir annan gróđur.
Lögreglan
Hingađ til hefur lögreglan veriđ sofandi. Ekkert vitađ hvađ eigi ađ gera eđa hvernig og virđist ekki taka ábendingum. Ávirđingarnar eru fjölmargar:
- Almenningur er látinn leggja bílum sínum á annarri akrein ţjóđvegarins.
- Einstefna er tekin upp.
- Bílastćđi eru svo fágćt ađ fólk gengur jafnvel frá Grindavík sem er óbođlegt.
- Lokun ţjóđvegarins viđ Krýsuvíkurafleggjarann eru til mikils óhagrćđis fyrir fólk.
- Gerđ er gönguleiđ um illfćrt land.
- Ekkert er hugađ ađ gönguleiđ um Nátthagadal.
- Fólki er smalađ frá gosstöđvunum vegna ţess ađ björgunarsveitarmenn eru sagđi ţurfa ađ sofa.
- Landeigendur loka landi sínu og lögreglan tekur ađ sér ađ gćta ţess.
- Í stađ ţess ađ auđvelda fólki ađgengi ađ gosstöđvunum er ţađ torveldađ.
- Vegna gaseitrunar var sett upp varagönguleiđ enn fjarri Geldingadal en sú fyrri.
Fleira mćtti telja. Nú er eiginlega nóg komiđ.
Hingađ til hefur allt komiđ lögreglunni á óvart. Hún ţekkir ekki landiđ, hefur enga reynslu af gönguferđum í óbyggđum og tekur yfirleitt rangar ákvarđanir eins og glögglega má sjá af handarbaksvinnubrögđum hennar í upphafi goss.
Er ekki kominn tími til ađ velviljađ fólk taki lögregluyfirvöld tali og leiđi ţeim fyrir sjónir hagsmuni almennings?
Myndir
- Efsta myndin er kort af dalnum og gönguleiđinum upp ađ gosstöđvunum. Punktalínurnar eru gönguleiđirnar sem yfirvöld létu gera. Gulu línurnar eru annars vegar hugsanleg bílastćđi í Nátthagadal og svo gönguleiđin upp úr honum.
- Nátthagi eđa Nátthagadalur. Stór og mikil dalur. Innst má sjá gildragiđ sem auđvelt er ađ ganga upp ađ gosstöđvunum.
- Síđasta myndin er tekin í gildraginu. Ţá var fariđ ađ snjóa en greinilega má sjá ađ ţarna er tiltölulega ađvelt ađ ganga og brattinn lítill. Hentar öllu göngufólki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Athugasemdir
"Dalurinn er algerlega ógróinn." Ekki bara ţađ, hann er algerlega uppblásinn af mannavöldum, eitt af mörgum ferlegum dćmum um rányrkju öldum saman á Reykjanesskaganum. Nafniđ Nátthagi segir sína sögu.
Ómar Ragnarsson, 29.3.2021 kl. 21:41
Já, mér láđist ađ geta ţess. Dćmin eru ótalmörk á Reykjanesskaga. Nefna má uppblásiđ land sunnan Kleifarvatns sem dćmi, allt suđur á Krýsuvíkurberg.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 29.3.2021 kl. 21:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.