Góđa ferđ á gosstöđvarnar
20.3.2021 | 09:28
Eldgosiđ í Geldingadal er ekki merkilegt. Ţađ er miklu minna en gosiđ á Fimmvörđuhálsi og alls ekki eins tilkomumikiđ. Engu ađ síđur vćri gaman ađ skođa ţađ.
Ćsingurinn í fjölmiđlum í gćrkvöldi var mikill og ţá sérstaklega í Ríkisútvarpinu. Ţar voru allir reyndustu fréttamennirnir dregnir út og látnir vera í beinum útsendingum hér og ţar. Fátt af ţví var athyglisvert enda höfđu fćstir viđmćlendur neitt ađ segja.
Einna merkilegast var ađ hlusta á viđtöl viđ jarđvísindamenn og upp úr stóđ ţegar einn ţeirra Magnús Tumi Guđmundsson ráđlagđi fólki ađ fara ađ sofa. Ekkert nýtt myndi sjást fyrr en birti. Ég fór ađ ráđum hans.
Eftir ađ birti kom í ljós ađ gosiđ var afar lítiđ. Fyrstu myndir sýna ţađ glögglega.
Ćsingurinn í fjölmiđlunum var smitandi og ég var ţar engin undantekning. Birti hér á blogginu nákvćma stađsetningu á gosinu og tilgátu um hraunrennsli sem var glettilega nálćgt korti sem lögnu síđar birtist í fjölmiđlum.
Efst er ein af ţeim frábćru myndum sem í dag hafa birtist í fjölmiđlum og er af vef Jarđvísindastofnunar. Hún sýnir svo ekki verđur um villst hversu lítiđ gosiđ er. Einnig má af henni vera ljóst ađ ekki var ofmćlt sem vísindamenn fullyrtu ađ stađurinn er einn sá afskekktasti á Reykjanesi og mikil heppni ađ ţar gaus, fyrst einhvers stađa átti ađ gjósa.
Her er kortiđ sem birtist um klukkan ţrjú á vef Jarđvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ţađ er glettilega líkt mínu korti sem ég dró upp eftir ađ hafa athugađ myndir sem teknar voru fyrir miđnćtti í nótt, í myrkrinu. Gossprungan var ađ minnsta kosti rétt stađsett í litla fellinu í Geldingadal ţó ég hefđi átt ađ snúa henni í norđaustur-suđvestur eins og allar gossprungur hafa veriđ á Reykjanesskaga síđustu árţúsundir. Slćm villa.
Hvađ sem öllu líđur veit ég ađ göngufólk hefur áhug á ţví ađ skođa eldstöđvarnar. Ekkert er ađ ţví. Ţegar gaus á Fimmvörđuhálsi gengu hundruđ manna upp á Hálsinn, um tuttugu km leiđ, til ađ skođa gosiđ og síđan sömu leiđ til baka. Samtals fjörutíu km. Líklega hafa ţúsundir manna ekiđ upp á Mýrdalsjökul og ţađan yfir á Fimmvörđuháls til ađ skođa gosiđ.
Ég trúi ţví ekki ađ lögregla ćtli ađ banna göngufólki ferđir á gosstöđvarnar. Vera má ađ löggan verđi ađhlátursefni ef dreginn verđur upp guli plastborđinn eins og hún notađi á Fimmvörđuhálsi til ađ koma í veg fyrir ađ fólk fari sér ađ vođa. Slitrur af plastborđanum eru enn ađ finnast viđ hrauniđ á Hálsinum.
Fólk fer sér ekki ađ vođa ţví ţađ er skynsamt og úrrćđagott á fjöllum. Miklu betra er ađ líta til međ göngufólki viđ gosstöđvarnar, svona til vonar og vara. Verstu slysin verđa í umferđinni. Flestir deyja í rúminu heima.
Sjá neđsta kortiđ:
- Um tíu km eru frá hverasvćđinu viđ Krýsuvík i Geldingadal, lengsta leiđin
- Best er ađ ganga frá Suđurstrandarvegi vestan viđ Borgarfjall. Ţađan eru ađeins fjórir km í Geldingadal.
- Einnig er hćgt ađ gagna frá veginum í sunnanverđum Móhálsadal en vegurinn er ađeins fyrir fjórhjóladrifsbíla. Ţađan eru um sex km í Geldingadal.
Grundvallaratriđiđ er góđur fatnađur, traustir skór og nesti, drykkir og aukaföt í litlum dagpoka. Og muna eftir myndavél. Ţetta er bara túristagos, Eđa hvađ?
Góđa ferđ á gosstöđvarnar. Ekki láta lögguna stoppa góđa göngu á laugardegi eđa sunnudegi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.