Hér er gosstaðurinn við Fagradalsfjall

GosstaðurinnGosið við Fagradalsfjall er í Geldingadal. Hann er lokaður. Fell og hæðir eru allt í kring um dalinn og varla að hraun renni í bráð út úr honum. Safnast bara saman þarna. Nema því aðeins að sprungan sé í hlíðum.

Samkvæmt því sem jarðfræðingar segja er þetta afar lítið gos, smáskita.

Fjarlægðin frá Grindavík er um níu km í beinni loftlínu.

Útilokað er að sjá gosið nema af nálægum fjöllum eða úr lofti. Það er því ótrúlega vanhugsað af fólki að aka um Reykjanesbraut eða aðra vegi til þess eins að sjá bjarmann af gosinu.

Mjög ólíklegt er að gas berist í hættulegu magni til nálægra staða vegna rigningar og hvassviðris.

Gosstaður 2Af hreyfimyndum í sjónvarpi að dæma rennur hraun í suður niður halla. Vestara hraunrennslið er mun hægara og þar safnast hraunið saman. Vonlítið að átta sig á nákvæmlega á hvar sprungan er í dalnum. En í fréttum kom fram að gossprungan kunni að vera allt að 500 m löng. Eftir því sem vísindamenn segja er sprungan austan megin í Geldingadal, hugsanlega í austurhlíðunum, nærri Merardal sem líka er frekar lokaður.

Dalbotninn er í 180 m hæð og Fagradalsfjall sem er vestan við dalinn er þarna í kringum 300 m. Austan dalsins eru lægri fell. 

Þegar hreyfimyndin er skoðuð nánar sést að á sprungunni eru sjö til átta strókar, gosop. Að öllum líkindum mun smám saman draga úr kraftinum á öllum gosopunum nema einu. Þetta er háttur sprungugosa víða og þannig hafa jarðvísindamenn spáð um hegðun goss á Reykjanesskaga. Þannig var þetta á Fimmvörðuhálsi og í Holuhrauni. 

Neðstu myndina hef ég birt áður. Hún er tekin af Keili. Á henni sést Fagradalsfjall og er eldgosið í Geldingadal sem þó sést ekki á myndinni.

Best er að smella á myndirnar og þá stækka þær mjög og skiljast betur.

GossprunganKl. 00:47: Eins og áður sagði er erfitt er að gera sér grein fyrir því hvar gossprungan nákvæmlega er. Eftir að hafa skoðað nákvæmlega hreyfimyndir og ljósmyndir er hugsanlegt að meðfylgjandi mynd sýni nokkurn veginn staðinn. Rauða línan er gossprungan en gulu flekkirnir eru hraunin.

 

 

Hér verður bætt við einhverjum fróðleik eftir því sem umsjónarmaður hefur nennu til.

DSC_0080 Keilir, útsýni SV, flott copy


mbl.is Eldgos hafið við Fagradalsfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband