Stikla á stóru um málfar í fjölmiðlum árið 2020

Eitt af því leiðinlegasta sem boðið er upp á í fjölmiðlum um áramót er upprifjun á fréttum ársins. Ekki telst það heldur neinn skemmtilestur að rifja upp ambögur, villur og rugl sem birtar voru hér undir fyrirsögninni „Athugasemdir við málfar í fjölmiðlum“. Má vera að einhverjir kunni að hafa gagn af þó um gamanið megi deila.

Eins og venjan er í þessum pistlum er getið um heimildir með því að gefinn er hlekkur á fréttir sem fjallað er um. Í þetta sinn fylgdi hann ekki með og biðst ég afsökunar á því. Hins vegar er hægur vandinn að sækja samhengið. Aðeins þarf að afrita málsgreinar sem birtar eru og líma í Google og ætti þá fréttin að birtist.

Númerin eru aðeins til hægðarauka, ekki mat á hvort eitthvað sé verra en annað.

Alræmdast á árinu 2020

1. Prófarkalesarar óskast til starfa á Fréttablaðinu.“ frettabladid.is.

2. „Þegar Trump hefur fengið góðar fréttir, hefur honum tekist að stíga á þær.“ visir.is.

3. „Mörg ný andlit fengu að spreyta sig í gærkvöldi.“ Ríkisútvarpið.

4. „Góðhjartaðir borgarar björguðu 15 manna andafjölskyldu.“ dv.is.

5. Kjall­ari húss­ins er á floti …“ mbl.is.

Hrærigrauturinn

1. „Tveir eru tald­ir hafa orðið fyr­ir meiðslum en von­ast er ekki til þess að þau séu ekki al­var­leg“. mbl.is. 

2. „Við hitt­umst oft á kránni. Hann var mjög op­inn og með skemmtn­ari mönn­um.“ mbl.is.

3. „Við erum ekki að horfa framan í Persaflóastríðið.“ visir.is.

4. „Tryggvi: Mjög gott að komast að­eins heim og fylla á af­urðina að heiman.“ visir.is.

5. „Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífið Boris.“ visir.is.

6. „En ég finn einnig fyr­ir mik­ill þörf fyr­ir að koma landinu aft­ur á lappirn­ar, halda áfram eins og við erum fær um og ég er sann­færður um að við kom­umst þangað.“ mbl.is

7. „Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana.“ visir.is.

8. „Andaðu inn í sársaukann, mælti Hafþór, og teldu upp á þrjátíu.“ frettabladid.

9. „Gylfi: Yrðir tek­inn af lífi í klef­an­um.“ mbl.is.

10.„Þegar Trump hefur fengið góðar fréttir, hefur honum tekist að stíga á þær.“ visir.is.

Þoka

1. „Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu.“ logreglan.is.

2. „Kjall­ari húss­ins er á floti …“ mbl.is.

3. „Gular við­varanir á norð­vestur­hluta landsins og varað við akstri á Breiða­firði.“ frettabladid.is.

4. „Sóttu slasaðan skipverja á Landspítalann.“ visir.is.

5. „Donald Trump Bandaríkjaforseti býst við miklum dauða vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum á næstum dögum.“ ruv.is. 

6. „… um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.“ ruv.is. 

7. „Fyllt var á birgðir áður en Baldur var togaður í Stykkishólm …“ ruv.is.

8. „„Ég stend á herðum þeirra,“ sagði hún.“ mbl.is.

9. „Þetta kemur fram í lokaskýrslu réttarmeinafræðings sem krauf lík hans.“ ruv.is.

10.„Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar …“ visir.is.

Mismæli

1. „Í­búar Pun­jab héraðs geta borðið Himala­ya-fjöllin augum í fyrsta sinn í ára­tugi þar sem mengun skyggir ekki lengur á sýn þeirra.“ frettabladid.is

2. „Þá má ekki gleyma því að minnihlutahópar sæktu ofsóknum allt fram á síðasta dag.“ ruv.is.

3. „Hann kljáðist einnig við fjölda annarra heilsu­bresta.“ mbl.is.

4. „Aus fúkyrðum yfir þjálfarann til að komast burt …“ dv.is.

5. „Þetta eru alveg fordómalausar aðstæður …“ Viðmælandi í Ríkisútvarpinu.

6. „Ég vildi ekki þaga lengur, eða loka augunum og eyrunum.“ frettabladid.is

7. „… og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum.“ visir.is.

8. „Góðhjartaðir borgarar björguðu 15 manna andafjölskyldu.“ dv.is.

9. „Einnig þakka ég barnsmóður minni … fyrir að standa að baki mér …“ mbl.is.

10.„Huggum okkur heima“. Ríkisútvarpið auglýsing.

Afrek

1. „Yfirvöld í Sádí-Arabíu hafa afnumið dauðarefsingu fyrir börn.“ visir.is.

2. „Sádi-Arabía af­nemur hýðingar sem refsunar­form.“ visir.is. 

3. „Land snýr í hásuður.“ Morgunblaðið.

4. „Hakkaþon.“ mbl.is.

5. „Dvalarheimilinu var því lokað fyrir öllum líkamlegum samskiptum við umheiminn.“ dv.is.

6. „Hafa sett á ís mörg verkefni.“ visir.is.

7. „Tvö morð fram­in í Árós­um.“ mbl.is.

8. „Aukn­ar lík­ur á eng­um smit­um.“ mbl.is.

9. „… og segir að sagan um að Joe og Jill hafi kynnst á blindu stefnumóti …“ dv.is.

Útlenskan

1. „Fólk er mis-„paranojað“ mbl.is

2. „Húseining getur nú boðið fjölbreytta modular framleiðslu …“ Auglýsing í Morgunblaðinu.

3. „Svona flipp­ar þú eggi létti­lega á pönnu.“ mbl.is.

4. „Eins og áður minnum við á Travel Conditions kortið okkar.“ Ferðamálastofa, upplýsingapóstur.

5. „Punkturinn yfir i-ið er svo eitt lélegasta „plot-twist“ sem ég hef orðið vitni að.“ Morgunblaðið.

6. „Save travel dagurinn er í dag.“ Ríkisútvarpið.

7. „Þarf ég aft­ur að minna þig á að ekk­ert býr til meira klúður en að filtera kjarn­ann í sjálfri þér …“ mbl.is.

8. „Gamli vs. nýi.“ frettabladid.is.

9. „Daginn eftir varð Sinfóníuhljómsveit San Francisco fyrsta hljómsveitin í Bandaríkjunum öllum til að aflýsa lifandi tónleikum …“ Morgunblaðið.

10.„Til þess að koma til móts við samfélagið á þessum COVID tímum erum við hjá Regus að bjóða upp á BACK TO WORK tilboð.“ Fjöltölvupóstur frá regus.is.

11.„Honestly með allri minni samvisku …“ dv.is.

12.„Myndlistarsýningin On Common Ground opnar í dag á Hlöðulofti Korpúlfsstaða …“ frettabladid.is.

13.„Í Hafnarfirði eru bæjarbúar hvattir til þess að skreyta extra snemma til þess að lífga upp á skammdegið …“ mbl.is.

14.„Hópur fólks beið í langri röð til kaupa ferskt og framandi grænmeti og ávexti á pop-up markaði Austurlands food coop á Skúlagötu í gær.“ Fréttablaðið.

15.„Fréttakviss vikunnar.“ visir.is.

16.„Jólakvizz.“ Tölvupóstur frá Olís/Ób.

17.„Þeir þurfa síðan að panta tíma fyr­ir þig í Covid test.“ mbl.is

18.„Að auki ber Björn ábyrgð á tveim­ur gríðar­vin­sæl­um spil­um sem lands­menn hafa sleg­ist um en þetta eru að sjálf­sögðu Pöbbk­viss og Krakka­k­viss“ mbl.is.

19.„Go crazy, fimmtudags-mánudags.“Morgunblaðið auglýsing.

20.„Leave no one behind.“, Auglýsing Öryrkjabandalagsins.

Langlokan

1. „Skot­svæðin og pallarnir verða af­markaðir með keilum og borðum, en ásamt þeim mun sér­stakt gæslu­fólk sjá um að halda skot­glöðum ein­stak­lingum réttu megin við línuna þegar þeir skjóta upp og með því reyna að koma í veg fyrir að fólk fagni áramótunum á Bráða­mót­tökunni.“ Fréttablaðið.

2. Akstur undir áhrifum áfengis eða fíkninefna var fyrirferðamikill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring, margsinnis var ökumaður ekki með ökuskirsteini eða gild ökuskirteini. frettabladid.is

3. „Rétt­inda­laus bæklun­ar­sk­urðlækn­ir frá Kasakst­an, sem starfaði í ell­efu ár við Sørlandet-sjúkra­húsið í Flekkefjord og síðar Kristiansand í Noregi, og sæt­ir rann­sókn vegna tuga alvar­legra mistaka, sem sum hver leiddu til and­láts alls þriggja sjúklinga hans, hef­ur sagt starfi sínu lausu, en hon­um var gert að sæta leyfi eft­ir að handvömm hans komst í há­mæli snemma á ár­inu, en þar var meðal ann­ars um að ræða aðgerð sem lækn­ir­inn hefði aldrei átt að fá að fram­kvæma einn síns liðs á úlnlið Mar­grét­ar Annie Guðbergs­dótt­ur sem sagði mbl.is frá máli sínu í febrúar.“ mbl.is.

4. „Þegar rætt er um efnahagsaðgerðir vegna veirunnar verður þó hér eftir að horfa til þess að það ástand sem nú ríkir verður að líkindum viðvarandi um nokkra hríð, eflaust fram á næsta ár og mögulega lengur.“ Morgunblaðið.

5. „Raunsæi verður að ráða för og ljóst er að á liðnum árum hefur, þrátt fyrir Dyflinnarreglugerð og vegna þeirra lausataka sem „fjölmiðlanálgunin“ hefur haft í för með sér, gríðarlegur fjöldi fólks komið hingað til lands á þeirri forsendu að það sé á flótta undan slæmum aðstæðum af einhverju tagi.“ Morgunblaðið.

6. „Ef ykk­ur þótti Ev­erest-fjall ekki nægi­lega hátt fyr­ir þá hafa stjórn­völd í Kína og Nepal loks­ins kom­ist að sam­komu­lagi um ná­kvæma hæð fjallins, eft­ir ára­lang­ar deil­ur, enda ligg­ur fjallið á landa­mær­um ríkj­anna.“ mbl.is.

Stórfréttir

1. „Ekkert fréttnæmt gerðist á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og má því búast við að þar hafi allt verið með kyrrum kjörum í nótt.“ dv.is.

2. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir.“ visir.is.

3. „Af­skipti höfð af konu sem var að stela úr verslun í mið­bænum, málið leyst með vettvangs­formi“. frettabladid.is.

4. „Þrjú ný innanlandssmit og sex við landamærin.“ frettabladid.is.

5. „Slösuð stúlka hjá Þingvallarvatni.“ visir.is.

6. „Látnir blása í áfengismæli á fjöllum.“ visir.is.

7. „Loksins í bílstjórasætinu í eigin líkama.“ visir.is.

8. „Þar voru afskipti höfð af manni á reiðhjóli með stórt hátalarabox.“ visir.is.

9. „Stunga í kvið með hnífi er ávallt lífsógnandi.“ Fréttablaðið.

10.„Ruth hafði þjónað sem dómari við réttinn í 27 ár …“ Fréttablaðið.

11.„Mörg ný andlit fengu að spreyta sig í gærkvöldi.“ Ríkisútvarpið.

12. „Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sinnti bæði eigna­spjöll­um og þjófnuðum á nokkr­um stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu snemma í gær­kvöldi.“ mbl.is.

13.„Ég er minnsti ras­ist­inn í þessu herbergi.“ mbl.is.

14.„Rakel og Auðunn Blön­dal eiga von á barni nr. 2.“ mbl.is.

15.„Sig­ur­veig hef­ur ekki setið auðum hönd­um þegar að barneign­um kem­ur.“ Fréttablaðið.

Sigurvegarar

1. „Kylfingurinn Bryson DeChambeau sigraði Opna bandaríska meistaramótið í golfi í gærkvöld.“ ruv.is. 

2. „Leikmenn Liverpool lyftu enska meistaratitlinum eftir 30 ára bið í gærkvöld …“ ruv.is.

3. „Liðið hefur þrisvar lyft meistaratitlinum.“ Ríkisútvarpið.

4. „Strax á kosninganótt varð ljóst að Trump hafði sigrað væntingar …“ dv.is.

5. „Enn er óljóst hver sigrar kapphlaupið að Hvíta húsinu …“ visir.is.

6. „Hollywood-stjarnan Will Ferrell sá um að tilkynna hvaða lag sigraði kosninguna.“ ruv.is

7. Þegar fjallagarp­ur­inn Ed­mund Hillary sigraði topp­inn með sjerp­an­um Tenz­ing Norgay í maí ári 1953 … mbl.is.

8. „Hvenær sigra Bandaríkjamenn innrásina í Írak og Afganistan?“ frettabladid.is.

Vefst tunga um höfuð

1. „Kostaði augun úr í sumar en má nú fara.“ dv.is. 

2. „Prófarkalesarar óskast til starfa á Fréttablaðinu.“ frettabladid.is

3. „Stólarnir með montréttinn fyrir norðan.“ Morgunblaðið.

5. „Flakkar heimshorna á milli til þess að elta drauminn.“ frettabladid.is.

6. „Svalalokun er á svölum.“ visir.is. 

7. „Að því er kemur fram í tilkynningunni varð til­kynnandi fyrst var við stífluna í fyrra­dag en dregið hafi úr al­var­leika ástandsins í árinni í gær.“ frettabladid.is. 

8. „Rútan valt og endaði á þakinu.“ ruv.is.

9.„Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ visir.is.

10.„Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur og útvarpsmaður, kom nýverið heim frá hááhættusvæði og þurfti því að fara í sóttkví.“ dv.is.

11.„Íslensk­um mál­efn­um á Spotify stýr­ir starfsmaður í Svíþjóð, sem kvað vera óíslenskumæl­andi.“ mbl.is.

12.„… býr og starfar í Ósló og keyrir farsælan feril.“ Morgunblaðið.

13.„Í öll skiptin var hjúkrunarheimilið talið mæta stöðlum.“ ruv.is.

15.„Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að hætta geti verið til staðar á merktum gönguleiðum, vegum sem og við aðra staði í fjalllendi.“ visir.is.

16.Það lagðist maður við mann hérna í Bolungar­vík og einn vél­virki hérna á áttræðisaldri, kunn­áttu­maður með mikla reynslu, hjálpaði við að koma bátnum í stand. frettabladid.is.

17.„Þessi lög­sókn snýst um að standa upp fyr­ir sjálfa mig og skil­greina virði mitt.“ mbl.is.

18.„Sylvía keypti eitt fal­leg­asta heimili Seltjarn­ar­ness.“mbl.is.

19.„Starfsfólk borðað og drukkið fyrir hundruð þúsunda á Kjarval.“ Fréttablaðið.

20.„Enginn annar í teyminu en Víðir þurfti að fara í sóttkví, því Víðir brást fljótt við og afkvíaði sig.“ ruv.is.

21.„Þess í stað hefðu lögfræðingar framboðsins sett fram „útteygð lagarök sem ekki stæðust skoðun og ásakanir byggðar á ágiskunum“.“ Morgunblaðið.

22.„Verkefnið, sem ber heitið ODEUROPA, felst í að kanna, lýsa og endurskapa hvern þann keim sem Evrópubúar fyrri alda kunna að hafa þefað uppi.“ Morgunblaðið.

23.„Vincent Tan er fæddur árið 1952 og hlaut ekki silfurskeið í munni í heimanmund.“ Morgunblaðið.

24.„Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann.“ visir.is.

25.„Það hefur sem betur fer ekki orðið banaslys enn þá hér á landi eins og erlendis af þeirri ástæðu að skinnari hefur fengið spilvírinn sem troðarinn hangir í sig og banað viðkomandi.“ skidasvaedi.is.

26.„Eriksen getur farið með höfuðið hátt.“ dv.is.

Sitjandinn

1. „Þar kemur fram að sitjandi borð­hald verði á árs­há­tíðinni …“ frettabladid.is.

2. „… Guðni Th. Jóhannes­son, sitjandi for­seti …“ frettabladid.is.

3. „Sitj­andi ávallt náð end­ur­kjöri.“ mbl.is.

4. „Hefur sitjandi forseti aldrei staðið jafn illa á sambærilegum tímapunkti en tölur um slíkt eru til frá 1968.“ dv.is.

5. „Það er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna að sitjandi forseti í kosningabaráttu veikist svo skömmu fyrir kosningar.“ Morgunblaðið.

6. „Sitjandi dómarar við Hæstarétt hafa gríðarmikla dómarareynslu.“ Fréttablaðið.

7. „Þetta er léttvæg gagnrýni frá sitjandi forseta …“ dv.is.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband