Stikla á stóru um málfar í fjölmiðlum árið 2020
31.12.2020 | 14:33
Eitt af því leiðinlegasta sem boðið er upp á í fjölmiðlum um áramót er upprifjun á fréttum ársins. Ekki telst það heldur neinn skemmtilestur að rifja upp ambögur, villur og rugl sem birtar voru hér undir fyrirsögninni Athugasemdir við málfar í fjölmiðlum. Má vera að einhverjir kunni að hafa gagn af þó um gamanið megi deila.
Eins og venjan er í þessum pistlum er getið um heimildir með því að gefinn er hlekkur á fréttir sem fjallað er um. Í þetta sinn fylgdi hann ekki með og biðst ég afsökunar á því. Hins vegar er hægur vandinn að sækja samhengið. Aðeins þarf að afrita málsgreinar sem birtar eru og líma í Google og ætti þá fréttin að birtist.
Númerin eru aðeins til hægðarauka, ekki mat á hvort eitthvað sé verra en annað.
Alræmdast á árinu 2020
1. Prófarkalesarar óskast til starfa á Fréttablaðinu. frettabladid.is.
2. Þegar Trump hefur fengið góðar fréttir, hefur honum tekist að stíga á þær. visir.is.
3. Mörg ný andlit fengu að spreyta sig í gærkvöldi. Ríkisútvarpið.
4. Góðhjartaðir borgarar björguðu 15 manna andafjölskyldu. dv.is.
5. Kjallari hússins er á floti mbl.is.
Hrærigrauturinn
1. Tveir eru taldir hafa orðið fyrir meiðslum en vonast er ekki til þess að þau séu ekki alvarleg. mbl.is.
2. Við hittumst oft á kránni. Hann var mjög opinn og með skemmtnari mönnum. mbl.is.
3. Við erum ekki að horfa framan í Persaflóastríðið. visir.is.
4. Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman. visir.is.
5. Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífið Boris. visir.is.
6. En ég finn einnig fyrir mikill þörf fyrir að koma landinu aftur á lappirnar, halda áfram eins og við erum fær um og ég er sannfærður um að við komumst þangað. mbl.is
7. Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana. visir.is.
8. Andaðu inn í sársaukann, mælti Hafþór, og teldu upp á þrjátíu. frettabladid.
9. Gylfi: Yrðir tekinn af lífi í klefanum. mbl.is.
10.Þegar Trump hefur fengið góðar fréttir, hefur honum tekist að stíga á þær. visir.is.
Þoka
1. Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. logreglan.is.
2. Kjallari hússins er á floti mbl.is.
3. Gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins og varað við akstri á Breiðafirði. frettabladid.is.
4. Sóttu slasaðan skipverja á Landspítalann. visir.is.
5. Donald Trump Bandaríkjaforseti býst við miklum dauða vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum á næstum dögum. ruv.is.
6. um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir. ruv.is.
7. Fyllt var á birgðir áður en Baldur var togaður í Stykkishólm ruv.is.
8. Ég stend á herðum þeirra, sagði hún. mbl.is.
9. Þetta kemur fram í lokaskýrslu réttarmeinafræðings sem krauf lík hans. ruv.is.
10.Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar visir.is.
Mismæli
1. Íbúar Punjab héraðs geta borðið Himalaya-fjöllin augum í fyrsta sinn í áratugi þar sem mengun skyggir ekki lengur á sýn þeirra. frettabladid.is
2. Þá má ekki gleyma því að minnihlutahópar sæktu ofsóknum allt fram á síðasta dag. ruv.is.
3. Hann kljáðist einnig við fjölda annarra heilsubresta. mbl.is.
4. Aus fúkyrðum yfir þjálfarann til að komast burt dv.is.
5. Þetta eru alveg fordómalausar aðstæður Viðmælandi í Ríkisútvarpinu.
6. Ég vildi ekki þaga lengur, eða loka augunum og eyrunum. frettabladid.is
7. og að útlit sé fyrir að margir séu byrjaðir að deyja á heimilum sínum. visir.is.
8. Góðhjartaðir borgarar björguðu 15 manna andafjölskyldu. dv.is.
9. Einnig þakka ég barnsmóður minni
fyrir að standa að baki mér
mbl.is.
10.Huggum okkur heima. Ríkisútvarpið auglýsing.
Afrek
1. Yfirvöld í Sádí-Arabíu hafa afnumið dauðarefsingu fyrir börn. visir.is.
2. Sádi-Arabía afnemur hýðingar sem refsunarform. visir.is.
3. Land snýr í hásuður. Morgunblaðið.
4. Hakkaþon. mbl.is.
5. Dvalarheimilinu var því lokað fyrir öllum líkamlegum samskiptum við umheiminn. dv.is.
6. Hafa sett á ís mörg verkefni. visir.is.
7. Tvö morð framin í Árósum. mbl.is.
8. Auknar líkur á engum smitum. mbl.is.
9. og segir að sagan um að Joe og Jill hafi kynnst á blindu stefnumóti dv.is.
Útlenskan
1. Fólk er mis-paranojað mbl.is
2. Húseining getur nú boðið fjölbreytta modular framleiðslu Auglýsing í Morgunblaðinu.
3. Svona flippar þú eggi léttilega á pönnu. mbl.is.
4. Eins og áður minnum við á Travel Conditions kortið okkar. Ferðamálastofa, upplýsingapóstur.
5. Punkturinn yfir i-ið er svo eitt lélegasta plot-twist sem ég hef orðið vitni að. Morgunblaðið.
6. Save travel dagurinn er í dag. Ríkisútvarpið.
7. Þarf ég aftur að minna þig á að ekkert býr til meira klúður en að filtera kjarnann í sjálfri þér mbl.is.
8. Gamli vs. nýi. frettabladid.is.
9. Daginn eftir varð Sinfóníuhljómsveit San Francisco fyrsta hljómsveitin í Bandaríkjunum öllum til að aflýsa lifandi tónleikum
Morgunblaðið.
10.Til þess að koma til móts við samfélagið á þessum COVID tímum erum við hjá Regus að bjóða upp á BACK TO WORK tilboð. Fjöltölvupóstur frá regus.is.
11.Honestly með allri minni samvisku
dv.is.
12.Myndlistarsýningin On Common Ground opnar í dag á Hlöðulofti Korpúlfsstaða
frettabladid.is.
13.Í Hafnarfirði eru bæjarbúar hvattir til þess að skreyta extra snemma til þess að lífga upp á skammdegið mbl.is.
14.Hópur fólks beið í langri röð til kaupa ferskt og framandi grænmeti og ávexti á pop-up markaði Austurlands food coop á Skúlagötu í gær. Fréttablaðið.
15.Fréttakviss vikunnar. visir.is.
16.Jólakvizz. Tölvupóstur frá Olís/Ób.
17.Þeir þurfa síðan að panta tíma fyrir þig í Covid test. mbl.is
18.Að auki ber Björn ábyrgð á tveimur gríðarvinsælum spilum sem landsmenn hafa slegist um en þetta eru að sjálfsögðu Pöbbkviss og Krakkakviss mbl.is.
19.Go crazy, fimmtudags-mánudags.Morgunblaðið auglýsing.
20.Leave no one behind., Auglýsing Öryrkjabandalagsins.
Langlokan
1. Skotsvæðin og pallarnir verða afmarkaðir með keilum og borðum, en ásamt þeim mun sérstakt gæslufólk sjá um að halda skotglöðum einstaklingum réttu megin við línuna þegar þeir skjóta upp og með því reyna að koma í veg fyrir að fólk fagni áramótunum á Bráðamóttökunni. Fréttablaðið.
2. Akstur undir áhrifum áfengis eða fíkninefna var fyrirferðamikill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring, margsinnis var ökumaður ekki með ökuskirsteini eða gild ökuskirteini. frettabladid.is
3. Réttindalaus bæklunarskurðlæknir frá Kasakstan, sem starfaði í ellefu ár við Sørlandet-sjúkrahúsið í Flekkefjord og síðar Kristiansand í Noregi, og sætir rannsókn vegna tuga alvarlegra mistaka, sem sum hver leiddu til andláts alls þriggja sjúklinga hans, hefur sagt starfi sínu lausu, en honum var gert að sæta leyfi eftir að handvömm hans komst í hámæli snemma á árinu, en þar var meðal annars um að ræða aðgerð sem læknirinn hefði aldrei átt að fá að framkvæma einn síns liðs á úlnlið Margrétar Annie Guðbergsdóttur sem sagði mbl.is frá máli sínu í febrúar. mbl.is.
4. Þegar rætt er um efnahagsaðgerðir vegna veirunnar verður þó hér eftir að horfa til þess að það ástand sem nú ríkir verður að líkindum viðvarandi um nokkra hríð, eflaust fram á næsta ár og mögulega lengur. Morgunblaðið.
5. Raunsæi verður að ráða för og ljóst er að á liðnum árum hefur, þrátt fyrir Dyflinnarreglugerð og vegna þeirra lausataka sem fjölmiðlanálgunin hefur haft í för með sér, gríðarlegur fjöldi fólks komið hingað til lands á þeirri forsendu að það sé á flótta undan slæmum aðstæðum af einhverju tagi. Morgunblaðið.
6. Ef ykkur þótti Everest-fjall ekki nægilega hátt fyrir þá hafa stjórnvöld í Kína og Nepal loksins komist að samkomulagi um nákvæma hæð fjallins, eftir áralangar deilur, enda liggur fjallið á landamærum ríkjanna. mbl.is.
Stórfréttir
1. Ekkert fréttnæmt gerðist á lögreglustöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og má því búast við að þar hafi allt verið með kyrrum kjörum í nótt. dv.is.
2. Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. visir.is.
3. Afskipti höfð af konu sem var að stela úr verslun í miðbænum, málið leyst með vettvangsformi. frettabladid.is.
4. Þrjú ný innanlandssmit og sex við landamærin. frettabladid.is.
5. Slösuð stúlka hjá Þingvallarvatni. visir.is.
6. Látnir blása í áfengismæli á fjöllum. visir.is.
7. Loksins í bílstjórasætinu í eigin líkama. visir.is.
8. Þar voru afskipti höfð af manni á reiðhjóli með stórt hátalarabox. visir.is.
9. Stunga í kvið með hnífi er ávallt lífsógnandi. Fréttablaðið.
10.Ruth hafði þjónað sem dómari við réttinn í 27 ár Fréttablaðið.
11.Mörg ný andlit fengu að spreyta sig í gærkvöldi. Ríkisútvarpið.
12. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti bæði eignaspjöllum og þjófnuðum á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu snemma í gærkvöldi. mbl.is.
13.Ég er minnsti rasistinn í þessu herbergi. mbl.is.
14.Rakel og Auðunn Blöndal eiga von á barni nr. 2. mbl.is.
15.Sigurveig hefur ekki setið auðum höndum þegar að barneignum kemur. Fréttablaðið.
Sigurvegarar
1. Kylfingurinn Bryson DeChambeau sigraði Opna bandaríska meistaramótið í golfi í gærkvöld. ruv.is.
2. Leikmenn Liverpool lyftu enska meistaratitlinum eftir 30 ára bið í gærkvöld ruv.is.
3. Liðið hefur þrisvar lyft meistaratitlinum. Ríkisútvarpið.
4. Strax á kosninganótt varð ljóst að Trump hafði sigrað væntingar dv.is.
5. Enn er óljóst hver sigrar kapphlaupið að Hvíta húsinu visir.is.
6. Hollywood-stjarnan Will Ferrell sá um að tilkynna hvaða lag sigraði kosninguna. ruv.is
7. Þegar fjallagarpurinn Edmund Hillary sigraði toppinn með sjerpanum Tenzing Norgay í maí ári 1953 mbl.is.
8. Hvenær sigra Bandaríkjamenn innrásina í Írak og Afganistan? frettabladid.is.
Vefst tunga um höfuð
1. Kostaði augun úr í sumar en má nú fara. dv.is.
2. Prófarkalesarar óskast til starfa á Fréttablaðinu. frettabladid.is
3. Stólarnir með montréttinn fyrir norðan. Morgunblaðið.
5. Flakkar heimshorna á milli til þess að elta drauminn. frettabladid.is.
6. Svalalokun er á svölum. visir.is.
7. Að því er kemur fram í tilkynningunni varð tilkynnandi fyrst var við stífluna í fyrradag en dregið hafi úr alvarleika ástandsins í árinni í gær. frettabladid.is.
8. Rútan valt og endaði á þakinu. ruv.is.
9.Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá. visir.is.
10.Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur og útvarpsmaður, kom nýverið heim frá hááhættusvæði og þurfti því að fara í sóttkví. dv.is.
11.Íslenskum málefnum á Spotify stýrir starfsmaður í Svíþjóð, sem kvað vera óíslenskumælandi. mbl.is.
12. býr og starfar í Ósló og keyrir farsælan feril. Morgunblaðið.
13.Í öll skiptin var hjúkrunarheimilið talið mæta stöðlum. ruv.is.
15.Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að hætta geti verið til staðar á merktum gönguleiðum, vegum sem og við aðra staði í fjalllendi. visir.is.
16.Það lagðist maður við mann hérna í Bolungarvík og einn vélvirki hérna á áttræðisaldri, kunnáttumaður með mikla reynslu, hjálpaði við að koma bátnum í stand. frettabladid.is.
17.Þessi lögsókn snýst um að standa upp fyrir sjálfa mig og skilgreina virði mitt. mbl.is.
18.Sylvía keypti eitt fallegasta heimili Seltjarnarness.mbl.is.
19.Starfsfólk borðað og drukkið fyrir hundruð þúsunda á Kjarval. Fréttablaðið.
20.Enginn annar í teyminu en Víðir þurfti að fara í sóttkví, því Víðir brást fljótt við og afkvíaði sig. ruv.is.
21.Þess í stað hefðu lögfræðingar framboðsins sett fram útteygð lagarök sem ekki stæðust skoðun og ásakanir byggðar á ágiskunum. Morgunblaðið.
22.Verkefnið, sem ber heitið ODEUROPA, felst í að kanna, lýsa og endurskapa hvern þann keim sem Evrópubúar fyrri alda kunna að hafa þefað uppi. Morgunblaðið.
23.Vincent Tan er fæddur árið 1952 og hlaut ekki silfurskeið í munni í heimanmund. Morgunblaðið.
24.Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann. visir.is.
25.Það hefur sem betur fer ekki orðið banaslys enn þá hér á landi eins og erlendis af þeirri ástæðu að skinnari hefur fengið spilvírinn sem troðarinn hangir í sig og banað viðkomandi. skidasvaedi.is.
26.Eriksen getur farið með höfuðið hátt. dv.is.
Sitjandinn
1. Þar kemur fram að sitjandi borðhald verði á árshátíðinni frettabladid.is.
2. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti frettabladid.is.
3. Sitjandi ávallt náð endurkjöri. mbl.is.
4. Hefur sitjandi forseti aldrei staðið jafn illa á sambærilegum tímapunkti en tölur um slíkt eru til frá 1968. dv.is.
5. Það er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna að sitjandi forseti í kosningabaráttu veikist svo skömmu fyrir kosningar. Morgunblaðið.
6. Sitjandi dómarar við Hæstarétt hafa gríðarmikla dómarareynslu. Fréttablaðið.
7. Þetta er léttvæg gagnrýni frá sitjandi forseta dv.is.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.