Forseti Perús, minningar sem eiga sér stađ og sitjandi dómarar
18.11.2020 | 15:19
Orđlof
Tímapunktur
Ef hringt hafđi veriđ á einhverjum tímapunkti um kvöldiđ er líklegast ađ hringt hafi veriđ einhvern tíma um kvöldiđ. Hringingin hefur vissulega hafist á ákveđnu andartaki og hćgt er ađ sjá ţann tímapunkt nákvćmlega í símkerfinu. Ađ öđru leyti er hann óţarfur og jafnvel hálf-asnalegur.
Máliđ, blađsíđu 23 í Morgunblađinu 17.11.20.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
ađ hún hafi fengiđ hita, hausverk og verki á líkamanum eftir fyrsta skammtinn af bóluefninu.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Eftir ađ hafa nefnt hita, hausverk og verki er ofaukiđ ađ heimfćra ţetta upp á líkamann. Verkir eru ekki verkir nema ţeir séu líkamlegir, ţađ vita allir (látum hér vera sálrćna verki).
Raunar talar enginn um verki á líkamanum.
Tillaga: ađ hún hafi fengiđ hita, hausverk og ađra verki eftir fyrsta skammtinn af bóluefninu.
2.
Forseti Perús, Manuel Merino, sagđi af sér í dag
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Sum landaheiti eru eins í öllum föllum. Hjákátlegt er ađ hafa Perú međ essi í eignarfalli. Enginn fer til Kuala Lumpurs eđa Síles.
Tillaga: Forseti Perú Manuel Merino sagđi af sér í dag
3.
Prinsinn hefur áđur lýst ţví yfir ađ hans bestu minningar af stangveiđi hafi átt sér stađ í Hofsá.
Frétt á frettabladid.is.
Athugasemd: Allt virđist eiga sér stađ. Ofnotkun á ţessu orđalagi er mikil. Ţetta kom út úr hrađgúggli:
- Samtal sem verđur ađ eiga sér stađ innan íţróttafélaganna.
- Góđ ţróun ađ eiga sér stađ í samsetningu nýskráđra bíla
- Undarlegir atburđir ađ eiga sér stađ í Tónlistarskóla Sandgerđis.
- Heimsk hönnunarmistök sem áttu ekki ađ eiga sér stađ
- Loftslagsbreytingar eiga sér stađ
- Ótrúleg endurbót er ađ eiga sér stađ.
- fjöldauppsagnir munu ekki eiga sér stađ aftur.
- Telja samsćri eiga sér stađ í Ţýskalandi.
- Kulnun ţarf ekki ađ eiga sér stađ.
- Viđskipti sem eiga sér stađ augliti til auglitis.
Og svona heldur ţetta áfram í tuga-, hundrađa- ef ekki ţúsundavís. Í öllum ţessum tilvikum er hćgt ađ nota sagnorđ eins og ađ gerast, verđa, vera og svo framvegis.
Ađ sjálfsögđu kann ađ vera ţörf á ţví ađ nota orđalagiđ ađ eiga sér stađ en öllu má nú ofgera.
Í talmáli segjum viđ bestu minningar hans, en blađamenn skrifa margir hverjir hans bestu minningar. Ţetta er ekki er rangt, né heldur ađ segja mínar bestu minningar eru af fjöllum, kemur á sama stađ niđur og segja ađ bestu minningar mínar eru af fjöllum. Ţó er á ţessu nokkur munur. Furđu vekur ađ sumir kjósi ađ breyta einföldu talmáli í stirt ritmál.
Tillaga: Prinsinn hefur áđur sagt ađ hann eigi bestu minningar sínar frá stangveiđi viđ Hofsá.
4.
Verkefniđ, sem ber heitiđ ODEUROPA, felst í ađ kanna, lýsa og endurskapa hvern ţann keim sem Evrópubúar fyrri alda kunna ađ hafa ţefađ uppi.
Frétt á blađsíđu 11 í Morgunblađinu 19.11.20.
Athugasemd: Orđalagiđ ađ ţefa uppi merkir ađ finna einhvern eđa eitthvađ međ ţví ađ ganga á lyktina. Merkingin er ekki sú sem frá segir í tilvitnuninni, heldur ađ fólk á fyrri öldum hafi međ ákveđna lykt í umhverfi sínu sem ćtlunin er ađ greina.
Á vef Odeurpa segir frá ţessu verkefni. Í fljótu bragđi er ekki hćgt ađ sjá ađ ţađ gangi út á ađ endurskapa lykt. Á vefnum segir:
Amongst the questions the Odeuropa project will focus on are: what are the key scents, fragrant spaces, and olfactory practices that have shaped our cultures? How can we extract sensory data from large-scale digital text and image collections? How can we represent smell in all its facets in a database? How should we safeguard our olfactory heritage? And why should we?
Ţetta útleggst á ţá leiđ ađ ćtlunin er ađ segja frá ţeim ilmi eđa lykt sem var algeng, hvernig lykt var í hýbýlum fólks, lykt af ţví sem var skemmt og hvernig ţetta hefur mótađ menninguna. Ćtlunin er ađ setja ţessar upplýsingar í gagnabanka og ţá er ţađ vandamáliđ hvernig merkja eigi einstaka lykt. Og talađ er um lyktararf. Ţetta er allt mjög háfleygt en ábyggilega mjög gagnlegt.
Tillaga: Engin tillaga.
5.
Aukin tíđni heilabilunar hjá knattspyrnufólki er rakin til ţess ađ boltinn er skallađur og ţá eru höfuđhögg í leiknum sögđ spila stórt hlutverk.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Ekki bara fólk spilar hlutverk heldur líka dauđir hlutir. Blađamađurinn hefđi hćglega getađ orđađ ţetta á annan veg, til dćmi ađ höfuđhögg valdi skađa, ţau geti haft slćmar afleiđingar og svo framvegis.
Međ gúggli má finna ótrúlega margar máttlausar setningar međ ţessu orđalagi. Engu líkar en ađ blađamenn og ađrir skrifarar kunni ekki annađ:
- Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk
- Ísland getur spilađ stórt hlutverk
- Fallegir fylgihlutir spila stórt hlutverk
- Kína spilar stórt hlutverk
- Gen spila stórt hlutverk í ófrjósemi
- Frystikista spilar stórt hlutverk
- Ríkiđ spilar stórt hlutverk sem lánveitandi
- Sinfónísk tónlist spilar stórt hlutverk í teiknimynd
- Vegglistaverk spilar stór hlutverk í garđi
- Galdrar spila stórt hlutverk í lífi fólks
Held ađ hér sé nóg komiđ, ekki bara hér heldur er ţessi frasi orđinn heldur merkingarlaus og um leiđ ćriđ máttlaus. Og loks má spyrja í ljós ţess sem segir í liđ númer tvö: Jólin eiga sér stađ í lok desember og spila stórt hlutverk í lífi fólks. Ţvílík della.
Tillaga: Engin tillaga.
6.
Sitjandi dómarar viđ Hćstarétt hafa gríđarmikla dómarareynslu.
Leiđari Fréttablađsins á blađsíđu 14, 18.11.20.
Athugasemd: Hvađ merkir sitjandi dómari í Hćstarétti? Getur veriđ ađ leiđarahöfundur telji ađ ekki dugi ađ vera dómari heldur ţurfi ađ bćta ţví viđ ađ hann sé sitjandi?
Nei, ţetta er mikill misskilningur. Annađ hvort er mađurinn dómari eđa ekki, skiptir engu hvort hann sitji, standi, gangi eđa hlaupi. Eftir atvikum má orđa ţađ ţannig ađ hann sé starfandi dómari ţegar hann er ekki í fríi eđa veikur.
Orđiđ sitjandi bćtir engu viđ, er bara enskt bull sem á ekki heima í íslensku.
Vera má ađ sitjandi ritstjóri Fréttablađsins haldi ađ sitjandi leiđaraskrifari sé eitthvađ skárri en sitjandi blađamađur útgáfunnar. Ţađ er hins vegar mikill misskilningur rétt eins og ađ kalla maka einhvers sitjandi maka vegna ţess ađ skilnađur er yfirvofandi.
Tillaga: Dómarar viđ Hćstarétt hafa gríđarmikla dómarareynslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Athugasemdir
Sćll Sigurđur og takk fyrir ţarfa og góđa pistla um íslenskt mál.
Ég velti fyrir mér hvort ekki örli á nástöđu og nafnorđastíl hjá ţér í ţessari tillögu?
"Dómarar viđ Hćstarétt hafa gríđarmikla dómarareynslu"
Myndir ţú međ sama hćtti segja:
"Leikmenn fótboltalandsliđsins hafa gríđarmikla fótboltareynslu"
Til ađ vera trúr sagnorđastíl íslenskunnar vćri ţví ekki betra ađ segja einfaldlega:
"Dómarar viđ Hćstarétt eru mjög (eđa gríđarlega) reyndir"
Gylfi Ţór Orrason (IP-tala skráđ) 19.11.2020 kl. 15:14
Sćll Gylfi. Jú, ţetta er hárrétt hjá ţér, yfirsjón hjá mér. Ég hef lengi nöldrađ um nástöđuna og ţví hermist upp á mig sem Hallgrímur Pétursson orti:
Ţetta sem helst nú varast vann
varđ ţó ađ koma yfir hann.
Svona gerast nú hlutirnir ţrátt fyrir góđan vilja. Verstur andskotinn ađ eiga sér enga afsökun.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 19.11.2020 kl. 15:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.