Öryggið sem áður var óöryggi

UnknownFyrir nokkrum misserum bárust fréttir frá Frakklandi að konur í yfirklæðnaði þóttu ógna öryggi þarlendra. Föt sem hylja allt nema augun kalla útlenskur „búrku“ og sumir „níköb“ og til eru fleiri orð sem lýsa tískunni sem þraukað hefur í dálaglegan tíma, jafnvel frá því að spámaðurinn Múhameð var uppi.

Sem sagt, franskir áttu við mikið öryggisleysi að stríða af því að konur sáust ekki inni í fötunum og helst var því borið við að í þeim gætu verið fúlskaggjaðir karlar með alvæpni eða fullhlaðin sprengjuhöldur. Allir vita að öryggisleysi er smitandi og fyrr en varði leið Dönum afar illa, líka Bretum, Spánverjum og öðrum þjóðum.

imagesSko, andlitið er aðalatriði. Myndavélar á Oxford götu í Lundúnum eða á Ódáinsvöllum í Parísu geta greint alla vegfarendur á örskotshraða, þjóðerni, kennitölu, fjölskyldubönd og skónúmer. Hef þetta frá áreiðanlegum heimildum úr bíómynd.

Svo fréttist í byrjun árs að meinleg flensa uppgötvaðist í Kínaveldi þó þarlendir vildu fyrst sem minnst úr henni gera. Engu að síður barst hún með ógnarhraða um heimsbyggðina og þá hafði uppgötvast að hún var ekkert venjuleg flensa heldur kóvítis andskoti sem getur verið banvænn. Á hraðferð hennar komust skýrir menn að þeirri niðurstöðu að úðasmit frá munni og nefi geti borist nokkuð langt í lofti.

5e86e60a90630-funny-coronavirus-masks-protection-2-5e8482f6dfcd1__700Þegar einhver hóstar eða hnerrar er voðinn vís. Sagt er að fyrir fimm hundruð árum þegar svarti dauði reið um íslensk héruð að sá sem hnerraði væri sýktur. „Guð hjálpi þér,“ var þá sagt af djúpri vorkun. Þetta hefur síðan verið sagt allt fram á þennan dag. Hefðu forfeðurnir vitað að smit gæti borist með hnerra eða hósta hefðu þeir talið mikilvægara að biðja guð um að hjálpa sjálfum sér fremur en hnerraranum.

5e86e60d2ca21-5e84509052e73_6rhzuz3_700.jpgNú, nú. Með því að hylja nef og munn með grímum fullyrða hinir vísu að takmarka mætti kóvítissmitið. Líklega margfalt.

Það hefir líka frést að víða um heimsbyggðina sé skylt að ganga með grímur sem hylja munn og nef. 

Og þannig hefur nú heimskringlan snúist að almúginn arkar í erindum sínum hulinn grímu, er nær andlitslaus rétt eins og íslamska konan í búrkunni. Enginn nefnir lengur búrkuógnina vegna þess að því minna sem sést í andlit fólks því öruggari er lýðurinn sagður vera.

images-1Eins gott að fylgjast vel með vendingum í öryggismálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband