Ríkjandi meistarar, mikiđ djö... og fordómalausar ađstćđur

Orđlof

Fullnćgja af eignum

Oft er sagt ađ saman fari skýr framsetning og skýr hugsun. – Vitaskuld er nauđsynlegt ađ vanda alla texta en ţađ á ţó ekki síst viđ um lagamál. Í hrađa nútímans finnst mér nokkur misbrestur á ţessu og gćtir ţess nokkuđ í lögum, álitsgerđum og dómsorđum, svo ađ nokkuđ sé nefnt. Ég vék ađ ţessu í 227. pistli og nú langar mig til ađ tefla fram tveimur dćmum lesendum til umhugsunar:

Hérađsdómur segir ađ međ ţví ađ selja inneignina fyrir óhćfilega lágt verđ hafi M. ... skert rétt lánardrottna sinna til ađ öđlast fullnćgju af eignum sínum [ţ.e. hans] (Mbl 4.10. 18, 11); 

var hann ákćrđur fyrir ađ ađ hafa … stofnađ til nýrra skulda … og hafa međ ţví skert rétt annarra lánardrottna sinna en Afls sparisjóđs til ađ öđlast fullnćgju af eignum hans (Mbl 4.10.18, 11).

Ţetta finnst mér afar torskiliđ. Hvar merkir ađ öđlast fullnćgju af eignum sínum eđa annarra? 

Ekki bćtir úr skák ađ notkun afturbeygđa fornafnsins virđist mér hér nokkuđ einkennileg, stangast reyndar á í dćmunum tveimur. 

Sumir kynnu ađ halda ţví fram ađ ţađ sem tekist er á um fyrir dómstólnum í ţessu tilviki sé sérstakt og ţví lítt áhugavert fyrir gamlan málfrćđing á eftirlaunum. Ég er ósammála ţví, mér var kennt frá blautu barnsbeini ađ lögin vćru fyrir alla og ţá um leiđ allt sem ţau snertir.

Málfarsbankinn, Jón G. Friđjónsson, pistil 260. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Fram komst í kvöld í úrslit Coca Cola-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á ríkjandi meisturum Vals í undanúrslitum í Laugardalshöll.“

Fyrirsögn á ruv.is.               

Athugasemd: Íţróttaskrifarar gera margir engan greinarmun á meisturum og „ríkjandi meisturum“. 

Sá einstaklingur eđa liđ sem er Íslandsmeistari eđa bikarmeistari í einhverri íţrótt er einfaldlega meistari. Ekki „ríkjandi meistari“, bara meistari. Ađrir geta ţekki veriđ meistarar á sama tíma. Ástćđan er einföld, tvö liđ geta ekki veriđ Íslandsmeistarar á sama tíma.

Ađeins einn er Íslandsmeistari í 5000 m hlaupi, hann er ekki ríkjandi meistari vegna ţess ađ enginn annar hefur hlaupiđ hrađar en 13:57:89. Ef einhver annar en Hlynur Andrésson hleypur hrađar en ţetta verđur sá Íslandsmeistari, ekki „ríkjandi“, heldur meistari.

Valur varđ bikarmeistari karla í fyrra, á leiktíđinni 2018-2019. Međan bikarmeistaramótiđ hefur ekki veriđ klárađ er Valur enn meistari. Í gćr gerđist ţađ ađ ÍBV varđ bikarmeistari, ekki „ríkjandi“, heldur bikarmeistari.

Orđiđ „ríkjandi“ hjálpar hér ekkert, er bara innantómt orđ ţeirra sem eru illa ađ sér í íslensku máli, nenna ekki ađ huga ađ stíl og eru fljótfćrir í vinnunni.

Svo er ţađ orđaröđin. Veit sá sem skrifađi fréttina ekki betur eđa er honum alveg sama um orđaröđ? Og hvernig er hćgt ađ tala um úrslit og undanúrslit í sömu málsgrein? Ţarf ađ nefna úrslit oftar en einu sinni?

Í fréttinni segir:

Valskonur skoruđu fyrsta mark leiksins en gekk illa sóknarlega eftir ţađ í fyrri hálfleik.

Gekk ţeim ekki illa í sókninni? Er eitthvađ fínna mál ađ segja ađ ţeim hafi gengiđ illa „sóknarlega“? Nei, ţetta er bara bull.

Vera má ađ málfarsráđunautur sé starfandi hjá Ríkisútvarpinu en hann er líklega upptekinn eitthvađ allt annađ en ađ leiđbeina fréttamönnum um málfrćđi, orđalag og stíl. Ţađ er mikill skađi. Íţróttafréttamönnum stofnunarinnar veitir ekkert af ađstođ.

TillagaEngin tillaga.

2.

„Ţađ er ógleym­an­legt ađ mćta til Eyja međ bik­ar og mikiđ djöf­ull slćr pump­an fast …“

Fyrirsögn á mbl.is.            

Athugasemd: Blót og ragn á ekki erindi í fjölmiđa og allra síst í fyrirsögn. Ţetta er ekki sagt af tepruskap. Sá sem ţetta ritar blótar öllu og öllum ţegar ţannig stendur á en afar sjaldgćft er ađ hann birti slíkt á ţessum vettvangi eđa annars stađar opinberlega.

Stíll í fréttaflutningi fjölmiđils byggist međal annars á hófsemd í orđavali og virđingu fyrir lesendum. 

Í stađinn má nota atviksorđiđ ferlega sem merkir ţađ sem merkir mikiđ, rétt eins og í orđinu ferlíki. Raunar má nota fjölda orđa til ađ lýsa ástandi mannsins, til dćmis ofsalega, svakalega, rosalega og álíka.

Tillaga: Ţađ er ógleym­an­legt ađ koma til Eyja međ bik­ar og svakalega slćr pump­an fast …

3.

„Ţađ hef­ur ekki stađiđ á okk­ur hjá BSRB varđandi samn­ings­vilja …“

Frétt á mbl.is.            

Athugasemd: Stundum missa sumir hreinlega alla skynsemi á međan ţeir eru ađ spjalla viđ blađamenn og blađra eitthvert torkennilegt nafnorđamál. 

Vandinn er sá ađ margir blađamenn átta sig ekki á ţessu, bera ekki skynbragđ á gott mál og birta ţađ sem viđ hrekkur upp úr viđmćlendunum, sem stundum er tóm steypa, eins og oft er sagt.

Tillaga: Viđ hjá BSRB höfum alltaf veriđ fús ađ semja …

4.

„Ţetta eru alveg fordómalausar ađstćđur …“

Ţátttakandi í morgunţćtti á útvarpsstöđ.            

Athugasemd: Margir viđmćlendur í spjallţáttum í útvarpi eru oft skýrir en klikka stundum á orđfćrinu svo úr verđur bara rugl, sem ţó má hafa gaman af.

Auđvitađ ćtlađi sá sem sagđi ţađ sem hér er vitnađ til ađ segja fordćmalausar ađstćđur enda skammt er á milli fordćma og fordóma í framburđi. Ugglaust má hafa gaman af ţessu og fordćma fordómalausar ađstćđur ...

Tillaga: Viđ hjá BSRB höfum alltaf veriđ fús ađ semja 

5.

„Var ţreyttur á eiginkonunni og ók hjólastól hennar út í vatn.“

Fyrirsögn á dv.is.            

Athugasemd: Mér fannst ţetta doldiđ ljótt af eiginmanninum, en eins og segir í gömlu ritum ţá varđ ţađ ađ vera eitthvađ fyrst hann var orđinn leiđur. Svo las ég lengra og uppgötvađi hversu fyrirsögnin er vanhugsuđ. 

Fréttin fjallar ekki um ađ mađurinn hafi hent hjólastólnum út í vatn ţví aumingja konan var í hjólastólnum og ţađ sem alvarlegra er, vatniđ var hvorki bađvatn né götupollur heldur stöđuvatn. Ţetta var óafturkrćf ađgerđ eins og ţeir segja segja stundum blađamennirnir.

Tillaga: Engin tillaga.

6.

„Opna ţjóđveginn aftur eftir hreinsun.“

Fyrirsögn á ruv.is.             

Athugasemd: Snjó er rutt en ekki hreinsađur af vegum. Viđ tölum almennt um ađ ryđja snjó. Snjórinn á tröppunum heima eđa gangstéttinni ađ húsinu er mokađur, ekki „hreinsađur“ og raunar ekki heldur ruddur.

Ţó má fćra rök fyrir ţví ađ snjór hafi veriđ hreinsađur en hann hlýtur ţá ađ hafa veriđ skítugur fyrir hreinsun. Sama er međ ţjóđveginn, hann var ekki hreinsađur, ţá vćri hann orđinn hreinn.

Tillaga: Ţjóđvegurinn aftur fćr bílum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband