Er veiran ekki í fjölmennum heimsálfum og löndum eða er logið með þögninni?

Útbreiðsla Covid 19Litla Ísland er miðdepill heimsins. Dragi einhver það í efa er nauðsynlegt að líta á útbreiðslu Covid-19 veirunnar hér á landi og bera saman við önnur á meðfylgjandi korti. Það er eitt hið áreiðanlegasta sem til er og kemur frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, John Hopkins Medecine. Hér er linkur á kortið.

Ég held að það sé rétt sem íslensk heilbrigðisyfirvöld fullyrða, að þau hafi skráð næstum hvern einasta mann sem er smitaður og á fjórða hundrað sem er í sóttkví.

Gera aðrar þjóðir betur?

Nei, þær gera ekkert betur, flestar mun lakar, aðrar svindla og svo er heilbrigðiskerfið gagnslítið í mörgum löndum. 

Í Kína hafa 81.000 manns fengið veiruna, 0,006% af íbúum ríkisins. Hér á landi hafa 36 veikst, 0,01% landsmanna, álíka hlutfall.

Hér eins og í Kína er reynt að hefta útbreiðsluna eins og hægt er. Þó er líklegt að vegna fámennisins sé það auðveldara hér á landi en víða annars staðar. Við vitum um alla sem veikst hafa með nafni og einnig þá sem eru í sóttkví. Munum að Kínverjum virðist ganga vel.

Hver trúir þessu?

Rússar (4) fullyrða að fjórir hafi smitast. Ég trúi þeim ekki. Aftan við nöfn landa er svigi og í honum eru opinberar tölum um fjölda smitaðra samkvæmt kortinu.

Þjóðverjar halda því fram að 545 hafi veikst en miðað við Ísland ættu þar að vera 8.100 manns í rúminu. Austan við landamærin er Póllandi og þar hefur aðeins einn veikst, ætti að vera 3.800. Frakkar eru vestan við Þýskaland og þar hafa 423 veikst, ætti að vera 6.300 manns. Eru þessi ríki trúverðug eða birta þau bara þær tölur sem henta?

Trúir einhver Rússum (4), Pólverjum (1), Ungverjum (1) eða Tyrkjum (0). Í Bretlandi eru 116 sagðir veikir en ætti að vera 6.000. Miðað við Ísland ættu 35.000 Bandaríkjamenn að hafa fengið vírusinn, en þar í landi er því haldið fram að aðeins 233 hafi veikst.

Miðað við það sem er að gerast hér á landi hef ég enga trú á tölum frá öðrum löndum. Þó svo að stór hluti af smiti hér á landi sé rakið til skíðaferða til Austurríkis (43) og Ítalíu (3.858) má benda á að margfalt fleira fólk hefur verið í sömu skíðabrekkunum og sömu hótelunum og farið þaðan til síns heimalands og liggur þar í „flensu“ að eigin mati. Af þessum ástæðum einum ættu 6.000 að vera veikir á Ítalíu. Í Austurríki ættu 900 manns að liggja í rúminu. Nema auðvitað að Íslendingar sem koma af skíðum hafi af einhverjum dularfullum ástæðum einir manna nælt sér í Covid-19.

Engar tölur úr tveimur heimsálfum

Þetta er þó ekki aðalatriðið heldur löndin þar sem engar upplýsingar hafa borist um smitaða. Í Afríku þar sem rúmlega einn milljarður manna býr, eru skráðir 29 veikir. Í Suður Ameríku eru 23 veikir en þar búa 390 milljónir manna. Trúir einhver þessum tölum?

Vísindamenn hafa sagt að Covid-19 veiran hafi mjög snemma stökkbreyst í Kína og orðið skæðari fyrir vikið. Gerum ráð fyrir að veiran hafi ekki náð til Suður Ameríku og Afríku en að öllum líkindum er þess skammt að bíða. Hvað halda menn að gerist þá í þessum heimsálfum? 

Góður vinur minn heldur því fram að draga mun úr Covid-19 veirunni á næstu sex mánuðum en þá komi önnur bylgja sem kemur frá Afríku eða Suður Ameríku og orsökin er stökkbreyttur vírus.

Ekkert bóluefni 

Á vefsíðu John Hopkins háskólans segir:

The COVID-19 situation is changing rapidly. Since this disease is caused by a new virus, people do not have immunity to it, and a vaccine may be many months away. Doctors and scientists are working on estimating the mortality rate of COVID-19, but at present, it is thought to be higher than that of most strains of the flu.

Í stuttu máli: Vírusinn dreifist hratt, hann er nýr og engin mótstaða gegn honum. Bóluefni kemur líklega ekki næstu mánuði.

Fram kemur að nærri 100.000 manns hafi smitast af Covid-19 en af „venjulegri“ flensu um milljarður manna. Vegna víursins hafa 3.347 látist en 646.000 vegna flensunar. Dánartíðni veirunnar er hins vegar mun hærri en flestra flensutegunda.

Benda þessar staðreyndir ekki til þess að ekkert sé að óttast Covid-19?

Við fyrstu sýn kann svo að vera, en útbreiðsla hans er ótrúlega hröð og smitleiðir eru allt aðrar. Vísindamenn telja að úði úr öndunarkerfi veiks manns getur verið lengi í loftinu og smitað þá sem þangað koma í nokkurn tíma á eftir. Þetta gerir flensan ekki. Og ... sá sem er smitaður en sýnir engin einkenni getur engu að síður smitað aðra.

Sjá nánar hér.

Þessi pistill er skrifaður í anda fjölmiðlaumræðunnar, höfundurinn greinilega heltekinn af ótta um framtíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Mjög áhugaverður pistill.

Hef verið að velta fyrir mér hinu sama, ef miklu fleyri eru sýktir en uppgefnar tölur eru þá þetta hlutfall dánartíðnar ekki rammskakt? Það er jú reiknað frá skráðsettum veikindum en ef það eru fleyri hundruð þusunda óskráð tilfelli þá eru tíðnin miklu lægri ekki satt?

Ívar Ottósson, 7.3.2020 kl. 09:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt. Um þetta fjalla pistillinn. Heilbrigðiskerfi fjölmargra landa nær ekki til allra veikra, veit ekki af þeim. Sum eru hreinlega illa starfhæf eða óstarfhæf. Ekkert er hægt að bera þau saman við það íslenska, fámennið hjálpar til, allir fá þær upplýsingar sem þurfa þykir úr fjölmiðlum.

Þar að auki vita ekki allir að þeir eru með Covid-19 veiruna og telja sig vera bara með flenskuskít.

Upplýsingar um smit í heiminum eru rangar, kolrangar. Lítum bara á kortið sem fylgir pistlinum, skoðum austur Evrópu, Rússland, Suður Ameríku og Afríku. Jafnvel helstu nágrannaríki Kína virðast ónæm fyrir veitunni.

Sé veiran eins skæð og vísindamenn segja verður þetta einn hættulegasti faraldur sem mannkynið hefur lent í hingað til.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.3.2020 kl. 09:59

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Ákkúrat....en dáðnartíðnin er þá mikklu lægri en 3,4% sem hún stendur obinberlega núna. Gott væri að vita hver hún raunverulega er og ef hún er mjög lág er þessi faraldur nú bara flensa og úr flensum deyja milli 300 og 600 þúsund manns árlega og ekki mikið sagt um það.

Ívar Ottósson, 7.3.2020 kl. 10:04

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hún getur verið miklu hærri. Eins og fram kemur í pistlinum og hér að ofan kann fólk að halda að það sé með flensu. Margir deyja eftir að hafa fengið „flensu“ sem þó kann að hafa verið Covid-19 veiran, einkennin eru svipuð. Vera má að þúsundi hafi fengið veiruna og dáið.

Bendi aftur á austur Evrópu, Suður Ameríku og Afríku. Líklega eru margfalt fleiri smitaðir í þessum heimshlutum en heilbrigðisyfirvöld vita eða gefa upp og þar af leiðandi margir dáið án þess að nokkur maður viti raunverulega ástæðu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.3.2020 kl. 10:14

5 Smámynd: Ívar Ottósson

Takk Sigurður.....hreinlega hrollvekjandi...

Ívar Ottósson, 7.3.2020 kl. 10:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Sigurður.

Svona miðað við spjall ykkar Ívars þá held ég að Ítalía sé landið þar sem eitthvað er að marka dánartölur, en smitið hlýtur að vera miklu útbreiddara, það segir sig sjálft miðað við útbreiðsluna á veirunni frá Ítalíu.

Siðan verða menn að skilja að dánartölur eru i raun ekki gerðar upp fyrr en faraldurinn er genginn yfir.  Hin óþekkta breyta sem heitir stökkbreyting er ekki ljós fyrr en þá.

Það eina sem er vitað að þetta er alvarlegt, annars hefðu Kínverjar ekki lokað framleiðslu sinni á sýktum svæðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2020 kl. 10:45

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í upphafi faraldursins eru eflaust mjög stór frávik í mælingum, sem síðan eiga eftir að jafnast út. Og útbreiðslan er alveg örugglega líka mjög tilviljanakennd. Gríðarleg útbreiðsla hér miðað við önnur lönd á rót í miklum ferðalögum til Ítalíu og Austurríkis. Ef ekki væri um þau að ræða væru smitin eflaust langtum færri og líkurnar á að þau greindust líka miklu minni.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2020 kl. 16:19

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innnlitið, Þorsteinn. Þetta er hárrétt hjá þér en aftur á móti hefur fólk af fleiri þjóðernum verið á skíðum í þessum löndum og ábyggilega annarra erinda.

Merkilegast er þó kortið sem fróðlegt er að rýna í. Austur Evrópa virðist nær algjörlega smitlaus. Svo er einnig með helstu nágrannaríki Kína.

Útbreiðsla sjúkdóma er vissulega tilviljunarkennd í upphafi svo veltur það á eðli sjúkdómsins og smitleiðum hans hversu hratt hann dreifist og um það er fjallað í farldsfræðunum. Margi hafa tekið eftir því hversu hratt sjúkdómurinn breiddist út í Kína en annars staðar fer hann mun hægar yfir.

Vísindamenn hafa ekki áhyggjur af heilbrigðu fólki sem veikist. Tvennt annað veldur þeim áhyggjum. Annars vegar þegar fólk sem er með aðra sjúkdóma veikist og hið seinna er að vírusinn muni stökkbreytast svo ekki verður við neitt ráðið. Hvort tveggja skýrir aðgerðir heilbrigðisyfirvalda víða um heim. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.3.2020 kl. 16:40

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Austur Evrópa er ábyggilega ekki alveg smitlaus. En í sumum löndum þar hafa verið gerðar miklar varúðarráðstafanir, m.a. með lokun landamæra. Skíðadæmið er athyglivert. Hér gerist það af einhverjum ástæðum að fókusinn fer á þetta skíðafólk. Af einhverjum ástæðum gerist ekki það sama annars staðar. Erfitt að átta sig á hvers vegna.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband