Ţaga, skćtingur í heimilislífi og ţak á fjölda sendiherra

Orđlof

Örnefni

Vćri nokkuđ nema prýđi ađ ţví, ef innan um alla Hólana, Mýrarnar og Holtin kćmi örnefni eins og: Aurvangur, Bilskírnir, Bragalundur, Brávöllur, Elivogar, Fensalir, Fólkvangur, Glađsheimur, Glasislundur, Glitnir, Hátún, Himinbjörg, Himinvangar, Hlébjörg, Hliđskjálf, Hlymdalir, Híndafjall, Hveralundur, Logafjöll, Miđgarđur, Leiftrarvatn, Ókólnir, Sindri, Singasteinn, Sevafjöll, Skatalundur, Vingólf, Ţrúđvangur, Ógló, Hauđur, Glćsivellir o.s.frv.

Morgunblađiđ, 17. júní 1953, sr. Benjamín Kristjánsson gerir nokkrar athugasemdir viđ störf örnefnanefndar sem hafđi bannađ notkun á heitum úr gođafrćđi sem bćjarnöfn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Ţar náđi lög­regla ađ hafa hend­ur í hári árásarmannsins og var ţeim manni stungiđ í stein­inn.“

Frétt á mbl.is.                

Athugasemd: Međ ţessum orđum hefur blađamađur rifiđ sig frá ćgivaldi löggumálsins, stofnanamálsins, sem tröllriđiđ hefur löggufréttum í fjölmiđlum síđustu árin.

Međaljóninn í blađamennsku hefđi orđađ ofangreint á ţennan hátt:

Lögreglan handtók gerandann og var sá mađur settur í fangaklefa fyrir rannsókn málsins.

Nei, blađamađur vefútgáfu Moggans orđar ţetta á sinn hátt og ber ađ hrósa honum fyrir djörfung sína. Ţađ er svo annađ mál ađ hann hefđi getađ orđađ ofangreinda setningu ađeins betur, sjá tillögu.

Í lok fréttarinnar segir:

Lög­regla rann­sak­ar máliđ.

Viđ hinir dauđlegu ţökkum fyrir ađ vinir dólgsins hafi ekki tekiđ ađ sér rannsóknina, eigi hann á annađ borđ einhverja vini. Ţessu hefđi mátt sleppa.

Tillaga: Lögreglan handtók árásarmanninn og var honum stungiđ í stein­inn.

2.

„Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, steig í liđinni viku til hliđar vegna veikinda. Hún segir ađ ţađ ţurfi hugrekki til ađ stíga slíkt skref.“

Kynning á viđtali  á blađsíđu 1 í Morgunblađinu 1.3.2020.               

Athugasemd: Blađamađurinn áttar sig eflaust ekki á nástöđunni, steig, stíga. Hún er óţörf hér eins og annars stađar.

Hvers vegna er orđalagiđ „ađ stíga til hliđar“ notađ hér? Ţađ er yfirleitt ofnotađ og oft skýrara ađ nota til dćmis ađ fara í veikindaleyfi, hćtta tímabundiđ eđa hverfa frá í bili, svo dćmi séu nefnd.

Núorđiđ hćttir enginn. Allir „stíga til hliđar“, „stíga niđur“ og svo framvegis. Ţetta er auđvitađ ekkert annađ en ófullkomin ţýđing á ensku orđalagi. Ég hef stundum gagnrýnt ţetta og bendi á samantekt í pistli mínum hér.

Tillaga: Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík fór í veikindafrí í síđustu viku. Hún segir ađ ţađ ţurfi hugrekki til ţess.

3.

„Ég vildi ekki ţaga lengur, eđa loka augunum og eyrunum.“

Frétt á frettabladid.is.                

Athugasemd: Sögnin ađ ţegja hefur hvergi orđmyndina „ţaga“. Hins vegar ţekkjum viđ sögnin ađ ţagna sem merkir ađ hćtta ađ tala.

Ég minnist ţess frá ćsku minni ađ eldra fólk sem ég ţekkti notuđu „ţaga“ í merkingunni ađ ţegja. Orđiđ er ekki fjarri sögninni ađ ţagna. 

Hins vegar finnst mér fréttin frekar viđvaningslega skrifuđ en tíunda ţađ ekki nánar.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

„Ţađ er skćt­ing­ur í heim­il­is­líf­inu, börn­in eru eru orđin tćtt, svefn­rútín­an far­in út um glugg­ann og viđ erum bara öll ađ reyna ađ halda hausn­um uppi úr vatninu.“

Frétt á mbl.is.                

Athugasemd: Ţessi málsgrein er illskiljanleg. Skćtingur merkir illt tal eđa ónotalegt, hryssingsleg eđa eđa álíka. Sá sem er í vatni kappkostar yfirleitt ađ halda höfđinu upp úr svo hann nái ađ anda.

Mér finnst ţetta of flókin og sundurlaus málsgrein. Viđmćlandinn virđist ekki vel máli farinn. Blađamađurinn tekur upp á segulband ţađ sem hann segir og skrifar svo frá orđi til orđs rétt eins og ţađ sé „gullaldarmál“. Blađamađurinn hefđi átt ađ endursegja orđ viđmćlanda sína á einfaldari og skiljanlegri hátt. 

Fréttin er viđvaningslega skrifuđ, nástöđur víđa og fleira. Dćmi:

  • Vik­una á und­an höfđu skćru­verk­föll fariđ fram.
  • Hún er međ börn­in í fim­leika­saln­um, ađ reyna ađ gćta ţess ađ ţau fari sér ekki ađ vođa, á međan spjalliđ fer fram.
  • Svo er ég ađ reyna ađ vinna á međan og hreyti í ţau
  • En ţađ er samt ţannig ađ mađur vinn­ur ekk­ert al­menni­lega. Mađur nćr engri ein­beit­ingu. Ţegar mađur­inn minn kem­ur heim ţá ţarf ég ađ klára.

Mér finnst ađ blađamađurinn eigi ađ reyna fyrir sér sem heimilislćknir, arkitekt eđa í sameindalíffrćđi. Hann hlýtur ađ geta gengiđ inn í ţessi störf án reynslu og ţekkingar eins og hann virđist hafa gert undir starfsheitinu blađamađur.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

61 árs gömul kona er talin fyrst allra í söfnuđinum til ađ greinast međ veiruna og er vitađ til ţess ađ hún hafi mćtt á nokkrar trúarsamkomur áđur en hún greindist međ veiruna.“

Frétt á blađsíđu 13 í Morgunblađinu 2.3.2020.                

Athugasemd: Afskaplega viđvaningslegt er ađ byrja setningu á tölustöfum. Slíkt tíđkast hvergi, hvergi, hvorki hér á landi né erlendis. Ástćđan er einfaldlega sú ađ tölustafur hefur allt ađra merkingu en bókstafur. 

Ţví má bćta viđ ađ blađamönnum er óhćtt ađ skrifa aldur fólks í bókstöfum. Í stađ 35 ára er hreinlegra ađ skrifa ţrjátíu og fimm ára. Allir skilja slíkt og áferđ ritađs máls verđur fyrir vikiđ snyrtilegra.

Fljótfćrni hrjáir marga blađamenn. Í ofangreindri málsgrein er tuđađ á „greinast međ veiruna“. Vandađir blađamenn og ađrir skrifarar forđast svona nástöđu enda er hún ýmist merki um kunnáttuleysi eđa kćruleysi. 

Tillaga: Engin tillaga.

6.

Í fyrsta lagi er lagt til í frumvarpinu ađ sett verđi ţak á fjölda sendiherra á hverjum tíma.

Grein á blađsíđu 15 í Morgunblađinu 2.3.2020.                

Athugasemd: Ţetta er ekki gott orđalag. Núorđiđ er ţak sett á allan and… jafnvel ţótt önnur orđ dug betur.

Höfundur greinarinnar hefđi einfaldlega getađ sagt ađ fjöldi sendiherra verđi framvegis takmarkađur, sendiherrar verđi ekki fleiri en fjörutíu eđa álíka. Óţarfi er ađ bćta viđ „á hverjum tíma“ ţví málsgreinin verđur ekkert skýrari.

Tillaga: Í fyrsta lagi er lagt til í frumvarpinu ađ fjöldi sendiherra verđi takmarkađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband