Fyrsti, annar og ţriđji veđréttur í jólunum

Er ekki ritađ: Hús mitt á ađ vera bćnahús fyrir allar ţjóđir? En ţiđ hafiđ gert ţađ ađ rćningjabćli.

Í lok ágúst síđastliđinn heyrđust fyrstu jólalögin í leiknum auglýsingum í hljóđvörpum. Elskulegir tónleikahaldarar tóku til ađ kynna jólatónleika í desember, ţremur mánuđum síđar. Markvisst fjölgađi auglýsingunum og sífellt fleiri jólastef hafa glumiđ í eyrum hlustenda, í september, október og nóvember. Allir vilja redda jólaskapinu og ráđ er ekki ráđ nema ţađ sé tímalega gangsett.

Kaupsýslumenn, braskarar og kaupahéđnar hafa öđlast fyrsta, annan og ţriđja veđrétt í jólunum og vera kann ađ ţeir hafi ţegar leyst ţau til sín ásamt nauđsynlegum fylgihlutum, til dćmis jólasöngvum. Međ valdi hafa himnafeđgarnir hafa veriđ fjarlćgđir og í ţeirra stađ kemur jólasveinninn, einn eđa fleiri eftir hentugleikum, og ţeir eru sagđir einstaklega gjafmildir, gefa ţađ sem ađrir kaupa. Í nóvember raular rám röddin í oraauglýsingunni heimsumból og mun ábyggilega gera ţađ fram yfir áramót ţví hin sanna jólagleđi fylgir niđursođnum grćnum baunum.

Viđ sauđsvartur almúginn hrífumst međ auglýsingunum. Jólaskapiđ er eins og marglit birta sem fellur á okkur í september vegna ţess ađ nágranninn er búinn ađ setja jólaljósin á svalirnar sínar. Ó, hversu gaman er ađ vera međ. Láta hrífast og segja ađ ţetta sé nú allt gert fyrir barniđ sem býr innra međ okkur eđa hin börnin sem vita ekki hvađan á sig stendur veđriđ.

Enginn er góđur nema gjafir fylgi. Auglýsingarnar lofa okkur einstöku fjöri, gleđi og skemmtun gegn lítilsháttar gjaldi ţví ţađ er svo gaman ađ gefa. Viđ kaupum til ađ gefa.

Á miđtorgi lífsins stendur kötturinn stóri og svarti sem minnir vegfarendur á ađ sá sem ekki kaupir ný föt fyrir jólin verđi hreinlega étinn. Ţó sá armi lćkjartorgsköttur sé úr járngrind en ekki af holdi og blóđi sér enginn í gegnum hann. Valkvćđ sjón er góđ, valkvćđur skilningur. Nei, hvađa vitleysa, verslunin á ekki jólin. Ţađ er eftirspurn okkar sem rekur á eftir versluninni, nauđugri viljugri.

Skammdegiđ er svart og ef ekki vćri fyrir heilaga ţrenningu verslunarinnar vćri engin týra í lífi okkar. Litlu jólin heita nú „blakkfrćdei“, „singlesdei“ og endast í marga, marga daga eins og vikulangir ţorláksmessutónleikar. Ef ekki vćri fyrir heila ţrenningu vćri skammdegiđ enn svartar ţó stutt sé í ađventuna og fyrsta jólasveininn.

Ć, ekki fara nú, ađ minnast á bođskap jólanna. Hvađ kemur hann málinu viđ?

Skyldi mađurinn sem mćlti orđin hér í upphafi taka jafnhraustlega til orđa vćri hann uppi í dag? Varla. Hann vćri úthrópađur á samfélagsmiđlunum, kallađur gleđispillir af góđa fólkinu sem skrifar í athugasemdadálka fjölmiđlanna og heilög ţrenning verslunarinnar myndi hóta honum kreditkortamissi, yfirdráttarlćkkun og vaxtahćkkun. Verra gćti ţađ nú ekki veriđ. Ţó má ímynda sér ađ vinsamleg hjálparsamtök myndu gauka ađ honum húsaskjóli, nál og sprautu svo hann gćti nú róađ sig. Tćkist ţađ ekki eru til hámenntađir fagađilar sem vinna gegn ranghugmyndum sem einstaklingur getur ţróađ međ sér.

Jćja, nú er nóg komiđ af skrifum. Ég ţarf ađ hlaupa út í pósthús, ryksuguróbótinn sem ég keypti frá Kína er kominn, gasalega mikiđ jólapiparkökuhúsfjör er í íkeu. Húsgagnafössarinn býđur borđstofustóla á tilbođsverđi sem er ađeins hćrra en í síđustu viku. Hundrađtommusjónvarpiđ er á álíka díl.

Nei, mađurinn misskildi allt. Ţetta er ekki rćningjabćli, ađ minnsta kosti ekki ţegar kaupin ganga svona vel. Jólagjafamarkađurinn er upphaf og endir tilverunnar. Allt annađ er aukaatriđi. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála ţessu. Ég er orđin dauđleiđ og ţreytt á ţessu jólakjaftćđi og vitleysu á haustin, ţegar margir mánuđir eru til jóla. Ţađ var annađ, ţegar viđ vorum ung, og jólalög og annađ heyrđist ekki eđa sást fyrr en í byrjun ađventu. Látum ţađ nú vera, ţótt tónlistarfólk, sem ćtlar sér ađ gefa út jólaplötur eđa halda jólatónleika, fari ađ ćfa sig á haustin og taki jafnvel upp plöturnar á ţeim tíma, jafnvel ađ sumarlagi, en ađ láta ţetta drynja yfir okkur frá ţví í ágúst eđa september er fullmikiđ, finnst mér, en hér er veriđ ađ apa eftir ţeim útlensku, ţví ađ ţar byrjar ţetta svona snemma, - eins og ţađ sé einhver fyrirmynd. Ekki tekur betra viđ, ţegar ţessi svarti föstudagur er kominn inn í ţetta allt saman. Ég furđađi mig á einni auglýsingunni í útvarpinu í morgun(ţú hefur kannske tekiđ eftir ţví líka), ţar sem tilkynnt var, ađ "svarti föstudagurinn vćri mćttur í Bauhaus"(!). "Jćja," sagđi ég nú bara, "gekk hann inn úr dyrunum ţarna eđa hvađ?" Ţađ er ekki hćgt annađ en ađ gera pínulítiđ grín ađ ţessu eins og ţetta er vitlaust, enda ekki öll vitleysan eins. Mér finnst nóg komiđ af ţessu. Ég get ekki sagt annađ.

Guđbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 29.11.2019 kl. 16:34

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sćl Guđbjörg. Gott ađ vita ađ fleiri en ég hafa af ţessu áhyggjur. Hélt ađ ég vćri orđinn aleinn „fúll á móti“.

Núorđiđ mćtir allur andsk... Afmćlisdagar mćta, áramót mćta, jólin mćta og föstudagar mćta (svartur eđa langur).

Nú eru ţau orđin fullorđin, börnin sem aldrei lásu stafkrók af frjálsum vilja. Afleiđingin er fátćklegur orđaforđ og slakur skilningur á íslensku máli. Og ţau tjá sig í fjölmiđlum.

Já, ég kannast viđ ţetta frá Báhási og raunar frá fleirum, minnir mig.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 29.11.2019 kl. 20:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband