Bara pínu ófullnægjandi, segir Samfylkingin
14.10.2019 | 16:09
Viðbrögð Íslands er varða Tyrki eru góðra gjalda verð, en það verða líka að fylgja með ákúrur til Bandaríkjanna fyrir þeirra þátt. Á meðan það er ekki finnst mér viðbrögð ríkisstjórnarinnar loðmulluleg og aulaleg.
Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í viðtali við Mbl. Röksemdafærslan er frekar máttlaus því í lokin segir hann:
Ég held að Ísland geti alltaf nýtt sér sína rödd til að tala fyrir friðsamlegum lausnum og yfirveguðum ákvörðunum. Við höfum vettvang innan NATO, Sameinuðu þjóðanna og mannréttindaráðinu en Ísland á og þarf og verður að stíga fast til jarðar og tala skýrt og mér finnst pínu skorta það.
Í stuttu máli hefur Logi þetta út á viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna innrásar Tyrkja í Sýrland:
- Þau eru góðra gjalda verð
- Þau eru loðmulluleg og aulaleg
- Þau eru pínulítið ófullnægjandi
Mér finnst þetta nú doldið vingjarnlegt hjá honum Loga, en hefði hann ekki átt að sleppa þessu öllu fyrst hann getur ekki gert almennilega upp hug sinn.
Flestir muna eftir hörðum viðbrögðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna þegar Nato hóf loftárásir á Líbýu. Þá var nú aldeilis rödd Íslands látin heyrast um víða veröld og talað fyrir friðsamlegum lausnum og yfirveguðum ákvörðunum á alþjóðlegum vettvangi.
Ha, man lesandi ekki eftir þessum hörðu viðbrögðum?
Já, nú man ég. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG gerðu engar athugasemdir við loftárásir Nato á Líbýu.
Er einhver að kvarta undan því að utanríkisráðherra sendi tyrknesku ríkisstjórninni mótmæli og kvartaði undan aðgerðaleysi Bandaríkjamanna?
Logi segir að þetta sé pínulítið ófullnægjandi. Hvað skyldi hann vilja til viðbótar? Kvörtun til Stoltenbergs?
Bara pínu ófullnægjandi. Ekki 10 í einkunn heldur 9,5.
Loðmulluleg og aulaleg viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin er óhress ef Bandaríkin taka þátt í hernaðaraðgerðum og þeir eru líka óhressir ef þeir gera það ekki. Hvað skyldi Loga þykja um viðbrögð vina sinna í ESB sem hafa stigið fram með kröftugum hætti (eða þannig) og dregið úr sölu á hernaðartólum til Tyrkja?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.10.2019 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.