Ađilar, óásćttanlegt og óvćnt lík
7.10.2019 | 14:44
Orđlof
Forsetningar
Eitt af fjölmörgu sem eykur fjölbreytni og fegurđ íslenskrar tungu er ađ líta má á sama hlut eđa verknađ frá ólíkum sjónarhornum.
Sem dćmi má nefna ađ heimildir sýna ađ í elsta máli lögđu menn af stađ, síđar breyttist ţađ og menn tóku ađ leggja á stađ (algengast í ţjóđsögum) og núna munu flestir kjósa ađ leggja af stađ.
Merkingarmunur er lítill sem enginn, ekki skiptir máli hvort vísađ er til ţess stađar sem fariđ er frá (leggja af stađ) eđa ţess stađar sem halda skal á (leggja á stađ).
Svipuđu máli gegnir um fjölmörg orđasambönd, í einn stađ kemur hvort sem steinn veltur niđur í fjöru eđa ofan í fjöru.
Forsetningin ađ getur vísađ til kyrrstöđu á stađ og merkir ţá nánast ´hjá´, t.d.:
Ari nam og marga frćđi ađ Ţuríđi Snorra dóttur gođa og hann hafđi numiđ af gömlum mönnum og vitrum.
Málfarsbankinn, Jón G. Friđjónsson.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Ţeir ađilar sem brotiđ var gegn, ágćtt samstarfsfólk mitt, hafa í öllu ferlinu veriđ upplýstir um stöđu og ţróun mála og
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Í sömu málsgreininni breytast ađilar í fólk sem hlýtur ađ vera einstakt og minnir einna helst á skáldmyndaframleiđslu fyrir sjónvarp eđa bíó er menn breytast í uppvakning (e. zombie). Ţetta gerir ţó forseti Íslands í yfirlýsingu sem međal annars er birt á vefsíđu Moggans.
Ađili er ekki gott orđ, í senn dálítiđ stofnanalegt og tilgerđarlegt. Ég hélt ađ allt sem embćttiđ lćtur frá sér frá sér vćri vandlega prófarkalesiđ. Sé ekki svo er bragarbótar ţörf.
Annars er notalegt ađ uppgötva ađ forsetinn er bara eins og viđ hin, mannlegur. Segja má ađ embćtti forseta Íslands sé líklega einhvers konar ađili.
Tillaga: Ţeim sem brotiđ var gegn, ágćtt samstarfsfólk mitt, hafa í öllu ferlinu veriđ upplýstir um stöđu og ţróun mála og
2.
Lögreglan fékk einnig tilkynningu um öskrandi mann međ öxi en hann fannst ekki ađ ţví er fram kemur í dagbók lögreglu.
Frétt á frettabladid.is.
Athugasemd: Frétt er ekki frétt nema hún sé óumdeilanlega frétt, sagđi ritstjórinn forđum daga. Nú til dags eru fréttir búnar til úr engu og allt er birt.
Blađamenn missa margir alla getu til frásagnar ţegar kemur ađ löggufréttum. Ţeir umbreytast og taka ađ skrifa uppskrúfađ og illskiljanlegt mál, fullt af orđum sem allsgáđur mađur tekur sér sjaldan í munn dags daglega. Engin fjölbreytni, stílleysiđ algjört. Skrifađ fyrir löggur ekki almenning.
Ógćfumenn eru vistađir í fangaklefa sem ţykir fínna en ađ stinga ţeim í fangelsi. Ţađ er gert fyrir rannsókn málsins, ekki vegna rannsóknar málsins (hiđ fyrrnefnda er einfaldlega rangt mál).
Spyrja má hvers vegna er fólk sett í fangelsi? Er ţví bara stungiđ inn og svo sleppt nokkrum klukkustundum síđar án nokkurrar rannsóknar? Nei. Ţarf ţá ađ taka ţađ fram ađ öll mál séu rannsökuđ? Liggur ţađ ekki í hlutarins eđli? Á orđalaginu rannsókn málsins er samt tuđađ oft í sömu frétt án ţess ađ neinn viti hvers vegna.
Í gamla daga hringdu blađamenn á allar lögreglustöđvar landsins til ađ afla frétta. Núna skrifar löggan einhvers konar dagbók sem ađeins blađamenn hafa ađgang ađ. Ţar er allt tíundađ nema ef til vill salernisferđir lögreglumanna, kaffitímar og álíka fréttatengdir atburđir. Blađamenn afrita textann úr dagbókinni og birta nćr athugasemdalaust. Vandinn er hins vegar sá ađ löggan er varla skrifandi og blađamenn dómgreindarlitlir.
Hér eru nokkur dćmi um ekkifrétt sem birt er á öllum fjölmiđlum:
Á mbl.is segir:
Í dagbók lögreglu segir ađ áđur hafi veriđ tilkynnt um öskrandi mann međ exi, en sá hafi ekki fundist.
Á vef Fréttablađsins segir:
Lögreglan fékk einnig tilkynningu um öskrandi mann međ öxi en hann fannst ekki
Vísir segir:
Í dagbók lögreglu segir ađ fyrr um kvöldiđ hafi veriđ tilkynnt um öskrandi mann međ öxi en sá fannst ekki.
Á vef Ríkisútvarpsins segir:
en fram kemur í dagbok lögreglu ađ áđur hafđi veriđ tilkynnt um öskrandi mann međ öxi en sá fannst ekki.
Á malid.is segir ađ til séu orđin öxi og exi. Frekar er ţó mćlt međ orđinu öxi, samanber Öxarfjörđur.
Löggan kom ađ bíl sem fíkill hafđi ekiđ út af Vesturlandsvegi.
Á mbl.is segir:
Hann var vistađur í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Á vef Fréttablađsins segir:
Hann var vistađur í fangaklefa vegna gruns um ađ aka undir áhrifum
Vísir segir:
og var vistađur í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
Á vef Ríkisútvarpsins segir ekkert um afdrif ökumannsins.
Ofangreint er dćmi um ófaglega umfjöll fjölmiđla, kranablađamennsku. Greinilegt er ađ fjöldi frétta skipta meira máli en efni ţeirra. Fjórir fjölmiđlar segja nákvćmlega sömu ekkifréttirnar. Enginn metnađur, algjört hugsunarleysi. Og ţetta látum viđ lesendur bjóđa okkur.
Tillaga: Engin tillaga.
3.
Fullyrt ađ ţađ sé búiđ ađ velja Hólmar í landsliđiđ.
Frétt á dv.is.
Athugasemd: Ţađ hvađ? Hér er búiđ ađ bćta persónufornafninu ţađ inn í setninguna. Ţar ađ auki er ţátíđin mynduđ međ lýsingarorđinu búinn og nafnhćtti sagnarinnar ađ velja. Svona á ekki ađ skrifa.
Tillaga: Fullyrt er ađ Hólmar hafi veriđ valinn í landsliđiđ.
4.
Ţetta er ađ mínu áliti ágjörlega óásćttanlegt.
Fyrirsögn á dv.is.
Athugasemd: Orđiđ óásćttanlegt ţykir fínt orđ. Fćrri vita ađ ţađ er bein ţýđing á enska orđinu unacceptable og líklega ekkert verra fyrir vikiđ. Engu ađ síđust segir í malid.is:
Síđur skyldi nota orđiđ óásćttanlegur en óviđunandi.
Ég viđurkenni fúslega ađ nota ţetta orđ, raunar óhóflega mikiđ. Íslenskan á samt mörg ágćt orđ sem hćgt er ađ nota í stađinn: ótćkur, óviđunandi, fráleitur, kemur ekki til greina/álita.
Mikilvćgt er ađ blađamenn sem og ađrir skrifarar festist ekki í ákveđnum orđum eđa frösum. Leyfa orđunum ađ flćđa, en lesa samt vandalega yfir.
Tillaga: Mér finnst ţetta fráleitt.
5.
Fann óvćnt lík í húsinu sínu.
Fyrirsögn á frettatiminn.is.
Athugasemd: Ţetta er ein sú stórkostlegasta fyrirsögn sem um getur og nćr endalaust hćgt ađ snúa út úr henni og hlćgja sig máttlausan.
Á malid.is segir um lýsingarorđiđ vćnn:
Góđur, vandađur, álitlegur, fríđur, sá sem endist vel/hald er í, allstór, vel úti látinn, í góđum holdum.
Á sama vef segir ađ lýsingarorđiđ óvćnn merki ađ lítast ekki á blikuna. Eitthvađ sem ekki er von á.
Í fyrirsögninni á Fréttatímanum er átt viđ ađ sá sem fann líkiđ hafi ekki átt von á fundinum og ţví brugđiđ illilega.
Hins vegar ţýđir fyrirsögnin bókstaflega ađ mađurinn hafi fundiđ rýrt lík í húsi sínu, ţađ er, líkiđ var ekki vćnt. Á haustin heimta bćndur fé sitt af fjalli, sumt er vćnt, annađ getur veriđ rýrt. Í kvćđinu sem viđ öll raulum um jól viđ lag Jórunnar Viđar segir:
Vćna flís af feitum sauđ
sem fjalla gekk á hólunum,
Nú er hún gamla Grýla dauđ,
gafst hún upp á rólunum.
Á vef norska Dagbladet segir í fyrirsögn:
Har eid huset siden 1990-tallet - fant lik nĺ.
Ţetta er ólíkt betri fyrirsögn en sú íslenska og varla mögulegt ađ snúa út úr henni. Norđmađurinn veit sem er ađ fyrir alla er líkfundur í húsi óvćntur atburđur, ţarf varla ađ hafa orđ á ţví.
Tillaga: Fann lík í húsi sínu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.