Vatnsból sem ţjónar, ákall forseta, og áfengi sem búiđ er ađ framleiđa

Orđlof

Áfellisdómur 

No. áfellisdómur merkir dómur um sekt sakbornings; e-đ sem veldur e-m hnekki, e-đ ámćlisvert og í nútímamáli er ţađ einkum notađ í óbeinni merkingu […]

Í Jónsbók (1281) er skemmtilegt dćmi sem sýnir ađ munur er á réttum dómi og áköfum áfellisdómi:

Friđsemi á ađ varđveita ţar til er réttur dómur fellur á, ađ eigi verđi međ brćđi ákafur áfellisdómur á lagđur (Jsb 56).

Í fornu máli var myndin áfallsdómur dómur sem er felldur á e-đ algeng, sbr. eftirfarandi dćmi:

Eigi viljum vér yđur mjög saka [áfellast] ţótt ţér ćtliđ ţađ vel vera er frćndur yđrir göfguđu, međan ţér vissuđ eigi annađ sannara, en ţađ er hverjum áfallsdómur ađ trúa eigi hinu sanna ef hann náir [nćr] ađ heyra (f13 (Pst 202)).

Orđmyndin áfallsdómur er úrelt en dćmiđ stendur enn fyrir sínu.

Málfarsbankinn, Jón G. Friđţjónsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Vatnsbóliđ ţjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirđi.“

Frétt á visir.is.           

Athugasemd: Fréttin er nánast orđrétt úr fréttatilkynningu frá Veitum. Ţar er einhver sem telur rétt ađ segja ađ „vatnsból ţjóni“ ţeim sem fá vatn úr ţví.

Ţetta getur varla veriđ rétt mál. Vatnsból ţjóna ekki neinum. Úr ţeim kemur vatn. Aftur á móti má segja ađ Veitur ţjóni mér á ţann hátt ađ fyrirtćkiđ sér um ađ koma vatninu í kranann heima gegn greiđslu.

Um sögnina ađ ţjóna segir í malid.is:

vera ţjónn (e-s), gegna ţjónustustarfi (fyrir e-n) […] Ţjónn er sá eđa sú sem er menntađur til ađ bera fram veitingar á veitingahúsi, framreiđslumađur.

Vera kann ađ sá sem samdi fréttatilkynninguna af hálfu Veitna sé afar vel ađ sér í útlenskunni. Á ensku má til dćmis orđa ţetta svona og ţađ alveg athugasemdalaust:

The reservoir serves a large area …

Ekki er nćrri ţví alltaf hćgt ađ ţýđa beint af ensku og á íslensku.

Tillaga: Vatnsbóliđ er fyrir Borgarnes, Bifröst og Varmaland auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirđi.

2.

Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeđiđ ţegar Trump var spurđur út í nákvćmlega hvađ hann vildi frá Zelensky.“

Frétt á visir.is.           

Athugasemd: Ţessi málsgrein er eins vitlaus og hún getur veriđ. Ákall merkir bćn eđa ávarp. Úr fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa ađ Kínverjar séu ađ rannsaka eitthvađ. Ţađ er ekki svo. Fréttina ţarf ađ lesa til ađ sjá samhengiđ í vitleysunni.

Fyrirsögnin er svona:

Trump kallar eftir ţví ađ yfirvöld Kína rannsaki Biden.

Blađamađurinn heldur ađ enska orđalagiđ „to call for something“ merki ađ „kalla eftir einhverju“. Ţannig ţýđa ađeins ţeir sem eru ekki góđir í íslensku.

Sá sem kallar er ađ hrópa, hann kallar eftir einhverju, hćkkar róminn og biđur eitthvađ. „Hentu í mig hamrinum,“ hrópađi smiđurinn, og fékk hann í hausinn. Honum var nćr ađ kalla eftir hamrinum á ţennan hátt.

Ljóst er ađ Trump hvorki bađkrafđist af Kínverjum um ađ ţeir rannsökuđu Biden, ađ minnsta kosti ekki opinberlega. Hann lét sér ţessi orđ um munn fara í viđtali. Krafđist einskis, bađ ekki um neitt, ađ minnsta kosti ekki opinberlega. Ţetta er ljóst samkvćmt klippu úr Twitter sem birt er međ fréttinni:

I would think that if they were honest about it, they´d start a major investigation ... they should investigate the Bidens  China likewise should start an investigation.

Trump segir ađ Kínverjar ćttu ađ (should) rannsaka Biden feđga. Hann bađ hvorki um rannsókn né krafđist hennar.

Á íslensku hefur sögnin ađ kalla ađeins ţá merkingu ađ hrópa, hćkka röddina.

Blađamađurinn virđist kexruglađur og gerir stórkoslegt mistök međ ţví ađ tala um „ákall Trumps“. Og ritstjórnin gerir engar athugasemdir.

Hvers á nú kallinn hann Trump kallinn ađ gjalda fyrir köll, köllun og áköll?

Ákall um rannsókn Kínverja“ í ţessu samhengi er furđulegt orđalag og međal annars dćmi um nafnorđavćđingu sem verđur til af leti. Kínverjar eru ekki ađ rannsaka Biden. Ţar af leiđandi getur blađamađurinn ekki talađ um „rannsókn Kínverja“. Hann á viđ ummćli Trumps ţess efnis ađ Kínverjar ćttu ađ rannsaka Biden.

Fréttin er ekki lesendum bjóđandi. Munum ađ fréttamiđlar hafa gríđarleg áhrif. Lélegt málfar spillir fyrir og ţar af leiđandi má kalla ţessa frétt stórskemmda.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„Ekki ligg­ur ná­kvćm­lega fyr­ir hversu mikiđ magn af áfengi var búiđ ađ fram­leiđa en hús­ráđandi var yfirheyrđur vegna máls­ins.“

Frétt á mbl.is.          

Athugasemd: Hér hefđi fariđ betur á ţví ađ sleppa: „Ekki liggur nákvćmlega fyrir “ og segja ţess í stađ Ekki er vitađ … Ástćđan er einföld: Stutt og einfalt mál er skiljanlegra.

Nafnháttarmáliđ rćđur ríkjum hjá yngri blađamönnum. Ţátíđ er iđulega mynduđ međ lýsingarorđinu búinn ásamt nafnhćtti sagnar; búiđ ađ framleiđa, búinn ađ sofa, búinn ađ syngja, búinn ađ skrifa, búinn ađ ćsa mig, búinn ađ vera međ lćti, búinn ađ deyja … Maturinn er búinn en ég er búinn ađ kaupa meira. Ţetta er ekki alltaf tóm vitleysa en öll sagnorđ eru til í ţátíđ og međ hjálparsögnum er skammlaust hćgt ađ lýsa ţví sem hefur gerst (ekki búiđ ađ gerast).

Ţađ sem „var búiđ ađ framleiđa“ hafđi veriđ framleitt. Raunar er sjaldnast talađ um ađ einstaklingar framleiđi áfengi heldur brugga ţeir. Líklegast er ađ hér hafi bófarnir eimađ spíra sem ađ sjálfsögđu má segja ađ sé áfengi en stenst ekki samanburđ viđ áfengi í vínbúđ.

Tillaga: Ekki er vitađ hversu mikiđ spíra hafđi veriđ bruggađ en hús­ráđandi var yfirheyrđur vegna máls­ins.

4.

Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öđrum launuđum störfum međ fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar.“

Frétt á visir.is.           

Athugasemd: Hér er vel gert. Slakir blađamenn hefđu skrifađ tölurnar međ tölustöfum. Blađamađurinn ţarf ekki ađ hugsa sig um heldur notar bókstafi og veit ađ annađ er tóm vitleysa. 

Hvergi eru tölustafir notađir í upphafi setningar. Tölustafur er allt annađ en bókstafur og getur valdiđ ruglingi ađ nota hann á eftir punkti.

Sumir hafa ţá reglu ađ skrifa allar tölur undir eitt hundrađ međ bókstöfum. Ađrir miđađ viđ eitt ţúsund. Gott er ađ setja sér reglu í ţessum efnum. 

TillagaEngin tillaga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband