Misţyrming á íslensku máli í íslenskum lögum

Eftirfarandi pistill er úr Málfarsbankanum. Höfundurinn er Jón G. Friđjónsson, málfrćđingur. Ţetta er sláandi samantekt um villur og ambögur í lögum um útlendinga sem samţykkt voru á Alţingi 20. september 2016.

Mađur verđur hreinlega agndofa eftir lesturinn. 

Hér er pistillinn, ég hef bćtt viđ greinaskilum, undirstrikađ og feitletrađ.

Voriđ 2017 las ég yfir meistaraprófsritgerđ í lögfrćđi fyrir frćnku mína. Hún hefur alltaf veriđ mjög öflugur námsmađur og ţví ţótti mér vart einleikiđ ađ ýmsar tilvitnanir hjá henni voru ađ mínu mati gallađar.

Ég varđ mér ţví úti um lögin sem hún vitnađi oft í (Lög um útlendinga, nr. 80 16. júní 2016) og las allvandlega fyrstu fjórar síđurnar. Ţá kom í ljós ađ ekki var viđ frćnku mína ađ sakast, hún hafđi vitnađ rétt til en ýmislegt ţótti mér miđur fara í lagatextanum og frágangi hans.

Ţađ varđ mér einkum íhugunarefni ađ ţađ sem mér fannst ađfinnsluvert var af öđrum toga en ég hef átt ađ venjast á liđlega hálfrar aldar starfsćvi minni sem íslenskukennari. Beinar villur eru fáar en ţađ stingur í augu ađ notkun orđa og orđasambanda er alloft naumast í samrćmi viđ hefđbundna málbeitingu, vekur á stundum ţá tilfinningu ađ um umorđun eđa ţýđingu erlends efnis sé ađ rćđa. Lesendum til fróđleiks skulu tilgreind örfá dćmi, innan hornklofa eru athugasemdir eđa skýringar mínar og undirstrikanir eru mínar:

(1) Í 8.tl. 3.gr. er ţessi skilgreining:

„Flóttamađur: Útlendingur sem er utan heimalands síns [fjarri heimalandi sínu] eđa ríkisfangslaus einstaklingur sem er utan ţess lands ţar sem hann hafđi reglulegt ađsetur [fjarri ţví landi ţar sem hann dvaldist reglulega] vegna ţess ađ hann hefur ástćđuríkan ótta um [hefur (fulla) ástćđu til ađ óttast] ađ verđa ofsóttur vegna kynţáttar, trúarbragđa, ţjóđernis, ađildar ađ tilteknum ţjóđfélagshópi eđa vegna stjórnmálaskođana og getur ekki eđa vill ekki vegna slíks ótta [af ţeim sökum] fćra sér í nyt vernd ţess lands [sem hann kom frá].”

Ţessi töluliđur er ađ mínu mati ofhlađinn, nánast samanbarinn. Ég ţurfti ađ marglesa hann til ađ fá botn í merkinguna. – Sumt af ţví sem ég hef merkt viđ kunna sumir ađ telja álitamál, t.d. muninn á dveljast e-s stađar reglulega og hafa reglulegt ađsetur e-s stađar og muninn á ţví ađ vera hrćddur um e-đ og hafa ótta um e-đ og enn fremur kann sumum ađ ţykja nýyrđiđ ástćđuríkur fagurt en ţađ tel ég misheppnađ.

Ég tel mig geta fćrt rök ađ ţví ađ ţađ sem ég hef merkt viđ samrćmist ekki hefđbundinni málnotkun. Orđin ađild ađ tilteknum ţjóđfélagshópi geta engan veginn talist í samrćmi viđ eđlilega eđa venjulega málbeitingu og sama á viđ um orđasambandiđ hafa ótta um e-đ í merkingunni óttast e-đ. Reyndar tel ég óţarft ađ fjölyrđa um einstök atriđi, lesendur eru vitaskuld fullfćrir um ađ meta ţetta.Niđurstađa mín er sú ađ tilvitnađur bútur getur hvorki talist vel orđađur né auđskilinn.

(2) Í 18.tl. 3. gr. er enn skilgreining:

„Ofsóknir: Athafnir sem í eđli sínu eđa vegna ţess ađ ţćr eru endurteknar fela í sér alvarleg brot á grundvallarmannréttindum, einkum [á] ófrávíkjanlegum grundvallarmannréttindum á borđ viđ réttinn til lífs og bann viđ pyndingum eđa ómannúđlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu, bann viđ ţrćldómi og ţrćlkun og bann viđ refsingum án laga. Sama á viđ um samsafn athafna, ţ.m.t. ólögmćta mismunun, sem hafa eđa geta haft sömu áhrif eđa sambćrileg áhrif á einstakling.”

Hér er ađ ýmsu ađ hyggja, fćst af ţví fellur undir málfrćđi eđa málbeitingu, varđar fremur rökhyggju og skýra hugsun.

– Getur endurtekning athafna orđiđ til ţess ađ ţćr feli í sér alvarleg brot á mannréttindum?

Telst bann viđ ţrćldómi og ţrćlkun og bann viđ refsingum án laga til mannréttinda?

Hvađ merkir refsing án laga, kannski refsing án dóms? – Er ţetta kannski orđrétt ţýđing á lat. Nulla poena sine lege [Engin refsing án laga. SS]? Ef svo er hefur ţađ enga stođ í íslensku, öllum óskiljanlegt.

(3) Í 4. gr. segir:

„Ráđherra fer međ yfirstjórn laga ţessara.”

Hvađ merkir ţetta eiginlega? Alţingi setur lög sem forseti stađfestir. Lögregla sér um ađ fariđ sé ađ eđa eftir lögum og dómarar skera úr ágreiningi sem upp kann ađ koma.

Aldrei hef ég heyrt talađ um yfirstjórn laga enda finnst mér orđasambandiđ nánast merkingarlaus klisja. Lögum er ekki stjórnađ, ţau eru sett og ţeim er fylgt eđa eftir ţeim fariđ. Svipuđu máli gegnir reyndar einnig um orđasambandiđ annast framkvćmd laga (4. gr.).

Eins og ég gat um í upphafi hef ég einungis lesiđ fjórar síđur af 68, nenni satt best ađ segja ekki ađ lesa meira af svo góđu. Ţegar á unglingsárum var mér kennt ađ lög og allt sem ţeim fylgir (dómar, úrskurđir, greinargerđir) vćru fyrir allan almenning en alls ekki málefni einungis ćtluđ sérfróđum. Ţess vegna finnst mér sjálfsagt ađ vandađ sé til lagatexta í hvívetna en á ţví virđist mér hafa orđiđ misbrestur hvađ varđar Lög um útlendinga. Ţađ hlýtur ađ teljast mikilvćgt ađ lagatextar séu skýrir og ţannig orđađir ađ merking sé ótvírćđ.

Ótrúlegt til ţess ađ vita ađ ţeir sem ţá sátu á ţingi og starfsfólk Alţingis skuli ekki hafa lesiđ lögin yfir og lagfćrt. Raunar er furđulegt ef engin prófarkalestur tíđkist á löggjafarsamkundunni. Jafnslćmt og jafnvel verra er ađ dómsmálaráđuneytiđ láti frá sér fara svona illa samin lög sem fá falleinkunn hjá málfrćđingi. Ţess ber ađ geta ađ lögin hafa enn ekki veriđ lagfćrđ.

Fćrđi ţingiđ löggjafarvaldiđ til ráđherra međ orđalaginu í 4. grein laganna, sjá hér ađ ofan? Svo virđist vera og og ţađ án nokkurra ţvingana.

Sú hugsun lćđist svo ađ manni ađ eitthvađ meira sé ađfinnsluvert í málfari, notkun orđa og orđasambanda í öđrum lögum sem ţingiđ hefur sett.

Hvađ er til úrbóta?

  1. Tvímćlalaust ađ fá góđan málfrćđing til ađ lagfćra lögin um útlendinga, fella ţau úr gildi og samţykkja síđan lögin aftur eftir lagfćringu.
  2. Sett verđi í lög ađ ađ ráđuneyti og Alţingi skuli láta lesa yfir öll lög sem ţegar hafa veriđ samţykkt á síđustu árum og lagfćra villur og málfar.
  3. Framvegis verđi engin frumvörp til laga lögđ fram eđa reglugerđir birtar nema ţau hafi veriđ lesin yfir af ţeim sem gerst ţekkja í íslensku máli.

Á Alţingi er iđulega deilt og jafnan um keisarans skegg. Ţar virđast margir gáfumenn starfa og eru jafnan önnum kafnir. Hjá almenningi vakna ţó efasemdir um skýrleika ţingmanna sem taka viđ lögum úr ráđuneytum, lesa ţau ekki yfir, leiđrétta ekki málfar heldur samţykkja óbreytt. Verra er ţó ef skilningur ţingmanna og ráđuneytismanna á íslensku máli er ekki betri en fram kemur í lögum um útlendinga. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband