Eigin sala ráđherrans, borhola reist og ţrjár formennskur

Orđlof

Helmingi ţyngra

Ţegar talađ er um ađ eitthvađ sé helmingi ţyngra en eitthvađ annađ getur ţađ merkt tvennt: 

    1. ađ hluturinn sé 100% ţyngri
    2. ađ hluturinn sé 50% ţyngri.

Úr ţví ađ orđasambandiđ hefur tvćr merkingar í íslensku kann ţađ ađ valda misskilningi í málnotkun.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Ţađ var leikiđ sér međ virđingu mína.“

Fyrirsögn á visir.is.         

Athugasemd: Ekki er bođlegt ađ búa til vitleysu og dreifa til almennings. Ţess ber ţó ađ geta ađ vel má vera ađ annar en sá sem skráđur er fyrir fréttinni hafi skrifađ fyrirsögnina. 

Fréttin er á forsíđu Vísis en ţegar smellt er á hana birtist önnur yfir fréttinni. Einhverjum innan dyra hefur líklega ofbođiđ vitleysan og breytt fyrirsögninni sem ţó hangir enn inni á forsíđunni.

Ţetta er skemmd frétt.

Tillaga: Virđing mín var öđrum ađ leiksoppi.

2.

„Nú kann hins vegar ađ hafa áhrif fyrirhugađ frumvarp dómsmálaráđherra um heimild til sölu á eigin framleiđslu og heimild til áfengiskaupa í netverslun …“

Frétt á visir.is.         

Athugasemd: Framleiđir dómsmálaráđherra áfengi eđa eitthvađ annađ sem hann ţarf ađ selja? Ţetta er einfaldlega fullyrt ofangreindri málsgrein í Vísi.

Nei, ţetta er enginn útúrsnúningur!

Já. Ţegar lengra er lesiđ er ljós ađ ekki er veriđ ađ heimila dómsmálaráđherra ađ selja eigin framleiđslu. Samt er ţađ sagt í fréttinni 

Málgreinin er hnođ og varla hćgt ađ laga hana. Efnislega hefur hún ekkert gildi. Hún stendur bara í miđri fréttinni eins og sker í lygnum sjó og fćstir sem hana lesa verđa einhvers vísari. Sem sagt: málalenging.

Tillaga: Engin tilaga.

3.

Ađ­dá­endur kín­verska Loch Ness skrímslisins urđu fyrir miklum von­brigđum ţegar í ljós kom ađ skrímsliđ al­rćmda vćri tuttugu metra langur loft­púđi sem lent hafđi í Y­angtze ánni.“

Frétt á frettabladid.is.         

Athugasemd: Ţetta er kjánalega orđađ. Loch Ness er stöđuvatn í Skotlandi og í ţví er sagt ađ skrímsli felist. Ekkert stöđuvatn í Kína ber sama nafn. Meint skrímsli sást í fljótinu Yangtze, sem er hiđ lengsta í Asíu og ţriđja lengsta í heiminum, og á ekkert sameiginlegt međ skoskum vötnum. 

Í fréttinni segir:

… ţar sem mátti sjá móta fyrir dular­fullu svörtu formi fljóta í ánni.

Ađdáendur svartra kökuforma hafa eflaust orđiđ fyrir vonbrigđum. Líklega er orđalagiđ komiđ úr ensku, „black figure“ eđa álíka.

Einnig stendur ţetta í fréttinni:

Mynd­bandiđ, sem er ekki í sérlega góđum gćđum

Gćđi er fleirtöluorđ sem er náskylt lýsingarorđinu góđur. Ţetta er svona álíka eins og ađ segja „stór stćrđ“, „heitur hiti“ eđa álíka. 

Í Málfarsbankanum segir:

Athuga muninn á merkingu íslenska orđsins gćđi (skylt góđur) og erlendu orđanna kvalitet, quality o.s.frv. sem boriđ geta fremur hlutlausa merkingu: eiginleikar. Í íslensku er unnt ađ tala um góđa eiginleika en illa er taliđ fara á orđalaginu „góđ gćđi“ og „léleg gćđi“. Fremur: mikil gćđi, lítil gćđi.

Allir blađamenn eiga ađ vita ţetta nema ţeir sem sváfu í íslenskutímum í framhaldsskóla. Slíkir eiga lítiđ erindi í blađamennsku.

Tillaga: Engin tilaga.

4.

„Hćgra meg­in á mynd­inni, viđ ána, er bor­hol­an sem Hita­veita Ran­gć­inga reisti um síđustu alda­mót.“

Myndatexti á mbl.is.         

Athugasemd: Frćgt var međ endemum ţegar verđbólgan seig upp á viđ. Risherbergi í kjallara til leigu, stóđ einhvern tímann í dagblađsauglýsingu. Svipuđ reisn er yfir myndatextanum.

Má vera ađ borhola sé reist ţó hún sé gat ofan í jörđu. Til er hús sem kallađ er hola

Tillaga: Engin tilaga.

5.

„Stjórnarandstađan hefur ţrjár formennskur.“

Morgunţáttur í Ríkisútvarpinu kl. 7:40, 20.9.2019.         

Athugasemd: Mennska er nafnorđ sem ađeins er til í eintölu. Stjórnmálamađur sem talar um „mennskur“ er ekki góđ fyrirmynd. Raunar er svona tal afar niđurdrepandi og gefur varla fyrirheit um glćsta framtíđ íslenskunnar.

Hvernig á ţá ađ orđa ţađ sem mađurinn sagđi í ofangreindri tilvitnun?

Sáraeinfalt.

Tillaga: Stjórnarandstađan hefur formennsku í ţremur nefndum.

6.

„Aldrei séđ svona mikiđ vatn.“

Fyrirsögn á mbl.is.          

Athugasemd: Í Ţingvallavatni er fjári mikiđ vatn, jafnvel í ţurrkatíđ. Atlantshafiđ er rosalega stór pollur međ enn meira vatni, ađ vísu söltu. Stundum nćr ţađ upp ađ bryggjugólfi.

Í ónefndu bćjarfélagi stóđ hafnarnefndin á bryggjunni og horfđi ofan í sjóinn. Viđ ţurfum ađ dýpka höfnina og ţađ er rosalega dýrt, sagđi formađurinn. Hér geta fá skip lagt ađ. Má vera ađ ţađ sé bara ódýrara ađ hćkka bryggjuna, sagđi fulltrúi minnihlutans, og beit í tunguna. Orđ sem einu sinni eru sögđ verđa ekki aftur tekin.

Tillaga: Engin tillaga.

7.

„Appel­sínu­gul viđ­vörun til morguns: Enn hćtta ţó hćtti ađ rigna.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.         

Athugasemd: Ţó svo ađ tvö orđ hafi ólíka merkingu kallast ţađ nástađa ţegar ţau standa nálćgt hvoru öđru. Krakkar í blađamennsku vita ekkert um ţetta né heldur veldur orđafátćktin ţeim áhyggjum enda fá ţeir engar leiđbeiningar.

Hvađ segjum viđ ţegar „ţađ hćttir ađ rigna“?

Jú, ţađ styttir upp. Ţá kemur uppstytta, hlé á rigningu, ađ minnsta kosti ţangađ til aftur rignir.

Í fréttinni segir:

Ţađ er búiđ ađ vera alls­konar vatns­veđur í dag og vegir fariđ í sundur. 

Samkvćmt orđabókinni merki vatnsveđur mikil rigning. Hins vegar er algjörlega óljóst hvađ allskonar vatnsveđur merkir. Líklega er ţetta sérfrćđilegt hugtak í veđurfrćđi og ekki fyrir okkur dauđlega ađ velta vöngum yfir.

Allskonar má rita í einu orđi en betur fer á ţví ađ skrifa alls konar. Í ritreglum er ritháttur skilgreindur svo (sjá aukafallsliđi, grein 2.5):

Ýmis fallorđ í aukafalli međ atvikslega merkingu skal rita í samrćmi viđ uppruna, ţ.e. hvert orđ út af fyrir sig. Ţau vísa gjarna til tíma, stađar eđa háttar.

Blađamađurinn, og ugglaust líka viđmćlandi hans, gerir ekki greinarmun á svćđi og landshluta. Rigningu er spá á „vesturhelmingi“ landsins og ţví eykst rennsli í ám og lćkjum á „svćđinu“. Vesturland telst varla svćđi ţó fótboltavöllurinn í Borgarnesi sé ţađ eđa kannski Húsafellsskógur.

Fljótfćrnin er ađ drepa blađamanninn. Í fréttinni segir:

Vegna vatna­vaxta hafđi vegurinn fariđ í sundur. Ađ­gerđum lauk á vett­vangi um klukkan 16, en ţurfti ađ kalla ţyrlu Land­helgis­gćslunnar til vegna ţess ađ vegurinn hafđi fariđ í sundur.

Svo virđist sem margir blađamenn lesi ekki fréttir sínar yfir fyrir birtingu. Ţađ er slćmt. Verra er ţó ef blađamenn sjá ekki villurnar, ţá skiptir engu máli hversu oft fréttin er lesin yfir. Oft ţarf „fersk augu“ til yfirlestrar. Slíkt tíđkast ekki enda telja fjölmiđlar ekki eftirsóknarvert ađ birta villulausar fréttir.

Tillaga: Appel­sínu­gul viđ­vörun til morguns: Enn hćtta ţó stytti upp.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband