Óhliđhollur gluggi og sýna ógnandi hegđun

Orđlof

Takk eđa ţökk

Sumir hafa amast viđ orđunum takk fyrir vegna danskra áhrifa.

Benda má á ţökk fyrir eđa ţakka ţér fyrir í ţeirra stađ.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Örlyg­ur Hnef­ill Örlygs­son, safnstjóri safns­ins, segir í sam­tali viđ mbl.is ađ hann sé stađráđinn í ađ opna safniđ á ný síđar.“

Frétt á mbl.is.         

Athugasemd: Safnstjóri safnsins ćtlar ađ opna safniđ aftur. Auđvelt er ađ orđa ţetta betur og komast hjá meinlegri nástöđu. 

Ţetta er stutt frétt, ađeins 164 orđ. Ţar af kemur orđiđ safn fyrir átta sinnum ţar af orđiđ könnunarsafn ţrisvar sinnum. Ţetta er ekki vel skrifađ.

Nafniđ er Könnunarsafn og ćtti ađ vera ritađ međ stórum staf í allri fréttinni, svo er ekki.

Tillaga: Örlyg­ur Hnef­ill Örlygs­son, safnstjóri sagđi í sam­tali viđ blađamann ađ hann sé stađráđinn í ađ opna ţađ aftur.

2.

„Félagaskiptaglugginn var ekki hliđhollur Val.“

Frétt á vísir.is.        

Athugasemd: Félagaskiptagluggi er tímabil ađ sumri sem leikmenn í fótbolta mega skipta um félög. Ekki er ljóst hvers vegna ţetta er kallađur gluggi, önnur orđ henta betur, til dćmis tími og tímabil. Ekkert í fótbolta réttlćtir ađ ţetta sé kallađur gluggi enda vísast einhver sérviska sem hefur orđiđ vinsćl.

Á malid.is segir:

gluggi, gluggur k. birtuop á vistarveru (oftast međ gagnsćju efni í (t.d. gleri)); heiđríkjublettur á lofti …

Orđalagiđ „félagaskiptagluggin var ekki hliđhollur Val“ er bara tóm della, bjánalegt orđalag sem útilokađ er ađ réttlćta.

Í fréttinni er ţetta haft eftir einum álitsgjafanum í fótbolta:

„Ţađ sem ţú upplifir međ Valsliđiđ er ótrúlega mikil gćđi en liđiđ er ekki í góđu ásigkomulagi.“

Ţetta er talmál og ekkert út á ţađ ađ segja fyrr en rćđan hefur veriđ sett á blađ. Ţá er kemur í ljós ađ taliđ er bara samhengislaust rugl. Hver er ţessi „ţú“ sem er veriđ ađ ávarpa. Enginn, orđalagiđ er komiđ úr ensku. 

Sögnin ađ upplifa á ekki heldur heima ţarna. Blađamanni er skylt ađ breyta og laga orđalag viđmćlenda sinna ella er hann ađ dreifa villum og bulli og ţađ er ekki tilgangur fjölmiđla.

Valsliđiđ getur ekki bćđi veriđ gott og í slćmu ásigkomulagi. Betra hefđi veriđ ađ segja:

Valsliđiđ er ótrúlega gott en einstaka leikmenn hafa veriđ meiddir.

Fréttin er illa skrifuđ og lesendum ekki bjóđandi.

Tillaga: Engin tillaga.

3.

„Ef Rúnar myndi fá gott tilbođ ţá vćri Heimir Guđjónsson fyrsti mađurinn á blađi til ađ taka viđ starfinu.“

Frétt á vísir.is.        

Athugasemd: Skrýtiđ ađ orđa ţetta svona, en blađamađurinn er ábyggilega án efa afar vel ađ sér í íţróttum. Hann hann er mun lakari í skrifum.

Tillaga: Ef Rúnar fengi gott tilbođ vćri Heimir Guđjónsson efstur á blađi.

4.

„Kon­ur og minni­hluta­hóp­ar standi verst.“

Frétt á mbl.is.         

Athugasemd: Ofnotkun á viđtengingarhćtti er ţví sem nćst orđin óţolandi í fyrirsögnum fréttamiđla. Í flestum tilvikum er ţađ viđmćlandi sem fullyrđir og til ađ lesendur misskilji ekki er viđtengingarháttur notađur.

Viđ lesendur veltum ţessari fyrirsögn fyrir okkur enda segir hún bókstaflega ađ konur og minnihlutahópar eigi ađ standa verst.

Hér áđur fyrr notuđu blađmenn framsöguhátt. Samkvćmt ţví hefđi fyrirsögnin veriđ svona:

Kon­ur og minni­hluta­hóp­ar standa verst.

Allir skilja ţessa fyrirsögn, hún er mun betri en sú međ viđtengingarhćttinum. Fullyrđingin skýrist betur sé fréttin lesin.

Tillaga: Kon­ur og minni­hluta­hóp­ar standa verst.

5.

„Menn­irn­ir voru ósam­vinnuţýđir og sýndu ógn­andi í hegđun.“

Frétt á mbl.is.         

Athugasemd: Hvernig sem litiđ er á málsgreinina er hún rökleysa, jafnvel ţó gert sé ráđ fyrir einni villu. 

Forsetningunni í er ofaukiđ, hún á ekkert erindi í setninguna nema öđru sé breytt.

Sýna hegđun“ er ekki íslenska nema ţví ađeins ađ lýsingarorđi sé bćtt viđ, til dćmis slćma eđa vonda hegđun. Menn geta veriđ ógnandi. Of mikiđ er ađ segja: „sýna ógnandi hegđun“.

Svona byrjar fréttin:

18 ára kona var hand­tek­in í Okla­homa í Banda­ríkj­un­um …

Reglan er ţessi: Ekki byrja setningu á tölustöfum. Ţađ ţekkist hvergi í vestrćnum tungumálum. Ástćđan er einföld. Međ punkti er setningu eđa málgrein lokiđ og ţá getur önnur byrjađ og ţađ er gert međ stórum staf í upphafi fyrsta orđs. Ţetta er öllum auđskiljanlegt, truflar ekkert. 

Tölustafur truflar í upphafi setningar vegna ţess stóran staf vantar. Tala stendur ţarna eins og illa gerđur hlutur enda allt annađ tákn en bókstafur.

Eigi setning ađ byrja á tölu er hún skrifuđ međ bókstöfum.

Tillaga: Mennirnir voru ósamvinnuţýđir og ógnandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband