Sápugerđin Friggs og flugvél sem neyđarlenti
14.9.2019 | 12:33
Orđlof
Upplýsingaöld eđa
Ekki er sama hvort ritađ er upplýsingaöld eđa upplýsingaröld.
- Upplýsingaöld er orđ sem stundum er haft um nútímann, sbr. tölvu- og upplýsingaöld.
- Upplýsingaröld er ţađ tímabil ţegar frćđslustefnan var öflugust (á Íslandi oft talin 17701830) (Íslensk orđabók).
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
forstjóri Sápugerđarinnar Friggs.
Dćgradvöl, dálkur á blađsíđu í Morgunblađinu 11.9.2019.
Athugasemd: Í Dćgradvöl er getiđ um ćviferil fólks sem á afmćli og birt ćttartré. Athyglisverđar og fróđlegar upplýsingar. Fađir eins afmćlisbarnsins er sagđur hafa veriđ forstjóri Sápugerđarinnar Friggs. Ţetta á auđvitađ ađ vera Friggjar.
Frigg er fornnorrćnt gyđjuheiti og beygist svona: Frigg, Frigg, Frigg, Friggjar. Beygingarmyndin í tilvitnuninni er ekki til.
Tillaga: forstjóri Sápugerđarinnar Friggjar.
2.
Skógafoss er 60 metra hár og 25 metra breiđur. Fossinn er friđlýstur og telst sem náttúruvćtti. Skógafoss er gríđarlega kraftmikill og er talinn međal fegurstu fossa landsins.
Frétt í frettabladid.is.
Athugasemd: Vćri hćgt ađ bćta viđ orđinu foss í ţessa lýsingu? Ég gerđi tilraun:
Skógafoss er 60 metra hár foss og 25 metra breiđur (foss). Fossinn er friđlýstur (foss) og telst sem náttúruvćtti. Skógafoss er gríđarlega kraftmikill (foss) og er talinn međal fegurstu fossa landsins.
Er ţetta ekki um of? Jú, nástađa er aldrei viđunandi en hér tekur út yfir allan ţjófabálk. Jafnvel án viđbótarinnar er ţetta illa skrifađ, algjörlega stíllaust. Ţó má hćla blađamanninum fyrir ađ skrifa ekki Skógafoss međ erri og fyrir stuttar málsgreinar. Verra er ţegar blađamađur veit ekkert hvađ nástađa er og tönglast á sama orđinu í sífellu.
Verst er ađ í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóđ: Ferđamađur vađađi út í Skógá. Einhver á Fréttablađinu rak augun í villuna og lét leiđrétta hana, ţó ekki fyrr en ađ lesandi nefndi ţetta í athugasemdum viđ fréttina.
Hvađ er annars ţessi ţjófabálkur sem mér varđ ađ orđi? Í bókinni Mergur málsins segir:
Ţjófabálkur: Sérstakur kafli í Jónsbók (lögbók frá árinu 1281) sem nefnist ţjófabálkur en ţar var fjallađ um refsingar fyrir ţjófnađ. Ţađ hefur ţótt kasta tólfunum ef ákvćđi hans hafa ekki náđ yfir eitthvert brot. Af ţví er líkingin dregin.
Orđalagiđ merkir ţađ sem er fráleitt eđa forkastanlegt.
Í tilvitnuninni kemur frá orđalagiđ ađ kasta tólfunum. Merkingin er ţađ sem er yfirgengilegt og svo segir í bókinni:
Líkingin er dregin af teningskasti, sbr. kasta sex tvö, kasta tólfin, ţ.e. vísar til ţess ţegar sex kemur upp á tveimur teningum.
Ansi fróđlegt, finnst mér, jafnvel ţó ţetta tvennt tengist ekkert tilvitnuninni úr Fréttablađinu.
Tillaga: Skógafoss er 60 metra hár og 25 metra breiđur. Hann er friđlýstur sem náttúruvćtti og er međal fegurstu fossa landsins.
3.
Talsmađur Ross neitar ţví ađ hann hafi hótađ neinum uppsögn.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Í orđabókinni segir ađ óákveđna fornafniđ neinn sé notađ sérstćtt og međ neitun. Oftast međ orđalaginu ekki, til dćmi ţarna er ekki neinn.
Mér finnst ofangreind tilvitnun í frétt Vísis dálítiđ ókunnugleg. Var ekki hótađ neinni uppsögn eđa var einhverjum einum ekki hótađ uppsögn?
Inn í tilvituđu orđin vantar líklega atviksorđiđ ekki. Hins vegar passar ţađ engan veginn inn í málsgreinina vegna ţess ađ í henni er sagnorđiđ neita.
Betra er ađ umorđa, segja ađ mađurinn hafi ekki hótađ neinum uppsögn eđa neinum uppsögnum. Hiđ fyrra á viđ ađ hann hafi ekki hótađ manni uppsögn og hiđ síđara mönnum uppsögnum
Tillaga: Talsmađur Ross segir ţví ađ hann hafi ekki hótađ uppsögnum.
4.
Neyđarlentu eftir ađ kaffi helltist niđur.
Frétt á ruv.is.
Athugasemd: Flugmađur farţegaţotu hellti óvart niđur kaffi sem varđ til ţess ađ flugvélinni var lent á Írlandi. Hvernig á ađ orđa ţađ öđru vísi en en ađ flugvélin hafi neyđarlent? Ég held ađ vísu ađ sagnorđ sé ekki til, en hugsanlega ćtti svo ađ vera. En
Á vef BBC sem virđist vera heimild fréttarinnar segir ekki ađ flugvélin hafi neyđarlent en ţađ er aukaatriđi. Á ensku er ekki til eitt orđ fyrir neyđarlendingu. Ţess í stađ er notađ emergency landing, ţađ er lending í neyđ. Ţetta er ţví orđađ svona:
Pilot made emergency landing
Flight makes emergency landing
Er hćgt ađ nota annađ orđ á íslensku en ađ neyđarlenda flugvél ţegar hćtta steđjar ađ? Jú, hugsanlega má segja flugvél hafi lent vegna neyđar. Ţetta er hins vegar nokkuđ ţvingađ orđalag, jađrar viđ hnođ. Hvađ skyldu lesendur segja?
Tillaga: Engin tillaga.
5.
Vafasamt ađsóknarmet slegiđ.
Fyrirsögn á mbl.is.
Athugasemd: Aldrei hafa fleiri komiđ bráđamóttöku Landspítalans í Fossvogi en á ţessu ári. Ţetta kallar vefútgáfa Moggans vafasamt ađsóknarmet.
Ţegar eitthvađ er vafasamt má í orđsins fyllstu merkingu efast um ţađ. Sá sem er vafasamur er varhugaverđur ađ einu eđa öđru leyti. Vafasamt ađsóknarmet er ţví ađsóknarmet sem líklega má draga í efa ađ sé rétt.
Blađamađurinn án efa viđ ađ ţađ sé ekki gott ađ ţeim fjölgi sem ţurfi á lćknisađstođ ađ halda vegna slysa eđa sjúkdóma. Ađsóknarmetiđ er ţví slćmt eđa óheppilegt fremur en vafasamt. Hins vegar er engin ástćđa til ađ hafa ađsóknarmet í gćsalöppum vegna ţess ađ ţađ er réttnefni.
Tillaga: Slćmt ađsóknarmet slegiđ.
6.
Ţađ voru misheppnađar sendingar og skot, sjúkraţjálfari sem fékk hálfgerđa hárţurrkumeđferđ og vítadómur eftir ađ samherjar klesstu á hvorn annan.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Til eru nokkrir vel skrifandi íţróttablađamenn. Enginn slíkur skrifađi ofangreinda málsgrein.
Hvernig er hćgt ađ byrja málsgrein á persónufornafninu ţađ. Ţađ hvađ? Hverju lýsir ţađ? Svona orđ er leppur, kallađ aukafrumlag sem flestir góđir blađmenn og ađrir reyna ađ forđast vegna ţess ađ oftast bjóđast betri kostir (ekki valkostir ţeir eru ekki til).
Börn segja ađ bílar sem lenda í árekstri klessi. Leikmenn sem rekast hvor á annan eru líka sagđi hafa klesst saman. Langflestir leggja barnamáliđ af eftir ţví sem ţeir eldast og ţroskast. Hinir gerast íţróttablađamenn.
Tillaga: Engin tillaga.
7.
Hann nefnir dćmi um ţađ ţegar hann labbađi frá Kirkjubćjarklaustri til Víkur en ţađ var lítiđ af gististöđum ţar á milli.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Töluvert afrek er ađ ganga hringinn í kringum landiđ og ekki síst ađ ná ţví ađ halda góđum gönguhrađa og ýta jafnframt á undan sér hjólbörum fullum af farangri. Engu ađ síđur kallar blađamađurinn ţetta labb. Í fréttinni er ýmist tala um göngu eđa labb. Blađamađurinn hefđi átt ađ gćta samrćmis og nota sögnina ađ ganga.
Hvađ merki labb eđa labba? Á malid.is segir:
Labba s. (17. öld) rölta, ganga; sbr. nno. labba ţramma
Ganga er ekki alltaf labb en labb er ganga. Ég labba stundum út í búđ, örstutta leiđ, labba líka upp og niđur stiga. Ég geng á Esju, Vífilsfell og önnur fjöll. Ég labbađi ekki yfir Sprengisand og Kjöl og alls ekki um Hornstrandir. Aldrei labbađi ég upp á Hvannadalshnúk en gekk upp nokkrum sinnum.
Vera má ađ fólk geri ekki greinarmun á göngu og labbi. Mín tilfinning er sú ađ labb sé svipađ og rölt.
Tillaga: Hann nefnir dćmi um ţađ ţegar hann gekk frá Kirkjubćjarklaustri til Víkur en fáir gististađir eru á leiđinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.