Lćgđin sem mćtti, menn sem haga sér og löggjafarţing Alţingis
11.9.2019 | 11:26
Orđlof
Traustatak og ţjófnađur
Orđasambandiđ taka traustataki merkir strangt til tekiđ: taka eitthvađ án leyfis en í trausti ţess ađ leyfi hefđi fengist.
Gerđur er greinarmunur á merkingu ţessa orđasambands og taka eitthvađ ófrjálsri hendi en ţađ merkir: stela einhverju.
Málfarsbankinn.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Fellibylurinn Dorian mćtti ađ ströndum Kanada í gćr međ gríđarmiklu regni og kröftugum vindum.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Í frétt Ap fréttastofunnar sem er heimild fyrir ţessari frétt Vísis segir:
Dorian arrived on Canadas Atlantic coast Saturday with heavy rain and powerful winds
Ţegar sögnin to arrive we notuđ í ensku fréttinni er ómögulegt ađ ţýđa hana međ íslensku sögninni ađ mćta vegna ţess ađ hann mćtti ekki heldur kom. Hins vegar mćtir fólk á réttum tíma í vinnuna eđa á fund.
Kćruleysilegt eđa fljótfćrnislegt orđalag bendir ekki til ţess ađ sá sem skrifar beri neina virđingu fyrir lesendum.
Tillaga: Fellibylurinn Dorian kom ađ ströndum Kanada í gćr međ gríđarmiklu regni og kröftugum vindum.
2.
Mér fannst hann dćma ţetta ágćtlega, en rétt eins og ég og ađrir ţá ţurfum viđ ađ haga okkur og segja fallega hluti.
Frétt á visir.is.
Athugasemd: Annađ hvort haga menn sér vel, illa eđa á einhvern annan hátt. Lýsingarorđ ţarf ađ fylgja sögninni.
Áhrifin af ensku sögninni to behave eru mikil. Hana má ekki ţýđa hugsunarlaust međ sögnunum ađ haga (sér) eđa hegđa (sér).
Orđin ađ haga eđa hegđa (án lýsingarorđs) er orđiđ ć algengara í fjölmiđlum og margir halda ađ ţannig eigi ţađ ađ vera. Svo virđist sem blađamenn viti ekki betur, noti orđin hiklaust.
Í ensku orđabókinni minni segir:
Behave: Act correctly, act properly, conduct oneself well, act in a polite way, show good manners, mind one's manners, mind one's Ps and Qs; be good, be polite, be well behaved.
Sögnin haga segir til um hegđun. Hún getur greinilega ekki stađiđ sjálfstćtt eins og enska sögnin behave eins og fram kemur í ensku tilvitnuninni.
Tillaga: Mér fannst hann dćma ţetta ágćtlega, en rétt eins og ég og ađrir ţá ţurfum viđ ađ haga okkur vel og segja fallega hluti.
3.
Tveimur mönnum bjargađ úr bát sem strandađi.
Fyrirsögn á visir.is.
Athugasemd: Strandađi báturinn eftir ađ mönnunum var bjargađ eđa hafđi hann strandađ áđur? Fyrirsögnin er einfaldlega tvírćđ ţó svo ađ vitum ađ báturinn var ţegar strandađur er mönnunum var bjargađ.
Ađ sumu leyti er ţetta furđulega skrifuđ frétt. Sagt er ađ björgunarsveitir hafi veriđ sendar á stađinn. Fiskibátur gat ekki athafnađ sig á svćđinu og svo kom björgunarbátur á stađinn. Loks er sagt ađ standstađur var undir bjargi. Frekar einhćf lýsing, mikil nástađa og endurtekningar.
Svo kemur ţetta gullkorn:
Viđ birtingu verđa ađstćđur svo skođađar betur međ tilliti til björgunar á bátnum.
Blađamanninum datt greinilega ekki hug ađ skrifa svona:
Viđ birtingu verđur kannađ hvort hćgt sé ađ bjarga bátnum.
Ţví miđur er ţetta skemmd frétt.
Tillaga: Tveimur mönnum bjargađ úr strönduđum báti.
4.
150. löggjafarţing Alţingis var sett í gćr međ tilheyrandi athöfn.
Frétt á blađsíđu fjögur í Morgunblađinu 11.9.2019.
Athugasemd: Fréttin hefst međ tölustöfum og punkti. Víđast er ráđiđ gegn ţví ađ byrja setningu á tölustöfum. Ástćđan er einfaldlega sú ađ ţeir eru ekki bókstafir, heldur tákn sem merkja tölu.
Rađtalan 150 er ekki skrifuđ svona: Eitthundrađasta og fimmtugasta.
Svo er ţađ hitt. Alţingi er löggjafarţing ţjóđarinnar. Er ţá rétt ađ segja löggjafarţing Alţingis?
Í upphafi ávarps síns sagđi forseti ţingsins ţetta:
Ég býđ hv. alţingismenn og gesti Alţingis velkomna viđ setningu 150. löggjafarţings.
Forsetinn býđur gesti Alţingis velkomna í tilefni setningar löggjafarţingsins. Orđ hans skýra ţađ sem segir í frétt Morgunblađsins. Ţetta er eitthundrađ og fimmtugasta löggjafarţingiđ sem sett er í ţeirri stofnun sem nefnist Alţingi. Ţar af leiđir ađ orđalagiđ í fréttinni er líklega rétt.
Hafa lesendur einhverja skođun á ţessu?
Ađ lokum. Mikiđ er ég á móti skammstöfunum í rituđu máli. Fyrir tíma tölvunnar var reynt ađ spara pláss í blýsetningu. Ţess ţarf ekki lengur.
Tillaga: Eitthundrađ og fimmtugasta löggjafarţing Alţingis
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.