Konunöfn karla og skopteikning er misskilin

Skopmynd

Teiknari Moggans nær nýjum hæðum í viðbjóði í dag.

Svo tístir einhver á Twitter í dag. Trumpistar hafa ekki fyrir því að skýra mál sitt, ekki frekar en sjálfur forsetinn í amríkunni. Tilefnið var skopmynd í Morgunblaðinu, reglulega góð.

Nýlega var nafnalögum breytt og geta nú karlar tekið sér kvenmannsnafn. Í ljósi þessa má brosa að teiknuðu myndinni. Má vera að þarna hafi einhver Jón komist inn í búningsklefa kvenna vegna þess að hann breytti nafni sínu í Jóna í þjóðskrá. Hafði þó ekkert annað gerst.

Twitteristinn var of fljótur á sér og bætir við:

Það er ekki gaman að dreifa hatrinu hans þannig að ég læt andlitið hans fylgja með.

Og hann birtir mynd af laglegum manni sem hingað til hefur ekki gert neinum mein, alið börnin sín upp í góðum siðum og á það til að hlægja í góðra vina hóp. Húmorslausa Trumpistanum á Twitter er þetta ekki nóg og hann birtir spurningu sem teiknarinn lagði einhvern tímann fram opinberlega:

Heldurðu að Íslendingar sem þjóð eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir straumi innflytjenda sem leggjast á velferðarkerfið eins og er að gerast á Norðurlöndum og víða í Evrópu?

Með þetta í farteskinu er teiknarinn dæmdur og tekinn af lífi. Fyrir hvað veit enginn en sönnunargögnin teljast skotheld. Svoleiðis gerir sjálfur Trump sem fullyrðir að allir sem koma ólöglega inn til Bandaríkjanna séu glæpamenn, hyski, óþjóðalýður. Trumparar veita engan afslátt af fullyrðingum sínum: Þú ert víst viðbjóður af því að ég segi það. Kannast lesandinn við orðbragðið?

Venjulegt fólk brosir út í annað en lætur ekki segja sér hvað því á að finnast. Sumum finnst myndin fyndin, öðrum ekki. Það þarf hins vegar sérstaka innrætingu til að misskilja teikninguna. Og enn lakari er sá sem finnur hjá sér þörf til ausa náunga sinn auri fyrir það eitt að vera listamaður og gera ekki það sem góða fólkinu finnst að hann eigi að gera? 

Heiftin er alltof mikil í þjóðfélaginu, hún er sjúkdómur sem við öll verðum að varast því fyrr en varir tekur fasisminn yfir, enginn þorir að andmæla hávaðasömu tísti á Twitter og smám saman er óþverralegt orðbragð orðið sannleikurinn. Í amríkunni er jafnvel til fólk sem trúir Trump og túlkar orð hans svo að allir aðrir en hvítt fólk séu óalandi og óferjandi.

Rökin víkja fyrir dólgshætti og hatri og þeir sem enn standa eru einfaldlega sagðir meðvirkir. Verra getur það varla verið.

Hversu aumlegt er ekki að skilja ekki brandara? Jú, aumlegra er að misskilja hann. Aumast af öllu er þó að leggja út af honum á versta hugsanlegan veg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var snilldarteikning hjá Helga, bara ekki fyrir húmorslausa.

Mikil umræða er um þetta á einhverri DV-vefsíðu.

En þessi tístari, sem gagnrýndi myndina hastarlega, held ég sé eins langt frá stjórnmálastefnu Donalds Trumps og komizt verður.

En vel máttu upplýsa mig, HVAR "Trump ... fullyrði að allir sem koma ólöglega inn til Bandaríkjanna séu glæpamenn, hyski, óþjóðalýður."

Jón Valur Jensson, 23.7.2019 kl. 16:06

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll,Ég hef ekki hugmynd um hver stjórnmálastefna Trump er. Hann hefur flækst á milli flokka. Hins vegar eru þeir líkir sem tala illa um annað fólk, rétt eins og tístarinn vegna Moggamyndarinnar, virkir í athugasemdum og Trump. Lundin leynir sér ekki eða ætti ég að segja ólundin.

Held ekki reiður á öllu því sem Trumparinn segir en hann hefur látið margt ljótt frá sér fara frá því hann tók við embætti. Hef ekki tíma til að gúgla kallinn en tel það sé fljótlegt að finna ógeðfelld ummæli sem hrotið hafa af vörum hans.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.7.2019 kl. 16:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég er alveg sammála því síðastnefnda hjá þér, Sigurður, en ég er feginn að þú gazt ekki staðfest það, að þessi orð, sem ég vitnaði til, hefði Trump sagt í raun og veru. Við þurfum að passa okkur á því að verða ekki eins og Rúvarar, sem gefa sér allt það versta um viðhorf Trumps. Ég tók Rúvara einmitt fyrir vegna slíks í nýlegum pistli mínum: Æsingur meðal demókrata vegna ummæla Trumps skilar sér til trúgjarnra íslenzkra fjölmiðla

Og hér með enn skýrari hætti (gegn fullyrðingum Guðmundar Steingrímssonar Fréttablaðs-penna):

 https://www.facebook.com/jonvalur.jensson/posts/3014435368630041

Jón Valur Jensson, 23.7.2019 kl. 16:32

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Auðvitað er hægðaleikur að skoða andstyggileg ummæli Trumps Bandaríkjaforseta, ummæli gegn kynþáttum, þjóðum, konum svo eitthvað sé nefnt.

Skoðaðu þessa klippu á BBC: https://www.bbc.com/news/video_and_audio/headlines/37230916/drug-dealers-criminals-rapists-what-trump-thinks-of-mexicans

Þetta er miklu verra en ég nefndi í pistlinum. Gúglaðu „Trump's foul language“ eða álíka. Trump er orðljótur maður svo þetta er auðvelt verk. 

Því miður eru margir álíka, pólitík skiptir engu máli heldur innrætið.

Svona fólk er að finna um allan heim. Það eitrar umhverfið, gerir lífið andstyggilegt fyrir fjölda fólks.

Trumparar heimsins eru eins og maðurinn sem réðst á teiknara Moggans vegna saklausrar teikningar, gerði manninum upp skoðanir og lagði svo út frá þeim og fordæmdi. Þannig unnu fasistar, nasistar og kommúnistar og margir fleiri alla síðustu öld og gera enn. Verkefnið er að láta verjast þessu fólki. Helst með ást og blíðu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.7.2019 kl. 17:35

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir ýtarlegt svar, Sigurður. Nú hef ég horft á BBC-myndbandið um Mexíkanana (menn ættu að skoða það), en það er reyndar alls ekki svo slæmt, hann alhæfir ekki um þá alla, og það er náttúrlega vitað, að yfir suðurlandamærin bárust ógrynni eiturlyfja og fíkniefna með glæpamönnum (hversu mörgum, veit ég ekki, veizt þú það?), það er ósköp eðlilegt, að forsetaframbjóðandi vilji vinna gegn því, eins og Bill Clinton og Obama höfðu áður reynt af veikum mætti.

Ég googlaði líka "Trump´s foul language" -- fyrsta niðurstaðan þar fjallaði mest um að hann hefði notað orðið "shithole" til að lýsa Haítí og Afríku, en ekki var þetta sýnt í samhengi og raunar engin upptaka af þeirri ræðu hans í Hvíta húsinu og jafnvel ekki allir með það á hreinu, hvað hann hefði í rauninni sagt. Það dugar mér því ekki til að fordæma hann.

En allt er nú til, á þeirri síðu eru jafnvel menn lærðir í sálfræði og þekkingarfræði spurðir álits: 

Benjamin Bergin, a cognitive science professor at the University of California San Diego who wrote a book on why people swear called “What the F,” said his research has shown profane speech can be perceived as more honest.

If swearing kept Trump from storming out of the negotiations, that could be positive, said Timothy Jay, emeritus professor of psychology at the Massachusetts College of Liberal Arts, and author of five books on profanity.

En þessi svarar í hina áttina um hans blótsyrði (Diane Gottsman, author of Modern Etiquette for a Better Life, , who advises people on business etiquette): “My advice would be: don’t do it,” she said. “When we are in a position of power, people look up to us.”

Jón Valur Jensson, 23.7.2019 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband