Tímapunktur, handlagning voru og einöngruđ börn
6.6.2019 | 11:32
Orđlof og annađ
Lesendabréf
JESÚS KR. JÓSEPSSON
Krossfitt
Ókei. Sá nćsti sem segir eitthvađ hnyttiđ um krossfitt viđ mig í dag ţarf ađ hafa ansi mikiđ fyrir himnaríkisvistinni.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Fyrir ţrjátíu árum síđan vaknađi kínversk alţýđa
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Fyrir ţrjátíu árum eđa fyrir ţrjátíu árum síđan. Hver er munurinn á ţessu tvennu?
Á malid.is segir:
Ţađ er taliđ betra mál ađ segja fyrir stuttu, fyrir ári, fyrir ţremur dögum o.s.frv. en fyrir stuttu síđan, fyrir ári síđan, fyrir ţremur dögum síđan. Orđiđ síđan er óţarft í slíku samhengi.
Á dönsku er iđulega sagt:
Det er lang tid siden!
Ţetta ţýđir ekki ađ viđ getum notađ atviksorđiđ síđan í svipađri stöđu og Danir gera međ siden. Engu ađ síđur gegnir atviksorđiđ síđan mikilvćgu hlutverki í íslensku máli.
- Langt er síđan ég hitti hann.
- Ekki er lengra síđan en í gćr.
- Enn lengra en síđan síđast.
Síđar í fréttinni er ţetta haft eftir utanríkisráđherra Bandaríkjanna:
Viđ hyllum hetjur kínversks almennings sem stóđu upp af hugrekki á Tiananmen-torgi fyrir 30 árum og
Stóđu upp af hugrekki. Slćmt. Athygli vekur ađ ţarna er ekkert síđan. Skrýtiđ hversu samhengiđ í frásögninni er tilviljanakennt.
Tómas Guđmundsson orti:
Svo var ţađ fyrir átta árum,
ađ ég kvaddi ţig međ tárum.
Daginn sem ţú sigldir héđan.
Harmahljóđ úr hafsins bárum
hjarta mínu fylgdi á međan.
Ekki hefđi flögrađ ađ Tómasi ađ skrifa ađ atburđurinn hefđi gerst fyrir átta árum síđan.
Tillaga: Fyrir ţrjátíu árum vaknađi kínversk alţýđa
2.
Hann segir ađ hjá AIK sé honum sýnd ţolinmćđi sem sé mikilvćgt á ţessum tímapunkti.
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Tímapunktur er oftast ónauđsynlegt orđ í íslensku. Viđ höfum orđ eins og atviksorđin nú eđa núna.
Eiginlega er ţessi málsgrein bölvađ hnođ sem og fréttin öll. Ţađ kom í ljós ţegar ég reyndi ađ böggla saman tillögu. Vćri ég ritstjóri hefđi ég beđiđ blađamanninn um ađ endurskrifa fréttina, leggja meiri alúđ í hana. En fyrir alla muni sleppa orđinu tímapunktur. Vitagagnslaus fjandi.
Tillaga: Núna fćr hann ţá loksins ţá ţolinmćđi sem hann ţarf.
3.
Núverandi stjórnvöld hafa skoriđ upp herör gegn glćpum og er handlagning ţess varnings sem bođinn verđur ţarna upp ein birtingarmynd ţess.
Frétt á blađsíđu 4 í bílalbađi Fréttablađsins 4.6.2019.
Athugasemd: Ţarna hló ég upphátt, ekki af meinfýsni, heldur fannst mér orđanotkunin einfaldlega hlćgilega kjánaleg.
Blađamađurinn hefur greinilega ruglast. Hann ţekkir úr löggumálinu nafnorđiđ haldlagning, veit ađ löggan haldleggur til dćmis ţýfi, ţađ er leggur hald á ţađ, tekur ţađ.
Svo veit hann ađ presturinn leggur hendur yfir fermingarbarniđ og blessar ţađ.
Ţar ađ auki veit hann ađ handleggur nefnist sá hluti líkamans sem er áfastur öxlunum.
Loks gćti hann hafi horft á atriđi í bíómynd ţar sem vondi kallinn leggur hendur á ţann góđa, ólíkt prestinum lemur sá vondi hinn.
Er ţá nema furđa ađ blessađ barniđ ruglist í ríminu og viti ekki hvernig á ađ orđa ţađ ţegar yfirvöld hirđa hluti af bófum.
Annars ţessi frétt ekki vel skrifuđ.
Tillaga: Ţjálfari félagsins er ţolinmóđur sem núna er mikilvćgt.
4.
Ríkharđur III. međ VIII.
Frétt á blađsíđu 63 í Morgunblađinu 6. júní 2019.
Athugasemd: Ţetta er góđ fyrirsögn, afburđa góđ. Stundum fylgja rómverskar tölur nöfnum kónga, drottninga og jafnvel páfa. Núorđiđ eru arabískar tölur látnar nćgja.
Enski kóngurinn Ríkharđur sem kenndur var viđ Klaustur (Gloucester) drap brćđur sína og brćđrasyni og tókst ađ verđa Englandskonungur og var sá ţriđji í röđinni sem bar nafniđ.
Í fréttinni segir blađamađurinn frá Grímuverđlaununum og ađ leikverkiđ Ríkharđur III. Hafi fengiđ átta tilnefningar, skrifar VIII skrifađ upp á rómverska mátann. Stórskemmtileg hugmynd.
En svo er ţađ hitt. Eftir fyrstu greinaskilin stendur:
60 verk voru skráđ af leikhúsum og sviđslistahópum í Grímuna í ár
Hvergi á byggđu bóli tíđkast ađ byrja setningu á tölustöfum, hvorki rómverskum né arabískum. Ţetta eiga allir blađamenn ađ vita og forđast. Svona sést varla hjá vönduđum erlendum fjölmiđlum en hér á landi les enginn yfir og handvömm, ţekkingarleysi eđa kćruleysi blađamanna fá ađ menga fréttir, lesendum til armćđu. Einfalt og auđvelt er ađ hafa ţetta rétt, sjá tillöguna.
Tillaga: Sextíu verk voru skráđ af leikhúsum og sviđslistahópum í Grímuna í ár
5.
Fimm börnum haldiđ einöngruđum frá umheiminum árum saman.
Fyrirsögn á dv.is.
Athugasemd: Lýsingarorđiđ einangrađur fellbeygist svona í fleirtölu, frumstigi, sterk beyging:
einangrađir, einangrađa, einangruđum, einangrađra
Hvergi verđur til ´ö´ í beygingum orđsins.
Tillaga: Fimm börnum haldiđ árum saman einangruđum frá umheiminum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.