Greiðum loftlagsgjald en lækkum útvarpsgjaldið um sömu fjárhæð

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna leggur til nýjan skatt, eitt þúsund króna loftslagsgjald. Gott hjá honum.

Þetta er vissulega jákvæður skattur. Hins vegar er mikilvægt að draga úr skattheimtu ríkisins, ekki auka hana.

Ég er hins vegar tilbúinn til að greiða 5.000 krónur í loftslagsgjald, jafnvel meira, svo fremi sem útvarpsgjaldið verði lækkað um sömu fjárhæð.

Þetta myndi ekki auka skattheimtuna því 17.500 króna skatti verði deilt í tvennt, annan hlutann fær Ríkisútvarpið en hinn fer í loftlagsmál. Mér er eiginlega alveg sama hver skiptingin verður.

Held að allir hljóti að vera þessu sammála enda hollt að vinna í lausnum. Vinnum með Ara Trausta.


mbl.is Leggur til flatt loftslagsgjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er alfarið á móti þessu.

Hinsvegar verður að virða það vuð þennan þrjót, Ara, að skatturinne er réttnefndur, enda fullvíst að hann fer út í veður og vind eftir innheimtu. 

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2019 kl. 15:21

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Best er að losna við báða þessa skatta, Sigurður.

Að ætla að kaupa sig frá mengun er ekki hægt, þar þarf að ráðast að vandanum við rætur hans. Nú þegar erum við sóðarnir, þ.e. þeir sem aka á einkabílum, hvort heldur að að gamni sínu eða brýnni þörf, látnir greiða væna skatta til samfélagsins undir nafni mengunar. Ekkert, eða a.m.k. mjög lítið af því fé er notað til að vinna að mengunarlausnum, sama nafni hvað þær nefnast.

Enn hafa stjórnvöld heygst á því að breyta byggingareglugerð, þannig að skylt sé að gera ráð fyrir raftenglum fyrir bíla við hverja íbúð. Sú breyting kostar þó ríkissjóð ekki eina krónu, þó vissulega megi halda því fram að húsnæðisverð muni hækka um einhverjar krónur, kannski fimm til tíu þúsund. Á sama tíma ætlar þessi ríkisstjórn að rafbílavæða bílaflota landsmanna á örfáum árum. Það er erfitt að trúa að einhver heilindi séu bak við þær fullyrðingar og útilokað að sjá hvernig slíkt á að geta skeð, sér í lagi þegar ekki einu sinni er hægt að huga að grunninum fyrir slíkri aðgerð!

Stjórnmálamenn, bæði íslenskir sem erlendis, haga sér eins og fávitar. Þeir hugsa um það eitt að skattleggja í þágu mengunar, en enginn kemur með raunhæfar tillögur, tillögur sem eitthvað vit er í. Þeir haga sér eins og fávitinn sem ætlaði að byggja sér hús og byrjaði á því að reyna að negla kjölinn á þakið, sem þó átti eftir að byggja, ásamt grunni og veggjum.

Um ruv ætla ég ekki að ræða, það hefur sjálft dæmt sig úr leik.

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2019 kl. 16:41

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Loftlagsgreiðslur?? Hvar setja menn loftlags greiðslur?  Til hvers eru loftlagsgreiðslur notaðar? Gæti verið að það yrði með þær eins og vegafé á um liðnum árum?.  

Hrólfur Þ Hraundal, 5.6.2019 kl. 03:40

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður meinar þú gjald fyrir að anda að sér loftblöndu. Image result for Greenhouse gas

Valdimar Samúelsson, 5.6.2019 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband