Vandaður embættismaður látinn víkja

Þórólfur Árnason hefur staðið sig vel sem forstjóri Samgöngustofu. Aldrei hefur verið neitt upp á hann að klaga. Hafi eitthvað verið athugunarvert við stjórnsýslu stofnunarinnar undir forystu hans hefði átt að taka á því fyrir löngu.

Samgönguráðherra tekur ákvörðun um að ráða annan í stað Þórólfs. Þetta er óskiljanleg ráðstöfun og styðst ekki við nein fordæmi önnur en pólitísk.

Ég þekki ekki Þórólf, erum rétt málkunnugir, en hann hefur komið mér fyrir sjónir sem vandaður embættismaður.

Fróðlegt verður að sjá rökstuðning hæfisnefndarinnar og samgönguráðherra.


mbl.is „Ég bara skil þetta ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála þér,enda þekki ég Þórólf svo vel að geta fullyrt að hann er hinn mætasti maður,hef aldrei heyrt neinn kvarta yfir vinnubrögðum eða framkomu hanns við starfsfólk.  

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2019 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband