Í heild sinni, meiđsl og kalla eftir

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

Prestur

Orđiđ prestur er rakiđ til gríska orđsins presbýteros (safnađaröldungur). 

Ţegar kristnin barst norđur á bóginn tóku germönsku málin viđ orđinu, líkast til eftir viđkomu ţess í latínu (presbyter), og viđtökumálin settu mark sitt á orđiđ eftir atvikum. 

Ţannig festi ţađ rćtur í skandinavísku málunum (prest, präst, prćst), fćreysku og íslensku (prestur), ensku (priest) og ţýsku (Priester). 

Áfram má halda; lettneska, sem raunar er baltneskt tungumál, fékk orđiđ úr ţýsku og bćtti viđ eigin endingu: priesteris. 

Tungutak eftir Ara Pál Kristinsson á blađsíđu 26 í Morgunblađinu 20.4.2019.

1.

Lásu Passíusálmana í heild sinni.

Fyrirsögn á blađsíđu 2 í Morgunblađinu 20.4.2019              

Athugasemd: Stundum velja blađamenn lengri leiđina, nota fleiri orđ í stađ fćrri. Skilja má ofangreinda fyrirsögn á ţann vega ađ allir Passíusálmarnir hafi veriđ lesnir. Sé svo, er ekki bara ágćtt ađ segja ţađ ţannig, vafningalaust?

Á blađsíđu 20 í sama Morgunblađi segir í frétt/viđtali viđ breskan sagnfrćđing:

Hann heimsótti ţví skjalasafn Churchills, sem stađsett er í Cambridge, …

Ţarna er orđinu „stađsett“ ofaukiđ. Sé ţví sleppt breytist merking málsgreinarinnar ekkert, bara alls ekkert. Hvers vegna er ţá veriđ ađ stađsetja allt? Orđiđ er afar algengt í fréttum fjölmiđla, hvers vegna er ekki ljóst.

Tillaga: Lásu alla Passíusálmana

2.

Enginn hlaut alvarleg meiđsl …

Fréttir Ríkissjónvarpsins kl. 19, 20.4.2019.             

Athugasemd: Meiddist einhver? Nei, enginn, ađ minnsta kosti ekki alvarlega. Hvers vegna er veriđ ađ nafnorđavćđa fréttirnar? Af hverju getur fréttamađurinn ekki notađ sagnorđiđ ađ meiđast?

Skrýtiđ.

Enginn meiddist, slasađist, sćrđist, skaddađist og svo framvegis. Af sögninni ađ meiđa er dregiđ nafnorđiđ meiđsl, sem merkir sár eđa lemstrun, samkvćmt malid.is. 

Síđar í fréttinni segir fréttamađurinn og virđist full alvara:

Slökkviliđiđ hefur náđ ágćtis stjórn á eldinum.

Ţetta er ađ vísu skrifađ eftir minni. Flestir standa í ţeirri trú ađ slökkviliđ stjórni ekki eldum heldur slökkva ţá. Ţađ gćti hins vegar veriđ misskilningur.

Tillaga: Enginn meiddist alvarlega.

3.

Viđ munum vinna međ ykkur af varkárni.

Frétt á visir.is.             

Athugasemd: Eitthvađ skrýtiđ er viđ ofangreint. Heimildin er í enska fréttavef Guardian, ţar er haft eftir lögregluforingja:

I want to reassure you that we will work with you sensitively.

Ţarna er lykilorđiđ „sensitively“ sem vissulega má ţýđa sem varkárni en enginn Íslendingur talar eins og sagt er hér ađ ofan. Eins og oft áđur en bein ţýđing úr ensku gagnslítil, raunar skađleg. Í fréttinni er sagt frá rannsókn á hryđjuverki á Norđur-Írlandi. 

Ţýđing blađamannsins hefur allt ađra merkingu en orđin á ensku. Samheiti enska orđsins „sensitively“ eru til dćmis „vinsemd“, „gentle“, „nice“, „warm“, „caring“ og svo framvegis

Lögregluforinginn hvetur vitni til ađ gefa sig fram og segir lögregluna muni koma fram viđ ţau af vinsemd og hlýju. 

Í fréttinni var talađ um hryđjuverk í Norđur-Írlandi. Venjan er sú ađ á íslensku er forsetning á notuđ um landiđ, á Norđur-Írlandi. Fyrirsögninni var síđar breytt en ekki í sjálfri fréttinni, ţar er enn talađ um hryđjuverk „í Norđur-Írlandi“

Tillaga: Viđ munum taka á móti ykkur međ vinsemd og hlýju.

4.

„… kölluđu eftir rannsókn á ađgerđum almennra borgara til ađ stöđva flóttafólk á leiđ sinni yfir landamćrin.

Frétt á visir.is.             

Athugasemd: Hvađ merkir orđasambandiđ ađ kalla eftir? Óska eftir, biđja um, krefjast, heimta … Ennfremur má velta ţví fyrir sér hvort sá sem „kallar eftir“ sé ađ hrópa.

Sumir blađamenn halda ađ enska orđasambandiđ „to call for“ megi alltaf ţýđa á íslensku sem „kalla eftir“.

Lítum sem snöggvast á nokkur skemmtileg tilbrigđi íslenskunnar.

Stundum gerist á veitingastađ ađ gestur ţarf ađ kalla eftir ţjónustu. Í húsbyggingunni kallađi smiđurinn eftir hamrinum („hent’í mig hamrinum“). Á fundi kallađi fundargestur ókvćđisorđ á eftir fundarstjóranum sem gekk út. Fyrsta hćđ til hćgri, kallađi íbúinn á eftir gestunum í stiganum.

Í öllum ţessum tilvikum var kallađ, hrópađ, argađ, ćpt …

Á Alţingi var óskađ eftir umrćđu um efnahagsmál. Á félagsfundi vildi einn fundargestur fá nánari skýringar á liđnum „annar kostnađur“ í reikningunum. Á ţingi Sameinuđu ţjóđanna hvatti framkvćmdastjórinn ríki heims til ađ ađstođa flóttamenn. Sveitarfélög á Vestfjörđum krefjast betri vegar yfir Dynjandisheiđi.

Í ţessum tilvikum var ekki kallađ eftir neinu og ţađan af síđur hrópađ, argađ, ćpt …

Og nú er óhćtt ađ víkja aftur ađ hinum tilvitnuđu orđum sem eru ţessi:

Tilkynningin var birt stuttu eftir ađ the American Civil Liberties Union (ACLU) og öldungadeildarţingmenn Demókrataflokksins kölluđu eftir rannsókn á ađgerđum almennra borgara til ađ stöđva flóttafólk á leiđ sinni yfir landamćrin. Ţetta kemur fram á vef Reuters.

Á vef Reuters segir hins vegar:

Mexico said on Saturday it had “deep concern” about armed groups that intimidate and extort migrants on the border, shortly after the ACLU and Democratic senators called for a probe into such citizen efforts to block migrants from crossing.

Raunar er fréttin á vef Reuters nokkuđ ítarlegri en sú á Vísi, rétt eins og blađamađurinn hafi ekki nennt ađ ţýđa hana orđi til orđs. Látum ţađ nú vera. Hins vegar er ljóst ađ ţarna var ekki kallađ eftir neinu, og alls ekki hrópađ, argađ eđa ćpt. 

Af samhenginu má ráđa ađ krafist hefur veriđ rannsóknar á vopnuđum hópum sem ógna og kúga flóttamenn. Óskiljanlegt er ađ blađamađurinn skuli tala um ađ almennir borgarar séu ţarna ađ verki nema ţví ađeins ađ hann misskilji ţar sem segir hér ađ ofan, „citizen effort“.

Tillaga: … kröfđust rannsóknar á vopnuđum hópum sem stöđva flóttafólk á leiđ yfir landamćrin.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband