Guðmundur Andri grætur, svona áróðurslega séð ...
17.4.2019 | 16:57
Hann segir að til dæmis megi líta til málflutnings Davíðs Oddssonar sem aftur og aftur, ítrekað, heldur fram sömu rangfærslunum, þá veitir hann þessu visst lögmæti.
Mér finnst eiginlega nóg komið. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er góðafólkið í stjórnmálum. Hann grætur undan aðkasti og vill að aðrir sýni kurteisi. Engu að síður lætur hann sér sæma að ráðast að öðru fólki eins og ofangreind tilvitnun í frétt á á visir.is. ber vitni um.
Góðafólkið fordæmir rasisma, falsfréttir, yfirgang og ókurteisi en á sama tíma leyfir það sér að ráðast að öðrum með sama hætti og það kvartar yfir og mælir gegn.
Einhver vitleysingur var vondur við Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar í búðarferð. Í frásögn sinni af atburðinum tekst honum af lævísi sinni að blanda Davíð Oddssyni í málið rétt eins og hann hafi fjarstýrt dónanum. Jú, góðafólkið telur sig eiga fyrsta skotleyfi á Davíð, öllu má ljúga upp á manninn og það er gert án nokkurra undanbragða.
Dettur einhverjum í hug að svona talsmáti sé tilviljun. Nei, þetta er áróður, einbeittur og skýr, sem Guðmundur Andri setur fram til að upphefja sjálfan sig og niðurlægja aðra.
Eftirtektarvert er að Guðmundur Andri fellir dóm yfir Davíð en rökstyður hann ekki nánar því auðvitað eiga allir að vita hversu mikið skaðræði maðurinn er. Þannig er aðferðafræði áróðursins sem var þróuð og útfærð í einræði kommúnismans, nasismans og fasismans og hefur verið óspart nýtt síðan til að gera út af við pólitíska andstæðinga eða þá sem hafa óæskilegar skoðanir.
Guðmundur Andri er fullnuma í áróðri. Hann kann þá list að láta að einhverju liggja án þess að segja það beinum orðum. Páll Árdal orti um mann sem gæti verið þingmaðurinn ljóslifandi:
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.