Wow-leg tíðindi og ekkert annað að frétta
28.3.2019 | 14:17
Wow var í fréttunum. Allur heimurinn stóð á öndinni og fylgdist með. Ríkisútvarpið, Ríkissjónvarpið, Bylgjan og fleiri miðlar fluttu beinar lýsingar af nauðlendingunni. Engu líkar var en að Beyonce eða álíka celeb hefði brotið nögl.
Allt féll í skuggann af hinum válegu atburðum. Glæpir stöðvuðust, Brexit frestaðist, Trump hætti að tísta, Kínverjar hættu að þróa Huawei, Rússar hættu að endurvinna almenn tíðindi, gulvestungar hengdu upp vestin sín, Palestínumenn gerðu hlé á mótmælum, Ísraelar hættu að skjóta á mótmælendur og sjálfur nýtti ég tækifærið og fór til tannlæknis.
Vonir standa nú til þess að almenningur á Íslandi fái nú fréttir af gangi kjaraviðræðna, beinar útsendingar af verkfallsvörslu, sögur af Trump, fréttir af Brexit og annað fréttnæmt í veröldinni sem heldur vonandi áfram að snúast um öxul sinn.
Verra er ef formaður Samfylkingarinnar hafi skipt um peysu en Ríkisútvarpið ekki náð að gera atburðinum skil í beinni.
Má vera að við getum sagt einhverjar aðrar fréttir í fréttatímanum, sagði fréttamaðurinn dimmraddaði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.