Fullyrðing getur verið þvert á sannleikann

Sveitarfélög geta hvorki verið hamingjusöm né óhamingjusöm. Hins vegar má gera ráð fyrir því að Grindvíkingar mælist hamingjusamari en íbúar annarra sveitarfélaga, aðrir eru þó síst óhamingjusamari þó einkun þeirra sé lakari.

Ekki gengur að fullyrða Eyjamenn óhamingjusömustu íbúa landsins. Tæplega 10% þeirra telja sig ekki hamingjusama en „aðeins“ 3% Grindvíkinga. Þýðir þetta að heildin, allir íbúar í Vestmannaeyjum, sé óhamingjusamari en þeir í Grindavík? Nei, hér er of mikið fullyrt, langt umfram niðurstöðu skoðanakönnunarinnar.

Mæling á hamingju er afar vandasöm þó ekki sé nema vegna þess að erfitt er að gera greinamun á hamingju eða gleði, dagsforminu. Þá er oft auðvelt að ruglast og telja það óhamingju þegar eitthvað bjátar á í dag en næsta dag muna hugsanlega fáir hvað olli. Oft þarf fjarlægð til að sjá hvort hamingja hafi ríkt. Líti maður yfir farinn veg sést oft skýrar hvernig líðanin var. Hugsanlega er best að mæla hamingjuna yfir lengri tíma en enn dag.

Um daginn var fullyrt að Ísland væri „spilltasta“ þjóðin á Norðurlöndunum. Auðvitað er það ekki rétt þó svo að mælingar í könnun hafi sýnt að samkvæmt ákveðnum forsendumsé staðan í hinum löndunum skárri.

Í úrslitum í 4000 m hlaupi á Ólympíuleikunum keppa hugsanlega sextán menn. Sá sem lendir í sextánda sæti er ekki lélegasti hlauparinn. Hinir voru betri í þessu hlaupi. Gleymum því ekki að fjöldi manna komst ekki í úrslitahlaupið vegna þess að tími þeirra var lakari, þeir féllu úr leik í undanúrslitum.

Valnefnd um dómara í Landsrétt tilnefndu á Excel-skjali fimmtán manns sem hún taldi hæfa til að gegna stöðu dómara. Litlu munaði á milli manna og þar af leiðandi er vart hægt að fullyrða að sá sem var í fimmtánda sæti á listanum yrði lélegri dómari en sá í fyrsta sæti.

Fullyrðing er ákaflega vafasöm enda eru málin oft ekki einföld. Þess vegna eru Eyjamenn ekki óhamingjusamastir landsmanna. Ísland er ekki spilltasta Norðurlandaþjóðin, hlauparinn í sextánda sæti er ekki lélegri en hinir og fimmtán dómarar voru metnir hæfir, enginn var sagður lélegri en hinir.

Fullyrðing bitnar svo æði oft á sannleikanum.


mbl.is Grindvíkingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband