Nefnifallssýki, skammstafanir og auđkenni

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

Nafnorđastíll

Í nafnorđastíl eru innihaldsríkustu orđin í setningu nafnorđ en frekar valin sagnorđ sem hafa almenna merkingu.

Ef valin eru sagnorđ sem hafa nákvćma eđa sértćka merkingu ţá verđa setningar líflegri og kraftmeiri. Dćmi: 

Ísabella tók ákvörđun um ađ kaupa bílinn. > Ísabella ákvađ ađ kaupa bílinn. 
Aukning sölunnar varđ mikil. > Salan jókst mikiđ.

Málvísir, handbók um málfrćđi handa grunnskólum. Góđ bók sem ćtti ađ vera á borđum allra áhugamanna um íslenskt mál, ekki síst blađamanna.

1.

Ţórarinn ţykir ţó leitt ađ sjá Eyţóri gerđ skil á afar neikvćđan máta …“

Frétt á dv.is.           

Athugasemd: Skađi er ađ ţví ađ blađmenn hafi ekki skilning á fallbeygingu nafnorđa og sérnafna. Ţórarinn er ţarna í röngu falli, ćtti ađ vera ţágufalli. Nafniđ beygist svona:

ef. Ţórarinn
ţf. Ţórarin
ţgf.Ţórarni
ef. Ţórarins

Blađamađurinn framleiđir skemmda frétt, hann er haldinn nefnifallssýki en skilur ekki heldur hvađ nástađa er:

… Eyţóri Ţorlákssyni í vinsćla söngleiknum Elly sem hefur veriđ sýnd viđ fádćma vinsćldir í Borgarleikhúsinu undanfarin tvö ár.

Mikilvćgt er ađ lesa frétt yfir áđur en henni er skilađ út á vefinn. Ţađ hefur blađamađurinn ekki gert eđa, sem er verra, hann hefur ekki skilning á málinu. Söngleikurinn Elly hefur veriđ sýndur.

Og ţađ er fleira ađfinnsluvert í fréttinni:

Ţessi lýsing sé ekki rétt og Ţórarinn telur sig í góđri stöđu til ađ leggja mat á sannleiksgildi lýsingarinnar ţar sem hann ţekkti Eyţór náiđ í meira en hálfa öld.

Ţessi málsgrein er klúđur. Ruglingsleg frásögn, tafs og ekki hjálpar nástađan. Betra hefđi veriđ ađ orđa ţetta svona:

Ţórarinn telur lýsinguna á Eyţóri ranga, hann ţekkti manninn og viti ađ lýsingin er röng.

Eftirfarandi er ekki vel orđađ:

Eyţór hafi líka međal annars veriđ fyrstur Íslendinga …

Ţetta er slćmt klúđur, stílleysiđ er algjört. Sé atviksorđinu líka sleppt verđur setningin skárri.

Tillaga: Ţórarni ţykir ţó leitt ađ sjá Eyţóri gerđ skil á afar neikvćđan máta …

2.

R. e-n til e-s

Frétt á dv.is.           

Athugasemd: Skammstafanir eru oftast ljótar. Ţetta er mín skođun. Sú kenning er uppi ađ ţćr hafi komiđ til í prentuđu máli svo hćgt sé ađ spara pláss í blýsetningu. Sú tćkni er úrelt ţví nú ţarf aldrei ađ spara pláss, ađrar leiđir eru betri. Ég hallast ađ ţessari kenningu.

Áđur fyrr var taliđ ađ stytta mćtti algeng orđ eđa orđasambönd og gat munađ nokkru ţegar góđir setjarar vildu ekki láta málsgrein enda á örorđum og punkti í nýrri línu (á, ć, ađ, til og svo framvegis (ekki „o.s.frv.“).

Samfellda hugsun á ađ tjá í setningu eđa málsgrein, helst án ţess ađ punktur eđa tölustafir brjóti hana upp. Undantekningar eru dagsetningar, ártöl og hugsanlega stćrri tölur.

Einstaklega stíllaust og hjákátlegt er ađ lesa svona:

Hérna gekk 1 mađur hverja 1 klukkustund nema um kl. 6 ţá voru ţeir 7.

Aldrei ađ byrja setningu á tölustaf eins og hér sést og forđast nástöđu:

    1. Apríl tíđkast aprílgöbb í 4 fjölmiđlum og 3 vefsíđum.

Hćgt er ađ spinna upp klúđurslega frásögn međ skammstöfunum, dćmi (ţetta er spaug):

Sr. Jón las skv. venju bls. 2 og síđan e.k. frásögn frá u.ţ.b. 10 f.Kr. í a.m.k 1/2 klst. 7 mín. og 2 sek. eđa u.ţ.b. til kl. 12.

Ţetta er auđvitađ ólćsilegt og frekar óskemmtilegt. Á svipađan hátt verđur manni um og ó ţegar fyrir augu ber svona skýringar á malid.is (ţetta er ekki spaug):

2 reka, †vreka (st.)s. ‘hrekja burt eđa á undan sér, vísa burt; slá, hamra járn; starfrćkja; ţvinga, neyđa: r. e-n til e-s; hefna: r. e-s; óp. hrekjast (fyrir straumi, vindi)’; sbr. fćr. og nno. reka í svipađri merk., sć. vräka ‘kasta burt, hafna’, fsć. räka ‘hrekja á braut’, sć. máll. räka ‘berast fyrir straumi; flćkjast um’; sbr. ennfremur fe. wrecan ‘hrekja burt, hefna,…’, fhţ. rehhan, fsax. wrekan ‘hegna, hefna,…’, gotn. wrikan ‘ofsćkja’. Líkl. í ćtt viđ lat. urgeĚ&#132;re ‘ţrengja ađ, knýja, ýta á’, fi. vrájati ‘ráfar, reikar’ og e.t.v. fsl. vragĹ­ ‘fjandmađur’, lith. varĚ&#131;gas ‘neyđ, eymd’; af ie. *uĚŻreg- (*uĚŻerg-) ‘ţjarma, ţrýsta ađ, knýja, ofsćkja’ (ath. ađ baltn. og slavn. orđin gćtu eins veriđ í ćtt viđ vargur og virgill). Sum merkingartilbrigđi so. reka í norr. gćtu stafađ frá föllnum forskeytum, sbr. t.d. reka ‘hrekja burt’ e.t.v. < *fra-wrekan, sbr. fe. forwrecan; ‘hefna’ < *uzwrekan, sbr. fe. aĚ&#132;wrecan (s.m.). Sjá rek (1 og 2), -reka (1), rekald, reki, rekinn (1 og 2), rekja (4), rekning(u)r (1 og 2), rekstur (2) og rakstur (1), rétt kv., rétt(u)r (3), rćkindi, rćkja (3) og rćkur (1); ath. rökn (1) og raukn (1).

Er ekki hćgt ađ gera betur í svona afbragđsgóđum vef? Í tilvitnuninni er mikill fróđleikur og ţví betra ađ lesa hćgt og rólega til ađ allt skiljist. Greinaskil eru yfirleitt gott hjálpartćki en ekki notuđ.

Tillaga: Reka einhvern til einhvers.

3.

„Í sam­rćmi viđ vinnu­regl­ur banda­lags­ins flugu tvćr orr­ustuţotur ít­alska flug­hers­ins til móts viđ vél­arn­ar til ađ auđkenna ţćr.“

Frétt á mbl.is.           

Athugasemd: Hvađ er nú ţetta? Ekki var ţađ svo ađ óţekktu vélarnar ţyrftu auđkenningar viđ heldur var ćtlunin sú ađ bera kennsl á ţćr.

Nafnorđiđ auđkenni merkir ţađ sem greinir eitt frá öđru, sérkenni eđa einkenni af einhverju tagi. Jurtir hafa auđkenni sem greinir ţćr frá hverri annarri.

Auđkenni lögreglumanna er fatnađurinn sem ţeir klćđast (leynilöggan er undantekning). Auđkenni fjallamannsins er til dćmis gönguskórnir sem síst af öllu eru samkvćmisklćđnađur.

Ţá er ţađ sagnorđiđ, ađ auđkenna. Á malid.is segir um orđiđ:

setja sérstakt mark á (e-đ) til ađgreiningar eđa einkennis

eiganda hunds er skylt ađ auđkenna hund sinn
allar götur bćjarins eru auđkenndar međ skilti
ég auđkenndi nokkur atriđi textans međ gulum lit

Hér ćtti ađ vera ljóst ađ ítalski flugherinn ćtlađi sér ekki ađ „aukenna“  flugvélarnar. Ţađ hefđi hefđi veriđ alvarlegt mál ţví ţćr reyndust vera rússneskar. 

Líklegast er ađ blađamađurinn hafi látiđ enska nafnorđiđ „identification“ og sagnorđiđ „to identify“ rugla sig í ríminu. Hvorugt ţeirra dugar hér.

Mjög mikilvćgt er ađ blađamađur hafi góđ tök á íslensku ţví ábyrgđin er mikil. Röng orđanotkun í fjölmiđlum ruglar lesendur og ţá er hćttan sú ađ sumir skilji hreinlega ekki ţegar orđin eru notuđ í réttu samhengi.

Ţegar ofangreint hafđi veriđ skrifađ birtist frétt um sama mál á visir.is og orđalagiđ er svipađ. Í henni segir ađ ćtlunin hafi ađ auđkenna óţekktu flugvélarnar.

Af ţessu má draga ţá ályktun ađ orđalagiđ er ekki komiđ frá blađamönnunum sem skrifuđu fréttirnar heldur frá Landhelgisgćslunni. Ţar ţurfa ţeir ađ taka sig á sem skrifa fréttatilkynningar, ţetta er einfaldlega óbođlegt.

Blađamenn Morgunblađsins og Vísis hefđu ađ sjálfsögđu átt ađ umorđa textann áđur en hann var birtur. „Kranablađamennska“ er ekki međmćli fyrir fjölmiđil. Ţeir eiga ađ vita betur en hugsunarleysiđ er algjört.

Tillaga: Í sam­rćmi viđ vinnu­regl­ur banda­lags­ins flugu tvćr orr­ustuţotur ít­alska flug­hers­ins til móts viđ vél­arn­ar til ađ bera kennsl á ţćr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband