Mitt Romney sendir Trump skýr skilaboð

A president should demonstrate the essential qualities of honesty and integrity, and elevate the national discourse with comity and mutual respect.

As a nation, we have been blessed with presidents who have called on the greatness of the American spirit. With the nation so divided, resentful and angry, presidential leadership in qualities of character is indispensable. And it is in this province where the incumbent’s shortfall has been most glaring.

Ofangreint eru úr grein Mitt Romney fyrrverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmann, sem hann birti í Washington Post og vísað til í frétt á mbl.is

Greinin er áhugaverð því í henni koma að miklu leyti fram þær áhyggjur sem almenningur, jafnt utan og innan Bandaríkjanna, hefur haft af þróun mál vegna stefnu og framkomu forsetans. 

Margir halda að gagnrýni á Trump komi fyrst og fremst frá „vinstri sinnum“ í Bandaríkjunum og fjölmiðlum þeim tengdum. Að hluta til er það rétt en fleiri taka nú til máls. Hér ber þess að geta að „vinstri sinnar“ þar í landi eru mjög hægri sinnaðir á evrópskan mælikvarða. 

Seint verð ég talinn vinstri maður en mér eins og svo mörgum öðrum hefur ofboðið hegðun og talsmáti forseta Bandaríkjanna. Í greininni segir:

The world is also watching. America has long been looked to for leadership. Our economic and military strength was part of that, of course, but our enduring commitment to principled conduct in foreign relations, and to the rights of all people to freedom and equal justice, was even more esteemed. Trump’s words and actions have caused dismay around the world.

In a 2016 Pew Research Center poll, 84 percent of people in Germany, Britain, France, Canada and Sweden believed the American president would “do the right thing in world affairs.” One year later, that number had fallen to 16 percent.

Vel má vera að efnahagur Bandaríkjanna standi betur en áður en líklega er það þrátt fyrir Trump. Fátt bendir til þess að stefna hans geri neitt annað en að sundra þjóðinni og um leið splundra þeirri samstöðu sem verið hefur á Vesturlöndum í áratugi, meðal annar vegna forystu Bandaríkjanna.

Um þetta segir Mitt Romney í greininni: 

This comes at a very unfortunate time. Several allies in Europe are experiencing political upheaval. Several former Soviet satellite states are rethinking their commitment to democracy.

Some Asian nations, such as the Philippines, lean increasingly toward China, which advances to rival our economy and our military.

The alternative to U.S. world leadership offered by China and Russia is autocratic, corrupt and brutal.

Þetta er alveg rétt og raunar aldeilis hrikalegt að horfa upp hvernig Trump hefur ráðist gegn samstarfsríkjunum Bandaríkjanna í Nató og jafnvel leiðtogum einstakra ríkja.

Staðan er sú að Demókratar hafa náð meirihluta á fulltrúaþingi Bandaríkjanna en  Repúblikanar með eru með meirihluta í öldungadeildinni. Með grein Mitt Romney hefur hann sent Trump merkileg skilaboð. Hann getur ekki treyst því að öldungadeildin fari eftir duttlungum hans og hentistefnu. Romney skrifar þetta:

Furthermore, I will act as I would with any president, in or out of my party: I will support policies that I believe are in the best interest of the country and my state, and oppose those that are not. I do not intend to comment on every tweet or fault.

But I will speak out against significant statements or actions that are divisive, racist, sexist, anti-immigrant, dishonest or destructive to democratic institutions.

Má vera að nú birti bráðum upp í heimsmálunum því Trump þarf greinilega að vanda sig ætli hann að geta reitt sig á Repúblíkana. Af reynslunni að dæma er þó einsýnt að Trump mun halda áfram að klúðra málum.


mbl.is „Trump hefur hrætt heimsbyggðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband