Lélegar fyrirsagnir og ofnotuđ, furđuleg og vannýtt orđ

Ég leit út um gluggann og horfđi á Esjuna, fćrđi mig í annan glugga og, jú, ţarna var Hengill, Vífilsfell, Bláfjöll, Ţríhnúkar, Grindaskörđ, Húsfell og Helgafell. Já, útsýniđ heiman frá er stórbrotiđ (nota ekki orđiđ sjónarspil). 

Undanfarin tvö ár hef ég veriđ ađ hnýta í málfar í fjölmiđlum. Fer ţá vel á ţví nú í lok ársins ađ segja frá ţví sem ég hef heyrt eđa lesiđ og settist eitthvađ skakkt í hausinn á mér og svo hinu sem mćtti nýta betur.

Íslenska er stórkostlegt tungumál, fjölbreytt og auđnotađ. Ţó gildir ţađ sama hér og annars stađar í veröldinni. Fáir ná góđum tökum á ţjóđtungu sinni nema hafa alist um viđ lestur frá barnćsku. Ţetta má glögglega sjá í fjölmiđlum. Víđlesiđ fólk skrifar ţróttmikinn texta og hefur úr drjúgum orđaforđa ađ velja. Ađrir njóta ekki ţessara hlunninda en rembast ţó viđ.

Hér eru ýmislegt úr íslenskum fjölmiđlum sem hefur ýmist gert mig dapran eđa fengiđ mig til ađ skella upp úr. Loks eru svo nokkur orđ sem mćtti nota oftar. Ţykir leitt ađ hafa stundum gleymt ađ vitna til heimildar.

Ofnotuđ orđ og orđasambönd

 1. Gera ţađ ađ verkum …
 2. Glatt á hjalla
 3. Hafna á …
 4. Heyrđu
 5. Í sínu fínasta pússi …
 6. Innviđir
 7. Ítrekađ
 8. Klárlega
 9. Labba
 10. Mikiđ um dýrđir
 11. Óhćtt ađ segja …
 12. Orđrćđa
 13. Pomp og prakt
 14. Samanstendur af …
 15. Sannkallađ
 16. Sjónarspil
 17. Skartar sínu fegursta
 18. Stíga til hliđar, stíga niđur, stíga fram
 19. Tímapunktur
 20. Ţađ má međ sanni segja …

Furđuleg orđ og orđasambönd

 • Misvarir,
  • „Íbúar í Grímsey urđu misvarir viđ jarđskjálftann.“ Stöđ2.
 • Persónugallerí.
  • „Í Flatey er ţessi líka fína leikmynd sem lítiđ hefur ţurft ađ breyta og ţar hitti Jóhanna fyrir áhugavert persónugallerí …“. Morgunblađiđ.
 • Ókjörinn.
  • „Ókjörnir fulltrúar sem styddu 90% af brjáluđum stefnum forsetans …“ visir.is. 
 • Standa međ sjálfum sér.
  • „MaCain var mađur sem stóđ međ sjálfum sér.“ Ríkisútvarpiđ.
 • Međ sigur á bakinu.
  • „Markmiđiđ ađ allar komi heim međ Evrópuleik á bakinu.“ Morgunblađiđ.
 • Öfgavćđa.
  • „Taliđ er ađ honum hafi tekist ađ öfgavćđa einhver ţeirra.“ visir.is. 
 • Spila handbolta í fyrirsögnum.
  • „Óđinn spilar handbolta í fyrirsögnum.“ Morgunblađiđ.
 • Snjóstormur.
  • Ríkisútvarpiđ.

Lélegar fyrirsagnir í fjölmiđlum

 • „Valtar White aftur á skjáinn?“
  • Morgunblađiđ, lesbók bls. 36, 21.07.2018.
 • „Sigrađi anor­ex­í­una,“
  • mbl.is. 
 • „Valur féll ekki í sömu gryfju.“
  • Bls. 2, íţróttablađ Morgunblađsins 03.08.2018. 
 • „Markmiđiđ ađ allar komi heim međ Evrópuleik á bakinu.“
  • Íţróttablađ Morgunblađsins 07.08.2018.
 • „Sara vongóđ um ađ geta leikiđ „úrslitaleikina“.
  • Íţróttablađ Morgunblađsins 07.08.2018.
 • „Ég kom ađ konu sem lá viđ hliđ stígsins og emjađi úr sársauka“.
  • dv.is. 
 • „Spillingarmál ógnar argentínskri elítu – Bílstjórar voru látnir flytja peningapoka á milli stađa.“
  • dv.is. 
 • „Lyfjabanni Rússa lyft: „Mestu svik íţróttasögunnar“.
  • visir.is. 
 • „Óđinn spilar handbolta í fyrirsögnum.“
  • Fyrirsögn bls. 2 íţróttablađi Morgunblađsins 20. febrúar 2018.
 • „10 salerni gerđ til ţess ađ fríka ţig út.“
  • dv.is. 
 • „Barđi konuna sína á Kvennafrídaginn.“
  • dv.is.

Vannýtt orđ

 1. Minnast; orđasambandiđ minnast viđ e-n: „kyssa, heilsa eđa kveđja međ kossi“, 
 2. Öngvegi; ţröngur vegur
 3. Hugrenning; hugsun, ţanki
 4. Dagrétting (e. update)
 5. Mćnir; hćsti hluti á hallandi ţaki
 6. Öndverđur; mótstćđur, sem snýr á móti, snemma, fremstur
 7. Setja ofan, setja niđur
 8. Útsynningur; suđvestanvindur
 9. Blómi; eggarauđa
 10. Bágrćkur; erfiđur í rekstri
 11. Vogrek; reki á fjöru
 12. Hvinnskur; ţjófóttur
 13. Hćtta; (stíga niđur, stíga til hliđar)
 14. Fegurđ; (sjónarspil)
 15. Ganga; (labba)
 16. ; (tímapunktur)
 17. Er; (samanstendur af)
 18. Sannarlega; (klárlega)
 19. Rekast á; (hafna á, klessa á)
 20. Aftur; (ítrekađ)

 

brosÓska lesendum mínum gleđilegra ára (ég á viđ mörg ár en ekki kátra púka).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er orđa vant..... af hverju er fňlk svona illa máli fariď? Ein sem vill láta taka mark á sér vitnađi ě ţjňđsönginn: Eitt tindrandi tár..... haltu áfram međ ňsk um gćfurěka ěslensku

gudlaug hestnes (IP-tala skráđ) 1.1.2019 kl. 03:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband