Lélegar fyrirsagnir og ofnotuð, furðuleg og vannýtt orð
31.12.2018 | 16:20
Ég leit út um gluggann og horfði á Esjuna, færði mig í annan glugga og, jú, þarna var Hengill, Vífilsfell, Bláfjöll, Þríhnúkar, Grindaskörð, Húsfell og Helgafell. Já, útsýnið heiman frá er stórbrotið (nota ekki orðið sjónarspil).
Undanfarin tvö ár hef ég verið að hnýta í málfar í fjölmiðlum. Fer þá vel á því nú í lok ársins að segja frá því sem ég hef heyrt eða lesið og settist eitthvað skakkt í hausinn á mér og svo hinu sem mætti nýta betur.
Íslenska er stórkostlegt tungumál, fjölbreytt og auðnotað. Þó gildir það sama hér og annars staðar í veröldinni. Fáir ná góðum tökum á þjóðtungu sinni nema hafa alist um við lestur frá barnæsku. Þetta má glögglega sjá í fjölmiðlum. Víðlesið fólk skrifar þróttmikinn texta og hefur úr drjúgum orðaforða að velja. Aðrir njóta ekki þessara hlunninda en rembast þó við.
Hér eru ýmislegt úr íslenskum fjölmiðlum sem hefur ýmist gert mig dapran eða fengið mig til að skella upp úr. Loks eru svo nokkur orð sem mætti nota oftar. Þykir leitt að hafa stundum gleymt að vitna til heimildar.
Ofnotuð orð og orðasambönd
- Gera það að verkum
- Glatt á hjalla
- Hafna á
- Heyrðu
- Í sínu fínasta pússi
- Innviðir
- Ítrekað
- Klárlega
- Labba
- Mikið um dýrðir
- Óhætt að segja
- Orðræða
- Pomp og prakt
- Samanstendur af
- Sannkallað
- Sjónarspil
- Skartar sínu fegursta
- Stíga til hliðar, stíga niður, stíga fram
- Tímapunktur
- Það má með sanni segja
Furðuleg orð og orðasambönd
- Misvarir,
- Íbúar í Grímsey urðu misvarir við jarðskjálftann. Stöð2.
- Persónugallerí.
- Í Flatey er þessi líka fína leikmynd sem lítið hefur þurft að breyta og þar hitti Jóhanna fyrir áhugavert persónugallerí . Morgunblaðið.
- Ókjörinn.
- Ókjörnir fulltrúar sem styddu 90% af brjáluðum stefnum forsetans visir.is.
- Standa með sjálfum sér.
- MaCain var maður sem stóð með sjálfum sér. Ríkisútvarpið.
- Með sigur á bakinu.
- Markmiðið að allar komi heim með Evrópuleik á bakinu. Morgunblaðið.
- Öfgavæða.
- Talið er að honum hafi tekist að öfgavæða einhver þeirra. visir.is.
- Spila handbolta í fyrirsögnum.
- Óðinn spilar handbolta í fyrirsögnum. Morgunblaðið.
- Snjóstormur.
- Ríkisútvarpið.
Lélegar fyrirsagnir í fjölmiðlum
- Valtar White aftur á skjáinn?
- Morgunblaðið, lesbók bls. 36, 21.07.2018.
- Sigraði anorexíuna,
- mbl.is.
- Valur féll ekki í sömu gryfju.
- Bls. 2, íþróttablað Morgunblaðsins 03.08.2018.
- Markmiðið að allar komi heim með Evrópuleik á bakinu.
- Íþróttablað Morgunblaðsins 07.08.2018.
- Sara vongóð um að geta leikið úrslitaleikina.
- Íþróttablað Morgunblaðsins 07.08.2018.
- Ég kom að konu sem lá við hlið stígsins og emjaði úr sársauka.
- dv.is.
- Spillingarmál ógnar argentínskri elítu Bílstjórar voru látnir flytja peningapoka á milli staða.
- dv.is.
- Lyfjabanni Rússa lyft: Mestu svik íþróttasögunnar.
- visir.is.
- Óðinn spilar handbolta í fyrirsögnum.
- Fyrirsögn bls. 2 íþróttablaði Morgunblaðsins 20. febrúar 2018.
- 10 salerni gerð til þess að fríka þig út.
- dv.is.
- Barði konuna sína á Kvennafrídaginn.
- dv.is.
Vannýtt orð
- Minnast; orðasambandið minnast við e-n: kyssa, heilsa eða kveðja með kossi,
- Öngvegi; þröngur vegur
- Hugrenning; hugsun, þanki
- Dagrétting (e. update)
- Mænir; hæsti hluti á hallandi þaki
- Öndverður; mótstæður, sem snýr á móti, snemma, fremstur
- Setja ofan, setja niður
- Útsynningur; suðvestanvindur
- Blómi; eggarauða
- Bágrækur; erfiður í rekstri
- Vogrek; reki á fjöru
- Hvinnskur; þjófóttur
- Hætta; (stíga niður, stíga til hliðar)
- Fegurð; (sjónarspil)
- Ganga; (labba)
- Nú; (tímapunktur)
- Er; (samanstendur af)
- Sannarlega; (klárlega)
- Rekast á; (hafna á, klessa á)
- Aftur; (ítrekað)
Óska lesendum mínum gleðilegra ára (ég á við mörg ár en ekki kátra púka).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Athugasemdir
Mér er orđa vant..... af hverju er fòlk svona illa máli fariď? Ein sem vill láta taka mark á sér vitnađi ì þjòđsönginn: Eitt tindrandi tár..... haltu áfram međ òsk um gæfurìka ìslensku
gudlaug hestnes (IP-tala skráð) 1.1.2019 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.