Úr Víkurkirkjugarði eru mannabein sett í poka

En all­ir eiga sína sögu. Það seg­ir svo­lítið um mann­gildi og mennsku hvernig sag­an síðan er ræktuð.

Þannig er niðurlag greinar Sveins Einarssonar, leikhússtjóra, í Morgunblaði dagsins. Hann ræðir um Víkurkirkjugarð sem sumir kalla Fógetagarð. Þar á að reisa hótel og skiptir engu þó það sé byggt á vígðum reit.

Sveinn á við með þessum orðum að það sé okkar að rækta söguna, hafa til þess bæði manngildi og mennsku. Hins vegar ráða nú önnur viðhorf. Borgarstjórn Reykjavíkur horfir miklu frekar til mannvirkja sem gefa af sér skatttekjur en líta síður til arfleifðar okkar. Opið svæði þar sem var kirkjugarður er auðvitað tilvalinn fyrir hótel.

Í grein sinni segir Sveinn:

Fyr­ir nokkr­um dög­um gerðist sá at­b­urður að all­marg­ir Reyk­vík­ing­ar komu sam­an í vænt­an­lega elsta kirkju­g­arði lands­ins og voru þar les­in upp nöfn þeirra sem vitað er að þar voru grafn­ir, þegar þessi vígði reit­ur var stækkaður til aust­urs á fyrri hluta nítj­ándu ald­ar, á þeim slóðum sem borg­ar­yf­ir­völd­um þykir við hæfi að hafa hót­el og öld­ur­hús, meðal ann­ars í óþökk Alþing­is.

181206 VíkurkirkjugarðurSveinn hafði lesið upp nokkur nöfn fólks sem grafið var í Víkurkirkjugarði árið 1827 og því segir hann:

Þessi nöfn hafa sótt á mig á síðan, ekki síst eft­ir að vitnaðist að bein­um þess­ara ein­stak­linga muni ekki alls fyr­ir löngu hafa verið safnað sam­an í vel­signaðan poka til geymslu á stað þar sem hann yrði ekki svona mikið að flækj­ast fyr­ir arðvæn­legri pylsu­sölu og bjórdrykkju.

Þetta er alveg ótrúlegt. Það er sárara en tárum taki hvernig Víkurkirkjugarður hefur verið vanvirtur. Og enn er til fólk sem telur það engu skipta að eitt sinn náði hann nærri því út á Austurvöll.

Lágkúran á sér engin takmörk. Um þessar mundir nær þjóðin ekki upp í nef sér af vandlætingu vegna ummæla nokkurra þingmanna. Hún lætur sér þó í réttu rúmi liggja þegar ofbeldið er arfleifðin. Þá taka aðeins örfáir til varna en á móti kemur að nú hafa hinir bestu menn staðið upp og mælt gegn þessari ósvinnu. Fólk eins og Sveinn Einarsson, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og margir fleiri.

Vigdís sagði þetta í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu:

Það er nátt­úru­lega al­gjör­lega ófyr­ir­gef­an­legt að byggja ofan á kirkju­g­arði. [...]

Við skul­um halda gömlu Reykja­vík, bæði með timb­ur­hús­um og stein­hús­um, eins ósnort­inni og mögu­legt er því við erum líka að hugsa um framtíðina. Framtíðin þakk­ar okk­ur ekki fyr­ir að hafa byggt svona en hún þakk­ar okk­ur ef okk­ur tekst að stoppa þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband