Frammistöđur, spila ţátt og stađsetningarsýkin

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

1.

Hćkkađur styrk­ur svifryks á Ak­ur­eyri.“ 

Fyrirsögn á mbl.is.      

Athugasemd: Ţetta er ómöguleg fyrirsögn ţví vel er hćgt segja ađ svifryk hafi aukist eđa mćlst meira. Í upphafi fréttarinnar segir blađamađurinn:

Auk­inn styrk­ur svifryks hef­ur und­an­fariđ mćlst á loft­gćđamćlistöđ Ak­ur­eyr­ar­bćj­ar …

Ţetta er ekki heldur bođlegt ţví aftur mćtti orđa ţetta á ţann hátt, til dćmis ađ svifryk hafi mćlst meira í ţessari mćlistöđ.

Jafnslćmt er ađ blađamađurinn ofnotar orđiđ svifryk í allri fréttinni svo úr verđur illţolandi nástađa. Auđvitađ á hann ađ skrifa sig oft framhjá orđinu svo fréttin verđi lćsilegri.

Ef veđur­spá nćstu daga geng­ur eft­ir gćti áfram orđiđ hár styrk­ur svifryks í bćn­um. Full ástćđa er til ađ vara viđ hugs­an­leg­um áhrif­um svifryks­ins …

Í seinna skiptiđ hér fyrr ofan hefđi mátt sleppa orđinu eđa setja „ţess“ í stađinn.

Tillaga: Svifryk á Akureyri eykst.

2.

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir ađ Mesut Özil verđi ađ bćta stöđuleika sinn en hann segir ađ frammistöđur Ţjóđverjans eigi ţađ til ađ dala. 

Frétt á visir.is.    

Athugasemd: Frammistađa er eintöluorđ. Orđiđ er samsett, seinni hlutinn stađa er til í eintölu og fleiritölu og ţá er merkingin stelling, ástand, ađstćđur eđa embćtti. Margar stöđur eru ábyggilega til í glímu eđa ballett, auglýstar eru stöđur lögreglumanna eđa sýslumanna.

Svo má gera athugasemd viđ sögnina dala í ţessu tilviki, hún á ekki viđ hér ţví orđiđ merkir ađ rýrna eđa minnka. Nćr er ađ segja ađ frammistađa fótboltamannsins sé oft ekki nógu góđ eđa misjöfn, hann sé mistćkur.

Tillaga: Unai Emery, stjóri Arsenal, segir ađ Mesut Özil verđi ađ bćta stöđuleika sinn en hann segir ađ frammistađa Ţjóđverjans sé oft ekki nógu góđ.

3.

Instagram spilađi stóran ţátt í sprengingunni sem varđ á Íslandi. 

Fyrirsögn á visir.is.    

Athugasemd: Hvađ ţýđir ađ „spila ţátt“. Hef aldrei heyrt um ţetta orđasamband. Heimild blađamannsins er úr erlendum vefmiđli, Global News í Kanada. Ţar er fjallađ um ţátt Instagrams í fjölgun ferđamanna til Íslands. Í vefmiđlinum stendur ţetta:

“Instagram has definitely played a huge role in blowing that place up.”

Hér hefur blađamađurinn ţýtt beint út ensku án nokkurrar hugsunar. Ég bađ ţá Google translate ađ ţýđa ţessa málsgrein á íslensku og fékk ţetta:

Instagram hefur ákveđiđ spilađ mikiđ hlutverk í ađ blása ţessi stađur upp.

Ţýđingin er jafnvitlaus og sú sem blađamađurinn gerđi. Google Translate kann ekki íslensku. Ţó forritiđ geti ţýtt íslensk orđ verđur útkoman kjánaleg. Blađamađurinn hefur hugsanlega enskuna á valdi sínu en hann er eins og Google Translate, hann hefur ekki nćgilegt vald á íslensku til ađ nýta sér ţekkingu sína.

Tillaga: Instagram átti tvímćlalaust stóran ţátt í stórfelldri aukningu ferđamanna til Íslands.

4.

Frá og međ laug­ar­deg­in­um 1. des­em­ber 2018 verđur bráđaţjón­usta hjarta­gátt­ar Land­spít­ala stađsett á bráđamót­töku spít­al­ans í Foss­vogi. 

Frétt á mbl.is.   

Athugasemd: Allur andskotinn er nú stađsettur, sagđi karlinn. Undir ţađ má taka ţví í tilvitnuninni hér ađ ofan er orđinu lýsingarorđinu stađsettur algjörlega ofaukiđ. Beriđ hana saman viđ tillöguna hér ađ neđan.

Síđar segir í fréttinni:

Bráđaţjón­ust­an verđur í fullri virkni í Foss­vogi frá og međ laug­ar­deg­in­um 1. des­em­ber.

Einhvern vegin finnst mér dálítiđ ofsagt ađ segja ađ bráđaţjónustan verđi međ fullri virkni enda skilst ţađ berlega í fyrstu tilvitnuninni. Ţar ađ auki er ţetta ţjónusta og varla gott ađ segja ađ hún sé til dćmis međ kvart, hálfri eđa fullri virkni. Hvernig er slíkt mćlt?

Hins vegar verđ ég ađ viđurkenna ađ lakara er ađ segja ađ full ţjónusta sé hjá bráđaţjónustunni. Ţá er komin nástađa sem ţykir ekki góđ. Má vera ađ lesendur hafi betri tillögu ef ţeir eru sammála.

Tillaga: Frá og međ laug­ar­deg­in­um 1. des­em­ber 2018 verđur bráđaţjón­usta hjarta­gátt­ar stađsett Land­spít­ala á bráđamót­töku spít­al­ans í Foss­vogi.

5.

Mađurinn sem var handtekinn var viđstaddur húsleitina og var handtekinn á stađnum, grunađur um peningaţvćtti. 

Frétt á visir.is.    

Athugasemd: Ofangreind tilvitnun er dćmi um hrođvirkni sem allof oft sést á Vísi og einnig á Stöđ2. Skemmdar fréttir verđa til af ţví ađ enginn les yfir. Enginn blađamađur er svo klár ađ hann ţurfi ekki ađ lesa frétt sína yfir međ gagnrýnum augum.

Tillaga: Mađurinn fylgdist međ húsleitinni og ađ henni lokinni var hann handtekinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvađ er stöđuleiki? Á leikmađurinn ađ spila margar stöđur? Er kannski átt viđ stöđugleika?

Gunnar Karl Guđmundsson (IP-tala skráđ) 27.11.2018 kl. 12:26

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir ađ benda á villuna í annarri tillögu, ţar á orđiđ ađ vera stöđugleiki eins og ţú segir.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 27.11.2018 kl. 13:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband