Ţriđji orkupakkinn og vantraustiđ á ESB

Umhyggja sendiherrans fyrir neytendum á Íslandi er vissulega ađdáunarverđ, en hann getur veriđ ţess fullviss ađ Alţingi og önnur stjórnvöld á Íslandi eru fullfćr um ađ tryggja hagsmuni neytenda og ef eitthvađ vantar ţar upp á geta íbúar landsins kosiđ sér nýtt Alţingi. Ţađ er kallađ lýđrćđi og virkar betur en sú ađferđ ađ fela ókjörnum ađilum í útlöndum völdin.

Ţetta skrifar Haraldur Ólafsson, veđurfrćđingur og formađur Heimssýnar, í Morgunblađ dagsins. Greinin er andsvar viđ grein sendiherra ESB á Íslandi. Haraldur skrifar listilega og lćtur fylgja nokkur gullkorn sem eru ómetanleg, rétt eins og tilvitnunin hér fyrir ofan.

Umrćđuefniđ er ţriđji orkupakkinn sem svo hefur veriđ nefndur. Sendiherrann telur lítinn vanda fyrir Íslendinga ađ samţykkja hann óbreyttan. Engu ađ síđur leggjast margir gegn honum og var viđ stórveldinu sem setji lög og reglur og geti breytti forsendum síđar meir, jafnvel ţessum títtnefnda orkupakka. 

Haraldur segir:

Sendiherrann fullyrđir ađ orkulöggjöf Evrópusambandsins muni vart gilda um sćstreng milli Íslands og Bretlands. Ţađ kann ađ vera, en ţađ er ekki augljóst, ţví enginn veit hvernig sambandi Breta og Evrópusambandsins verđur háttađ í orkumálum í framtíđinni.

Og í framhaldinu segir Haraldur:

Reyndar segir sendiherrann ađ enginn í Brussel velti fyrir sér sćstreng. Sjálfsagt eru margar vistarverur í höll Evrópusambandsins og skiljanlegt ađ sendiherrann hafi ekki heimsótt ţćr allar. Hann hefur greinilega ekki veriđ mćttur ţar sem sćstrengur til Íslands var dreginn á kort og ákveđiđ ađ hann vćri forgangsverkefni í innviđaáćtlun sambandsins. Ţađ kort var teiknađ og stimplađ í Brussel, líklega daginn sem sendiherrann var fjarverandi.

Mörgum er mikiđ niđri fyrir um Evrópusambandiđ og ţennan orkupakka. Eftir Icesave og hina misheppnuđu tilraun til ađ ţvinga Íslandi inn í sambandiđ er ljóst ađ ekki margir treysta forystu ţess, jafnvel ţó málstađurinn líti út fyrir ađ vera góđur.

Í kosningunum 2013 hafnađi ţjóđin flokkunum sem vildu ađ landiđ fćri inn í ESB, ţeir voru beinlínis rassskelltir. Kosningabaráttan var hörđ og rökin gegn ESB er kjósendum enn í fersku minni.

Ólíklegt er ţví ađ ţriđji orkupakkinn verđi samţykktur á Alţingi, fólk er einfaldlega á móti hinu yfirţjóđlega valdi og treystir ekki ESB ţví sambandiđ getur einhliđa breytt leikreglunum. Hver yrđi ţá stađa ţjóđarinnar?

Má vera ađ fćstir sem tekiđ hafa afstöđu gegn ţriđja orkupakkanum hafi ekki lesiđ hann né séu kunnugir efni hans. Í sjálfu sér er ţađ ekki ađalatriđiđ ţví ţađ sem öllu skiptir er ađ stór hluti ţjóđarinnar treystir ekki ESB og kćrir sig ekki um ađ sambandi skipti sér af innanríkismálum Íslands.

Ţar af leiđandi hefđi ţađ alvarlegar pólitískar afleiđingar fyrir ţann stjórnmálaflokk sem samţykkir ţriđja orkupakkann, jafnvel ţó einstaka ţingmenn gangi gegn meirihluta ţingflokks og samţykki ţá kann ţađ einnig hafa slćm áhrif á kjósendur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Viđ Íslendingar ţurfum sjálfir ađ stýra okkar auđlindum, m.ö.o. viđ ţurfum okkar eigin auđlindastýringu. Samţćtting og samvinna vatnsaflsvirkjana (og reyndar einnig jarđvarmavirkjana) er grunnforsenda fyrir skynsamlegri nýtingu ţessara orkuauđlinda okkar. Slíkt yrđi hins vegar andstćtt reglum ESB um frjálsa samkeppni á orkumarkađi. 3. orkupakki ESB gćti ţví rústađ orkuöryggi landsins. Hvađa heilvita Íslendingi dettur ţví í hug ađ hleypa framkvćmdavaldi erlends ríkjasambands, Landsreglara ESB og ACER inn í stjórn orkuauđlinda landsins? 

Auđlindir Íslands eiga ađ vera í ţjóđareign. 

Íslenska ţjóđin á ađ ráđa ţeim og stjórna ţeim sjálf.

Júlíus Valsson, 23.11.2018 kl. 09:58

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Lestu grein eftir Elías Elíasson á bls. 52 í Morgunblađi dagsins. Hún er ágćt. Í niđurlagi hennar segir Elías eftir ađ hafa rökstutt sitt mál alveg ágćtlega:

Auđlind­ir Íslands eru und­an­skild­ar EES-samn­ing­un­um og ekki var litiđ svo á, ađ fyrsti orkupakk­inn eđa sá ann­ar breyttu ţví. Uppskipt­ing fyr­ir­tćkja og ákvćđi um jafna stöđu ţegna ESB-ríkja til stofn­un­ar og rekst­urs fyr­ir­tćkja hér var ekki held­ur taliđ koma auđlind­inni viđ. En ţegar orka auđlind­ar­inn­ar er sett und­ir stjórn lands­regl­ara sem er háđur fram­kvćmda­valdi ESB, en óháđur ís­lensk­um stjórn­völd­um ţannig ađ ţau hafa ekki leng­ur ađkomu ađ auđlinda­vinnsl­unni, ţá er of langt gengiđ.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 23.11.2018 kl. 10:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband