Fólkið sem mengar sundlaugarnar

Morgunblaðið var svo vinsamlegt að birta þessa grein mína þriðjudaginn 1. ágúst 2018:

SturtaÍ reglu­gerð um holl­ustu­hætti á sund- og baðstöðum seg­ir að gest­ir skuli þvo sér án sundfata áður en þeir ganga til laug­ar. Á eng­um sund­stöðum sem ég þekki til er fylgst með því að gest­ir geri það. Yf­ir­leitt þvo Íslend­ing­ar sér en stór hluti út­lend­inga ger­ir það ekki.

Viðbjóður­inn

Mjög al­gengt er í Sund­laug­inni í Laug­ar­dal og Sund­laug Vest­ur­bæj­ar að út­lend­ir ferðamenn þvoi sér ekki. Þetta hef­ur ágerst eft­ir því sem ferðamönn­um hef­ur fjölgað og er nú komið út í viðbjóðslega vit­leysu.

Ég þekki best til í Laug­ar­dals­laug­inni, kem þar mjög oft. Fjöl­marg­ir út­lend­ir karl­ar klæðast sund­skýlu í bún­ings­klefa og fara bein­ustu leið út í laug, stund­um með ör­stuttu stoppi í sturt­un­um, svona rétt til að sýn­ast. Kon­ur segja að þetta sé afar al­engt í kvenna­klef­an­um. Aldrei hef ég séð starfs­menn gera at­huga­semd­ir við þetta hátta­lag. Þetta vita fjöl­marg­ir og fara aldrei í laug­arn­ar, þeim hugn­ast ekki sóðaskap­ur­inn.

Eng­ar und­anþágur

Örfá­ir gest­ir benda út­lend­ing­un­um á að laug­in sé ekki til þvotta, til þess séu sturt­urn­ar. Viðbrögðin eru þá skrýt­in og engu lík­ara en sum­ir hafi ekki gert sér grein fyr­ir til­gang­in­um með sturt­un­um og snúa til baka og þvo sér. Aðrir snúa upp á sig og fara út í.

Þetta ástand er al­ger­lega óviðun­andi. Regl­an er sú að annað hvort þvær fólk sér áður en það fer ofan út í laug eða það fer ekki út í. Hér er eng­inn milli­veg­ur. Eng­inn gest­ur á að vera und­anþeg­inn regl­um. Punkt­ur.

Annaðhvort eða!

Vissu­lega er menn­ing þjóða og þjóðar­brota mis­mun­andi. Má vera að hingað komi fólk sem geti ekki hugsað sér að af­hjúpa nekt sína, jafn­vel í sturt­un­um. Fyr­ir þetta fólk eru til hálflokaðir sturtu­klef­ar, að minnsta kosti í Laug­ar­dals­laug­inni. Sé það ekki nóg á fólk ekki að fara í sund­laug­ar á Íslandi. Eng­an af­slátt á að gefa á hrein­læti sund­laug­ar­gesta. Upp­runi, menn­ing, siðir eða annað er ekki gild af­sök­un. Hér gild­ir ein­fald­lega annað hvort eða.

Sagt upp störf­um

Við sem stund­um sund­laug­arn­ar velt­um því oft fyr­ir okk­ur hvers vegna starfs­fólk í búningsklef­um hafi ekki eft­ir­lit með því að gest­ir þvoi sér. Fyr­ir nokkr­um árum sagði einn sturtu­vörður­inn, eldri maður sem nú er hætt­ur störf­um, að það þýddi ekki neitt að fylgj­ast með gest­um, þá kæm­ust starfs­menn ekki í önn­ur brýn störf. Sem sagt, eft­ir­lit með hrein­læti sund­laug­ar­gesta er fullt starf. Öðrum eldri manni var sagt upp störf­um fyr­ir að fram­fylgja regl­um, krefjast þess með smá offorsi að gest­ir færu í sturtu.

Þurra fólkið

Eitt sinn sat ég í ágæt­um hópi í heita pott­in­um og var þar spjallað um heima og geima. Þá kem­ur einn Íslend­ing­ur askvaðandi beint úr bún­ings­klefa, skraufþurr. Ein­hver spurði hvort hann hefði farið í sturtu áður en hann kom út. Land­inn sagðist ekki hafa gert það, hann væri að fara í pott. Hon­um var þá sagt að hann skyldi and­skotast til baka og þvo sér og þá fengi hann að koma ofan í pott­inn, fyrr ekki. Eft­ir tíu mín­út­ur kem­ur skratta­koll­ur til baka og seg­ist hafa þvegið sér og hvort við vær­um nú ánægð. Sem sagt, hann þvoði sér fyr­ir okk­ur, ekki af þörf eða vegna þess að regl­ur laug­ar­inn­ar krefðust þess.

Nær dag­lega sér maður fólk af báðum kynj­um koma úr bún­ings­klef­um, skraufþurrt, og fer beint í sund­laug eða potta. Þetta er auðvitað al­gjör viðbjóður og ekki sæm­andi rekstraraðilan­um að öðrum gest­um sé boðið upp á slíkt.

Mann­rétt­ind­in

Borg­inni virðist vera al­gjör­lega sama um þessi mál. Að þeirra mati eru mann­rétt­ind­in fólgin í því að sleppa kynja­merk­ing­um á sal­ern­um sem í eigu og um­sjón Reykja­vík­ur­borg­ar.

Ég held að ég tali fyr­ir munn flestra sem sækja sund­laug­ar þegar ég full­yrði að það er rétt­ur hvers sund­laug­ar­gests að geta farið ofan í sund­laug vit­andi það með vissu að all­ir gest­ir hafi þvegið sér áður en þeir fari ofan í.

Upp­lýs­ing og eft­ir­lit

Hægt er að grípa til tveggja ráða. Annað er að starfs­menn hafi bein­lín­is eft­ir­lit með því að gest­ir fari í sturtu og þvoi sér. Hitt er að all­ir út­lend­ir gest­ir sem kaupi sig í laug fái af­hent spjald með ein­föld­um regl­um og mynd­ræn­um leiðbein­ing­um. Á því standi meðal annars að annað hvort sé farið að regl­um eða gest­in­um verði meinað að fara ofan í laug­ina.

Við þetta ástand verður ekki unað leng­ur, borg­ar­yf­ir­völd þurfa að taka á þessu. Strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sæl nafni. Ég er líka fastagestur í Laugardalslaug og er algjörlega sammála þér en vil bæra við þetta hjá þér. Útlendingar (og hugsanlega líka einhverjir Íslendirgar) sem fara í gufubað fara yfirleitt ekki í sturtu á eftir og fara löðrandi af svita út í laug eða pott. Ég hef oft orðið vitni af þessu. Enginn fylgist með því. Svo er það fólkið í World Class. Fastagestir mega fara út í sundlaug og ég spyr: Hver fylgist með hvort þatta ágæta fólk fari í sturtu áður en það fer út í laug eða pott? 

Sigurður I B Guðmundsson, 1.8.2018 kl. 19:13

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Merkilegt er, að Þýskalandi, víða, er vörður sem sér

um það að ENGINN gangi til laugar nema taka sturtu.

Svona var þett einnig í den á Íslandi.

Hvað breyttist...???

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.8.2018 kl. 19:41

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef tekið eftir þessu með World Class, skil eiginlega ekkert í því hvernig sambandið er á milli Lauga og laugar.

Raunar er óskiljanlegt hvernig fólk getur farið út í pott eftir hita í gufu. Miklu nær að fara í sturtu, helst frekar kalda.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.8.2018 kl. 22:26

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nafni. Í sundlaugum í gamla daga var starfsfólk sem tugtaði mann til, stefndi öllum í sturtu og passaði upp á að allir notuðu sápu. Svo komst þetta upp í vana og allflestir Íslendingar þvo sér áður en þeir fara í laug. Útlendingarnir eru að raska fornu jafnvægi í laugunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.8.2018 kl. 22:30

5 Smámynd: ÖGRI

Ég leyfi mér að benda á eitt atriði sem kanski ekki allir þekkja að ef um múhamedstrúarmenn er að ræða þá skýla þeir ætið nekt sinni , það er trúarregla hjá þeim og baðast ekki án þess að sköp þeirra séu hulinn .

ÖGRI, 3.8.2018 kl. 02:48

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sé svo, þá eru hálflokaðar sturtur í Laugardalslauginn og víða er hægt að draga tjöld fyrir sturtur. Dugi það ekki þá á þetta fólk ekki að fara í laugar á Íslandi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.8.2018 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband