Rćndi nýburann eđa nýburanum í gćrkvöldi eđa gćrkvöld?

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

Ekki til eftirbreytni

Erlendis er stađaratviksorđ og táknar dvöl á stađ – eins og inni, úti og uppi t.d. – en ekki för til stađar. Ţví ćtti ekki ađ „fara erlendis“ frekar en ađ „fara inni“ eđa „fara heima“. Mađur fer inn og fer heim. Langi mann úr landi getur mađur fariđ út eđa utan eđa til útlanda.

Pistillinn Máliđ á bls. 40 í Morgunblađinu 10. júní 2018

 

1.

„Í gćrkvöld …“ 

Algengt í fréttum á Ríkisútvarpinu.      

Athugasemd: Valur sigrađi Fram í gćrkvöld, árekstur varđ á Miklubraut í gćrkvöld, flogiđ var til Akureyrar í gćrkvöld … Ţannig er iđulega tekiđ til orđa í fréttum Ríkisútvarpsins. Engu líkar er en ađ hvorugkynsnafnorđiđ kvöld sé eins í ţremur föllum; kvöld, kvöld, kvöld, kvölds.

Ég er vanari ađ ţágufalliđ sé kvöldi. Valur sigrađi Fram í gćrkvöldi, árekstur varđ á Miklubraut í gćrkvöldi, flogiđ var til Akureyrar í gćrkvöldi

Til ađ vera viss ráđfćrđi ég mig í gćrkvöldi viđ hina ágćtu vefsíđu malid.is. Ţar stendur eftirfarandi:

Bćđi er hćgt ađ segja í gćrkvöld og í gćrkvöldi.

Og hananú … Ég sćtti mig auđvitađ viđ ţennan dóm enda ekki alveg alvitur. Hitt er alveg morgunljóst ađ mér finnst gćrkvöld Ríkisútvarpsins hálf tilgerđarlegt og held ţví áfram ţví sem ég er vanastur.

Athygli vekur ţó ađ allir starfsmenn Ríkisútvarpsins segja gćrkvöld. Allir beygja sig undir regluna, engin undantekning. Vonandi veit ţađ á gott og brátt mun beygingar-, tíđar og ađrar málfarsvillur heyra til fortíđar í „útvarpi allra landsmanna“. Verkefniđ er ćriđ en upphafiđ lofar góđu. 

Ég hlakka ţó til ađ heyra einhvern uppreisnarsinnađan starfsmann leyfa sér ađ segja fréttir frá síđasta kvöldi. Ég bíđ, og bíđ, og bíđ … frá ţví í gćrkvöldi.

Tillaga: Í gćrkvöldi …

2.

„Rćndi nýbura.“ 

Fyrirsögn á bls. 2 í Fréttablađinu 9. júní 2018.    

Athugasemd: Eins og vera ber á fyrirsögn ađ vekja athygli á frétt. Spenntur las ég hana og athygli mín var vakin. Hvađ skyldi nýburinn hafa veriđ međ sem freistađi steliţjófsins?

Allir ţekkja munninn á ađ rćna einhvern og rćna einhverjum. Á ţessu tvennu er grundvallarmunur sem vart ţarf ađ útskýra hér. Vandinn er hins vegar sá ađ nafnorđiđ nýburi er eins í öllum aukaföllum, nýbura.

Ţar af leiđandi hefur blađamađurinn ekki gert neitt málfarslega rangt af sér. Fyrirsögnin vakti ţó athygli.

Svo ekkert fari nú á milli mála hefđi veriđ hćgt ađ orđa fyrirsögnina á annan hátt. Raunar gerir blađamađurinn ţađ afar smekklega í meginmáli fréttarinnar og ţar er fyrirsögnin komin.

Tillaga: Nam nýbura á brott

3.

„Meiddi fé­laga sína af gá­leysi.“ 

Fyrirsögn á mbl.is. 

Athugasemd: Ţó fyrirsögnin sé ekki beinlínis röng tekur enginn svona til orđa. Ţarna er blađamađur fastur í dómi sem er skrifađur á einhvers konar stofnanamállýsku. Ein helgasta skylda blađamanns er ađ koma fréttum frá sér á skiljanlegu máli sem er um leiđ ţarf ađ vera málfarslega eđlilegt. Yfirleitt fer ţetta tvennt ágćtlega saman, gćti hann ađ sér.

Eitthvađ segir mér ađ gáleysiđ ţýđi ađ ökumađurinn hafi ekki ćtlađ ađ skađa neinn. Slysiđ varđ ţar af leiđandi óvart. Fréttin fjallar ţó ekki um ţetta heldur dóm sem ökumađur bifreiđar fékk vegna gáleysilegs aksturs og hafa veriđ undir áhrifum vímuefna ţegar hann slasađi félaga sína.

Ökumađurinn meiddi ekki félaga sína, hann beinlínis slasađi ţá. Annar handleggsbrotnađi og hinn rifbeinsbrotnađi. Plástur dugar ekki á svona meiddi. 

Tillaga: Ók dópađur og slasađi félaga sína.

4.

„74 tölvu­póstsvik­ar­ar hand­tekn­ir.“ 

Fyrirsögn á mbl.is. 

Athugasemd: Almennt er ekki ritađir tölustafir í byrjun setningar. Ţannig er ţetta út um allan heim. Hér á landi vita margir blađamenn ekkert um ţessa venju, hafa ekki tekiđ eftir í skóla eđa haft slćma kennara. Hvorugt er ţó afsökunarefni. Ritstjórar eiga ađ sjá ţetta og ekki sćtta sig viđ ţađ.

Blađamađur á vef Moggans skrifar tölustaf í upphafi fyrirsagnar og einnig tvisvar í upphafi setninga í fréttinni. Ţetta er ljótt.

Reglan skýrist af ţessum dćmum:

  • Tólf lćrisveinar ...
  • Ţrjátíu prósent atkvćđaa 
  • Tíu litlir negrastrákar (má segja ţetta?) ...
  • Fimmtán ţáttakendur ...
  • Einn fjórđi íbúa ...
  • Tveir ţriđju meirihluti ...
  • Sjöundaá (bćr á Rauđasandi, vinssamlegast ekki skrifa 7undará) ...

Svona er alheimsreglan (!). Blađamenn, ekki ofbjóđa lesendum. Ekki skemma fréttir. Fylgjum góđum reglum og siđum.

Tillaga: Sjötíu og fjórir tölvupóstsvikarar handteknir


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband