Lýðurinn ákærir, dæmir og tekur af lífi ... en úbbs!

Hvar eru nú hælbítarnir sem reyndu að rakka niður æru Braga Guðbrandssonar með því að tengja hann við barnaníð og fleira ógeðfellt. Ég tek eindregið undir orð Ögmundar Jónassonar, fyrrum ráðherra og alþingismann, en hann segir meðal annars um mál Braga á vefsíðu sinni:

Á undanförnum mánuðum hefur Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu (nú í leyfi), verið borinn þungum sökum í nokkrum fjölmiðlum og á Alþingi. Honum var gefið að sök að hafa gerst brotlegur við lög, farið út fyrir verksvið sitt og jafnvel lagst á sveif með barnaníðingi!

Núverandi félags- og jafnréttisráðherra fékk einnig sinn skammt. [...]

Stundin birti myndir og fyrirsagnir sem tengdu Braga Guðbrandsson illri meðferð á börnum og Kjarninn sagði á þá leið að nú væru allir raftar dregnir á flot til að verja spillinguna en einhverjir þingmenn stæðu sem betur fer í fæturna til að berjast gegn ósómanum. [...]

Ég minnist þess varla að eins hörð hríð hafi verið gerð að æru nokkurs embættismanns og æru Braga Guðbrandssonar í þessu makalausa máli.

Í þessu samhengi má nefna að hermt er að þingmaður hafi gengið svo langt að hafa samband við sendiráð Norðurlandanna hjá Sameinuðu þjóðunum til að vara við níðingnum í framboði!

En nú er kominn niðurstaða óháðrar rannsóknarnefndar. Og viti menn, sakborningurinn Bragi Guðbrandsson er að fullu sýknaður og hreinsaður af svívirðilegum áburði á hendur honum í svokölluðu Hafnarfjarðarmáli, sem sagt er hafa verið hið alvarlegasta í þeirri gagnrýni sem fram var borin á hendur honum og þar sem honum var ætlað að hafa farið út fyrir sitt verksvið sitt í trássi við lög.

Ásmundur Einar Daðason, núverandi félagsmálaráðherra, má einnig vel við una því hann hefur haldið hárrétt á málum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar, með einni undantekningu þó. Og það er að hafa látið niðurstöður ráðuneytisins frá því í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar, standa óhaggaðar því í ljós kemur að þær voru settar fram að óathuguðu máli. Með öðrum orðum, ráðuneytið hafi verið búið að gera forstjórara Barnaverndarstofu að skotspæni áður en úttekt hefði farið farið fram. Auk þess hefðu stjórnsýslureglur verið þverbrotnar. Ráðuneytið fær almennt slæma útreið í skýrslunni og er legið á hálsi fyrir að hafa ekki rannsakað þau mál sem þar voru færð upp á borð áður en niðurstaða var fengin. Þetta þýðir að alrangt er hjá Þorsteini Víglundssyni, fyrrum ráðherra að í niðurstöðum ráðuneytisins hefði verið að finna lokapunktinn í málinu. [...]

Núverandi félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur stigið afgerandi skref til að laga stjórnsýsluna og á hann fyrir það lof skilið. Hann hefur gert rétt í því að stíga upp úr gömlum hjólförum á þessu málasviði og horfa til framtíðar.

En nú þegar Ásmundur Einar og höfuðsakborningurinn Bragi Guðbrandsson hafa báðir verið „sýknaðir", hvað gera þá hinir sjálfskipuðu dómarar? Þar er ég til dæmis að tala um formann velferðarnefndar Alþingis (Halldóra Mogensen, pírati] sem hafði uppi stór orð; þingkonuna [pírati?] sem hafði samband við norrænu sendiráðin til að rægja íslenska frambjóðandann; sleggjudómarann, fyrrum félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, sem sjálfur situr uppi með svarta Pétur, fjölmiðlamennina sem átu upp allan áburðinn gagnrýnislaust og svo hina sem voru beinir gerendur í aðförinni.

Ætlar þetta fólk, hinir sjálfskipuðu dómarar, að biðjast afsökunar?

Gott hjá Ögmundi.

Hver er svo þessi sjálfskipaði baráttumaður fyrir „réttlætinu“ sem rægði Braga Guðbrandsson við norrænu sendiráðin. Var það annar pírati? Mikilvægt er að fá að vita hver ærumorðingi er.

Þetta á að kenna fólki að betra er að kynna sér málin áður en haldið er í öfgafulla „réttlætisherferð“ í anda Trump. Aldrei nokkurn tímann er skynsamlegt að skjóta og spyrja svo. Lýðurinn vill taka mann af lífi og þegar í ljós kemur að sá var saklaust segir það bara „úbbs“.

Fjölmörg dæmi eru um svona samantekin ráð að berja á einstaklingum í þjóðfélaginu, stjórnálamönnum, embættismönnum og einstaklingum sem fátt hafa til saka unnið. Enn og aftur hengir lýðurinn morðingja Lúkasar uppi í ljósastaur, en úbbs ... þarna ærslast Lúkas algjörlega ódauður.


mbl.is Verið „afskaplega sársaukafullt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Bragi ætti að athuga hvort grundvöllur er fyrir að höfða skaðabótamál.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 8.6.2018 kl. 17:05

2 Smámynd: Aztec

Sigurður, það er óþarfi að blanda Trump inn í umræðuna.

Aztec, 8.6.2018 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband