Er enn til fólk sem horfir á dagskrá sjónvarps?
30.4.2018 | 11:06
Stuttu síðar gerðist það að stofnað var íslenskt sjónvarp. Það varð mjög vinsælt og enn er til fólk sem horfir á það.
Þannig skrifar Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu. Hann er að fjalla um Netflix í nýjasta pistli sínum, sjá hér.
Mér þykir það nokkur tíðindi að einn frægasti dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins skuli taka svona til orða. Hann hefur hins vegar rétt fyrir sér. Enn horfa nokkrir á Ríkissjónvarpið og jafnvel Stöð2. Þeim fer þó fækkandi eftir því sem fleiri kynslóðir bætast við.
Ég hætti að horfa á íslenskt sjónvarp fyrir löngu, læt streymisveiturnar duga ef þörfin gerir vart við sig. Þannig er það nú með miklu fleiri. Ung fólk horfir lítið á línulegar dagskrár sjónvarps. Helst eru það fréttir og einstaka viðburðir í beinni útsendingu sem draga mann að íslensku stöðvunum. Annað er það nú ekki. Netflix, Amazon, iTunes og fleiri duga flestum. Framboði af streymisveitum er afskaplega mikið.
Útvarpið lifir þó. Ég hlusta jafnan á gömlu gufuna enda líklega bundinn af uppeldinu. Í mínu ungdæmi var bara ein útvarpsstöð. Að sumu leyti var það gott en að öðru leyti tóm hörmung. Þá var troðið ofan í kok á hlustendum alls kyns tónlist og talað mál hvort sem þeir vildu eða vildu ekki.
Ofbeldinu hefur ekki enn linnt. Maður þarf að punga út um tuttugu þúsund krónum á ári í skatt vegna þess að góða fólkið vill halda áfram menningarstarfi sínu. Og hvað er betra en að gera það fyrir skattfé og þurfa ekki að markaðssetja sig? En ég ... og fleiri, við erum ekki spurð. Borga góði, borga. Þeir eru þó hættir að hóta að taka sjónvarpið af manni.
Tímarnir breytast um flestir með. Þó eru þeir neandertalsmenn til sem halda að línuleg dagskrá sé eftirsóknarverð fyrir okkur pöpulinn. Svo er ábyggilega ekki. Held að meirihluti landsmanna telji sjónvarp afþreyingu og vilji grípa til hennar eftir hentugleikum en ekki eftir fyrirskipunum stjórnvalds í fjölmiðlafyrirtæki í eigu ríksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Athugasemdir
Sigurður þetta er nokkuð rétt hjá þér ég veit að það er ekki horft á RÚV sjónvarpið mikið á okkar heimili og dætur mínar sem eru báðum meðgin við fertugt horfa ekkert á RÚV né börn þeirra. Þessi aldursflokkur er meir í Netflix eða einhverju öðru. Fréttir fá þau á netinu sama með mig.
Það er þessvegna að ég myndi alveg vilja Rúv út úr þessu nema kannski Gufuna.
Valdimar Samúelsson, 1.5.2018 kl. 09:41
Svona breytast tímarnir, Valdimar, og við líka. enn er samt til fólk sem rembist við að halda í gamla tíma, ég skil það, en það sem er liðið er einfaldlega liðið. Allt er breytingum undirorpið.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.5.2018 kl. 10:55
Sigurður þetta er akkúrat málið tímarnir breytast en sumir eru grónir í sömu sporunum og þeir fæddust í. :-)
Valdimar Samúelsson, 1.5.2018 kl. 16:00
Erum við ekki að ríghalda í gamlar hefðir sem nútíma maðurinn vill leggja af,eins og flutning þjóðsöngs okkar í lok dagskrár sunnudagskvöldi.
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2018 kl. 01:33
kvölda,
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2018 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.