Yfirgengilegt bull er kallað frétt á dv.is

180421 DvSjaldan hefur risið á dv.is verið lægra. Nú er hann opinberlega genginn í lið með vinstri öflunum sem lengi hafa vilja knésetja Sjálfstæðisflokkinn. 

Síðasta glorían er rætin „frétt“, já svokölluð frétt en gæti verið bull í einhverjum virkum í athugasemdum sem styður Samfylkinguna.

„Fréttin“ er svona:

Heyrst hefur að nú sé uppi fótur og fit innan Sjálfstæðisflokksins. Ku forysta flokksins vera harmi slegin og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt er sagt á suðupunkti og Bjarni Benediktsson hafi ekki undan við að slökkva elda og hughreysta tárvota innmúraða og innvígða.

Uppnámið er þó ekki rakið til niðurstaðna kannana í Reykjavík fyrir næstkomandi borgarstjórnarkosningar, eða að kosningaloforð Eyþórs Arnalds um að veita 70 ára og eldri undanþágu frá fasteignasköttum brjóti í bága við lög, eða þess að nýr bæjarmálalisti ógni flokknum í Vestmannaeyjum.

Nei, neyðarástandið ku vera komið til vegna þess að nú á að fara að banna humarveiðar.

Sagt er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, hafi orðið að leggjast í læsta hliðarlegu er hún heyrði af mögulegu humarbanni, þar sem hún hefði þá ekkert til að borða með hvítvíninu sínu.

Nú má spyrja hvaða tilgangi þjóna svona skrif? Þau eru ekki frétt, ekki fyndin, í skrifunum er vafasöm fullyrðing og loks er verið að hnýta í þingmann Sjálfstæðisflokksins. Í þokkabót eru skrifin flokkuð með öðrum „fréttum“ sem sumar eru þó ekki fréttir, sjá meðfylgjandi mynd. Viðtal við einhvern Gunnar Smára Egilsson sem virðist eiga greiða leið inn á DV og fjölmiðla tengdum því.

Greinilegt er að ritstjórn dv.is er frekar metnaðarlaus en leita útrásar með bulli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé nú ekki betur en að þessi brandari hjá DV sé "húmor" af sama meiði og þér finnst svo ægilega fyndinn þegar þú notar hann sjálfur gegn öðrum, svona bull þar sem þú gerir þeim sem eru ekki í Sjálfstæðisflokknum upp skoðanir og viðhorf og flokkar það sem "stjórnmál og samfélag". Þannig að þessi kvörtun þín er í besta falli hlægileg hræsni og í versta falli sorgleg hræsni á hæsta stigi. 

A. Jónasson (IP-tala skráð) 22.4.2018 kl. 03:12

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Maður sem þorir ekki að koma fram undir fullu nafni gerir athugasemdir við pistilinn minn hér að ofan. 

Hann heldur að enginn munur sé á persónulegum pistli á bloggsíðu og fréttaflutningi dv.is. Þetta er svona trumplegur skilningur og þar að auki enginn skilningur á eðli fréttamiðla.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.4.2018 kl. 10:08

3 identicon

Þú hefðir ekki sagt orð og ekki hneykslast neitt á þessu ef um hefði verið að ræða nákvæmlega sama grín að öðru fólki en flokksfélögum þínum. Þá hefðirðu bara hlegið, enda þinn "húmor", og það hefði engu máli skipt þig hvernig DV flokkar "grínið". Þú ert ekkert nema hræsnin hvað þetta varðar.

A. Jónasson (IP-tala skráð) 22.4.2018 kl. 10:50

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hefði ... hefði! Það er eftir öðru sem kemur frá þessu nafnlausa manni að giska. Hann veit fátt. Hann þekkir ekki mig, giskar. Hann þekkir ekki muninn á ploggi og fréttamiðli. Hann kann ekki rökræðu, er eins og aðrir „virkir í athugasemdum“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.4.2018 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband