Feigir smáflokkar
12.3.2018 | 15:31
Viðreist telur sig stjórnmálaflokk. Um sextíu manns sóttu landsþing flokksins. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins tók ég þátt í nefndarfundi um umhverfismál og hann var fjölmennari en landsþing Viðreisnar.
Fólkið sem er í Viðreisn telur sig klofning úr Sjálfstæðisflokknum og hélt landsþing þar sem saman voru kominn fjöldi fólks sem þó var ekki nema 5% af þeim sem sóttu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins. Var þó reynt að smala saman ættingjum og vinum eins og hægt var.
Miklar líkur benda til þess að Viðreisn fari sömu leið og Björt framtíð sem getur ekki einu sinni smalað saman skyldfólki til að búa til framboðslista í Reykjavík. Það hefur þó hingað til verið nauðvörn smáflokka.
Þessir tveir flokkar, Viðreisn og Björt framtíð, bjóða saman í Kópavogi, þó með erfiðismunum.
Það hlýtur að vera niðurlægjandi að ættingjar frambjóðenda smáflokka neita að kjósa frændur sína og frænkur. Sumir flokkar bera feigðina í sér.
Þorgerður hlaut 61 atkvæði af 64 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2018 kl. 10:02 | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að vera alveg á grensunni að kalla sextíu og sex manna samkomu landsfund. Getur varla talist meira en lélegt kaffiboð, enda veitingarnar sem bornar voru fram, hvorki kræsilegar né líklegar til vinsælda.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2018 kl. 22:48
Þú manst væntanlega eftir því að vonda fólkið sagði að Alþýðuflokkurinn héldi landsfundi sína við hornborðið á Hótel Borg.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.3.2018 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.