Sjávarklasinn, iđa mannlífs, hugsana og framkvćmda

180307 Sjávarklasinn 1Eitt af merkilegustu fyrirbćrum í Reykjavík er starfsemi Íslenska sjávarklasans á Grandagarđi 16. Eftir ađ hafa hćtt sem framkvćmdastjóri Sýslumannaráđs varđ ég svo heppinn ađ fá inni í húsinu í samstarfi viđ Grétar Sigfinn, son minn sem hefur haft ţar ađstöđu í nokkurn tíma.

Sjaldan hef ég veriđ eins hissa og um leiđ hrifinn af nokkurri starfsemi eins og Sjávarklasanum. Ţarna starfa meira en sextíu fyrirtćki, einstaklingar og fjölmargir frumkvöđlar, beint eđa óbeint ađ verkefnum sem tengjast hafinu, útgerđ, vinnslu eđa rannsóknum. Ábyggilega á annađ hundrađ manns eru međ hugann viđ fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstćkni, hugbúnađi, hönnun, líftćkni, snyrtivörum og fjölmörgu öđru.

180307 Sjávarklasinn 2Sjávarklasinn er stórt samfélag. Iđa mannlífs, hugsunar og framkvćmda sem hlúđ er ađ og fćr ađstođ viđ ađ gera gott enn betra. Um leiđ hittist fólk frá ólíkum fyrirtćkjum, spjallar, ber saman bćkur sínar og ţá kvikna óhjákvćmilega hugmyndir, samstarf verđur til og jafnvel spretta upp ný fyrirtćki.

Ţarna er einstaklingsframtakiđ ljóslifandi í stórkostlegri kviku eldmóđs, frjórra hugsana og hugmyndasmíđi. Ţetta er leikvöllur framtíđarinnar.

Nei, ég er ekki ađ gera of mikiđ úr starfsemi Sjávarklasans. Ég hef hreinlega aldrei áđur kynnst öđru eins samfélagi.

Húsnćđiđ sem slíkt er afar vel heppnađ. Ţađ er allt á lengdina, nćr eiginlega frá nútíđ til framtíđar. Tveir langir gangar. Skrifstofur af ýmsum stćrđum viđ glugga og fundarađstađa í miđjunni. Veggir eru úr gleri, hvergi eru hulin rými, eiginlega allt fyrir opnum tjöldum.

180307 Sjávarklasinn 3Oft á dag má sjá hávaxinn og spengilegan mann spígspora um ganga. ţar fer hann Ţór Sigfússon, stofnandi og stjórnandi Sjávarklasans. Öndvegis mađur í viđkynningu og mikill húmoristi, alltaf tilbúinn til ađ ađstođa, hjálpa til og auđvelda fólki ađ sinna starfi sínu.

Vikulega er sameiginlegur morgunmatur og ţar hittist fólk og blandar geđi. Og í morgun var ţess látiđ getiđ ađ bođiđ vćri upp á hugleiđslu sem jógakennari hefur umsjón međ. Ţvílíkt og annađ eins.

Matsölustađurinn Bergson er í Sjávarklasanum og óvíđa hćgt ađ fá betur framreiddan fisk en ţar.

180307 Sjávarklasinn 4Um daginn kom forsetinn í heimsókn og viđ dauđlegir máttum taka í höndina á honum. Viđ brottför hafđi hann um ađ hugsa og enda var hann afar hrifinn af ţví sem hann sá hérna.

Framtíđin er björt fyrir Íslenska sjávarklasann. Nú er veriđ ađ undirbúa svipađ starfsemi međ matarfrumkvöđla međ ţađ ađ markmiđi ađ auka nýjungar og vöruţróun. Sú starfsemi verđur á neđri hćđinni.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband