Stjórnarandstaðan stundar tilraunir í markaðsmálum

Alþingismenn stunda margir hverjir merkilegar tilraunir í markaðsmálum, já þeir eru flestir markaðslega sinnaðir. Skiptir engu í hvaða flokkum þeir eru. Dæmi um slíkt eru ótal fyrirspurnir til ráðherra um hitt og þetta sem raunar skiptir engu máli, hvorki fyrir þjóð eða þing.

Hið eina sem eftir stendur er að þingmaðurinn sem spyr kemst örstutta stund í kastljós fjölmiðla og það er honum nóg. Honum er nákvæmlega sama þótt margir opinberir starfsmenn eyði tíma sínum í að afla þeirra upplýsinga sem um er beðið, stundum í marga daga, og ekki heldur hvað svarið kostar í raun og veru.

Síst af öllu leiðir þingmaðurinn hugann að því að þeir starfsmenn sem eru uppteknir við að svara tilgangslausum spurningum gætu verið að gera eitthvað allt annað og gagnlegra.

Vantrauststillaga minnihluta er álíka heimskulegt athæfi því vitað er að meirihlutinn mun ekki samþykkja hana. Þarna er verið að stunda ómerkilega markaðsstarfsemi, búa til ávirðingar á dómsmálaráðherrann, ata hann auri vitandi það sem getur verið að því meir sem tönglast er á lyginni því meiri líkur eru á því að ístöðulaust fólk trúi henni. Nóg virðist vera að „virkir í athugasemdum“ séu virkjaðir í skítkastið.

Ekki er furða þó álit fólks á Alþingi fari stöðugt minnkandi þegar svona vinnubrögð eru stunduð.


mbl.is Ræða van­traust­s­til­lögu á dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband