Stjórnarandstađan stundar tilraunir í markađsmálum

Alţingismenn stunda margir hverjir merkilegar tilraunir í markađsmálum, já ţeir eru flestir markađslega sinnađir. Skiptir engu í hvađa flokkum ţeir eru. Dćmi um slíkt eru ótal fyrirspurnir til ráđherra um hitt og ţetta sem raunar skiptir engu máli, hvorki fyrir ţjóđ eđa ţing.

Hiđ eina sem eftir stendur er ađ ţingmađurinn sem spyr kemst örstutta stund í kastljós fjölmiđla og ţađ er honum nóg. Honum er nákvćmlega sama ţótt margir opinberir starfsmenn eyđi tíma sínum í ađ afla ţeirra upplýsinga sem um er beđiđ, stundum í marga daga, og ekki heldur hvađ svariđ kostar í raun og veru.

Síst af öllu leiđir ţingmađurinn hugann ađ ţví ađ ţeir starfsmenn sem eru uppteknir viđ ađ svara tilgangslausum spurningum gćtu veriđ ađ gera eitthvađ allt annađ og gagnlegra.

Vantrauststillaga minnihluta er álíka heimskulegt athćfi ţví vitađ er ađ meirihlutinn mun ekki samţykkja hana. Ţarna er veriđ ađ stunda ómerkilega markađsstarfsemi, búa til ávirđingar á dómsmálaráđherrann, ata hann auri vitandi ţađ sem getur veriđ ađ ţví meir sem tönglast er á lyginni ţví meiri líkur eru á ţví ađ ístöđulaust fólk trúi henni. Nóg virđist vera ađ „virkir í athugasemdum“ séu virkjađir í skítkastiđ.

Ekki er furđa ţó álit fólks á Alţingi fari stöđugt minnkandi ţegar svona vinnubrögđ eru stunduđ.


mbl.is Rćđa van­traust­s­til­lögu á dómsmálaráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband