Tíðindalaust af jarðskjálftum á landinu
9.1.2018 | 17:18
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum heitir frábær bók eftir Erich Maria Remarque og fjallar um heimstyrjöldina síðari. Ég ætla nú ekki að rekja söguþráð þessara ágætu bókar en nafn hennar flaug í huga mér er ég skoðaði jarðskjálftavef Veðurstofunnar. Segja má að tíðindalaust sé af jarðskjálftum landsins eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi mynd.
Aðeins eru skráðir 47 skjálftar hafa orðið frá því á seinni hluta síðasta sunnudags. Yfirleitt eru þeir margfalt fleiri. Aðeins fimm skjálftar hafa verið í dag og flestir frekar vægir. Mýrdalsjökull er rólegur, á Vatnajökli er allt með kyrrum kjörum. Ef ekki væri fyrir Tjörnesbrotabeltið væru skjálftarnir á landinu enn færri, en þar hafa tveir verið í dag en alls 17 frá því seinnipart sunnudags.
Svona er nú staðan. Jarðskjálftar koma í hryðjum ef svo má segja.
Sumir halda því fram að þetta hlé í jarðskjálftum verði skammvinnt, nú skelli á hrina jarðskjálfta og eldgosa.
Þessu er ég fyllilega sammála en hef ekkert fyrir mér í því frekar en aðrir. Draumar hafa ekkert að segja og á þá trúi ég ekki (þetta er skot á þann draumspaka sem segir af og til að eitthvað muni nú gerast (aldrei rætist neitt hjá honum)). Þar af leiðandi mun ekkert gerast fyrr en í júní.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona tíðindaleysi eru frekar hvimleið. En þarna skiptir sjálfsagt einhverju máli að vægir jarðskjálftar mælast illa hvassviðri.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.1.2018 kl. 20:45
"... mælast illa í hvassviðri."
Emil Hannes Valgeirsson, 9.1.2018 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.